Í næstu viku er allra síðasti möguleiki á að kaupa DOTTIR miða á EM 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2022 14:30 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar marki með íslenska landsliðinu. VÍSIR/VILHELM Þeir sem vilja ná sér í miða á leiki íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu í Englandi í sumar verða að vera á vaktinni í næstu viku. Það hefur verið mikill áhugi á miðum á leiki íslensku stelpnanna og í fyrri tveimur söluglugganum hafa miðarnir selst upp. Knattspyrnusamband Íslands hefur nú látið vita að það eru nokkrir miðar að losna og verður örugglega mikill áhugi á þeim eins og hinum. UEFA hefur upplýst KSÍ um að 200-300 DOTTIR miðar til viðbótar á leiki Íslands í riðlakeppninni á EM 2022 verði lausir í sölu þann 16. mars á miðasöluvef UEFA. Hver kaupandi mun geta keypt allt að 10 miðum á hvern leik. https://t.co/0wIWYVypMO— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 9, 2022 Vandamálið er að fyrstu tveir leikir íslenska liðsins fara í raun fram á alltof litlum leikvangi og því er barist um miðana. Þetta er Manchester City Academy leikvangurinn í Manchester sem tekur bara sjö þúsund manns. Miðasala í stuðningsmannahólf þátttökuliðanna á EM 2022 hófst síðastliðið haust í glugga sem stóð frá lokum október og inn í miðjan nóvember. Þar fengu stuðningsmenn Íslands tækifæri til að kaupa svokallaða DOTTIR miða - í stuðningsmannahólf íslenska liðsins. DOTTIR miðar á fyrstu tvo leikina - gegn Belgíu og Ítalíu í Manchester - seldust fljótt upp. Í nóvember var síðan hundrað DOTTIR miðum á leikina bætt í sölu, og aftur seldust þeir hratt upp. Nú hefur UEFA upplýst KSÍ um að fleiri DOTTIR miðar verði lausir í sölu til stuðningsmanna Íslands, miðar sem losna af ýmsum ástæðum í lokaundirbúningi og skipulagi mótsins. Um er að ræða 200-300 DOTTIR miða á alla leikina þrjá í riðlakeppninni, og getur hver kaupandi keypt allt að tíu miðum á hvern leik. Sala á þessum DOTTIR miðum opnar á miðasöluvef UEFA miðvikudaginn 16. mars klukkan 10:00 og lokar föstudaginn 18. mars klukkan 10:00. Lokagluggi almennrar miðasölu opnar síðan á miðasöluvef UEFA 28. mars og rétt er að geta þess að enn eru almennir miðar lausir á síðasta leik íslenska liðsins í riðlinum, gegn Frakklandi í Rotherham. EM 2021 í Englandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Það hefur verið mikill áhugi á miðum á leiki íslensku stelpnanna og í fyrri tveimur söluglugganum hafa miðarnir selst upp. Knattspyrnusamband Íslands hefur nú látið vita að það eru nokkrir miðar að losna og verður örugglega mikill áhugi á þeim eins og hinum. UEFA hefur upplýst KSÍ um að 200-300 DOTTIR miðar til viðbótar á leiki Íslands í riðlakeppninni á EM 2022 verði lausir í sölu þann 16. mars á miðasöluvef UEFA. Hver kaupandi mun geta keypt allt að 10 miðum á hvern leik. https://t.co/0wIWYVypMO— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 9, 2022 Vandamálið er að fyrstu tveir leikir íslenska liðsins fara í raun fram á alltof litlum leikvangi og því er barist um miðana. Þetta er Manchester City Academy leikvangurinn í Manchester sem tekur bara sjö þúsund manns. Miðasala í stuðningsmannahólf þátttökuliðanna á EM 2022 hófst síðastliðið haust í glugga sem stóð frá lokum október og inn í miðjan nóvember. Þar fengu stuðningsmenn Íslands tækifæri til að kaupa svokallaða DOTTIR miða - í stuðningsmannahólf íslenska liðsins. DOTTIR miðar á fyrstu tvo leikina - gegn Belgíu og Ítalíu í Manchester - seldust fljótt upp. Í nóvember var síðan hundrað DOTTIR miðum á leikina bætt í sölu, og aftur seldust þeir hratt upp. Nú hefur UEFA upplýst KSÍ um að fleiri DOTTIR miðar verði lausir í sölu til stuðningsmanna Íslands, miðar sem losna af ýmsum ástæðum í lokaundirbúningi og skipulagi mótsins. Um er að ræða 200-300 DOTTIR miða á alla leikina þrjá í riðlakeppninni, og getur hver kaupandi keypt allt að tíu miðum á hvern leik. Sala á þessum DOTTIR miðum opnar á miðasöluvef UEFA miðvikudaginn 16. mars klukkan 10:00 og lokar föstudaginn 18. mars klukkan 10:00. Lokagluggi almennrar miðasölu opnar síðan á miðasöluvef UEFA 28. mars og rétt er að geta þess að enn eru almennir miðar lausir á síðasta leik íslenska liðsins í riðlinum, gegn Frakklandi í Rotherham.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn