New England var 1-0 yfir þegar Arnóri var skipt af leikvelli en þá gerðu heimamenn þrefalda breytingu. Einn af þeim sem kom inn á völlinn þegar Arnóri var skipt út af var Jozy Altidore en hann tvöfaldaði forystu New England aðeins tveimur mínútum síðar.
Sergio Córdova minnkar muninn fyrir gestina á 78. mínútu en á fimm mínútna kafla á síðustu andartökum leiksins þá skorar Real Salt Lake tvisvar. Fyrst var það varnarmaðurinn Justen Glad sem skoraði á 88. mínútu og Tate Schmitt tryggir Salt Lake stigin þrjú með marki á þriðju mínútu uppbótatímans.
Sigur hefði getað skilað New England í eitt af efstu sætum austurdeildar en þess í stað er liðið í því sjöunda með fjögur stig eftir þrjár umferðir.