„Verður að vera skap í þessu og menn þurfa stundum að láta aðra heyra það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 08:00 Ekki lengur Pétur Viðarsson í FH heldur Pétur pulsa í Hafnarfirði eins og Gaupi komst að orði. Vísir/Sigurjón Pétur Viðarsson er aftur búinn að setja fótboltaboltaskóna upp á hillu og nú endanlega. Gaupi hitti kappann og fór yfir ferilinn og ákvörðunina um að hætta. Pétur er 34 ára gamall og varð síðasta sumar fimmti FH-ingurinn til að spila tvö hundruð leiki fyrir félagið í efstu deild. Hann er nú fjórði leikjahæsti FH-ingurinn með 207 leiki og náði því að verða fimm sinnum Íslandsmeistari með félaginu. „Pétur rekur nú pylsubarinn í Hafnarfirði ásamt veitingarekstri í Garðabæ. Nú er hann ekki lengur Pétur Viðarsson í FH heldur Pétur pulsa í Hafnarfirði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Vísir/Hulda Margrét Æðislegur tími en kominn tími á annað í lífinu „Það er bara pulsa núna og heimilismatur í Garðabænum. Það er lífið mitt í dag,“ sagði Pétur Viðarsson en hvernig er að skipta úr fótboltanum yfir í þetta? „Bara æðislegt. Ég er búinn að vera í fótbolta frá því ég var krakki eða í 25 plús ár. Þetta er búinn að vera æðislegur tími og kominn tími á annað í lífinu,“ sagði Pétur en er enginn söknuður? „Jú, það er söknuður af strákunum og söknuður af klefanum svo sannarlega. Auðvitað það að keppa leiki og fara á æfingar. Ég fann að það var kominn tímapunktur á að gera eitthvað annað. Minn tími bara kominn fannst mér,“ sagði Pétur. Klippa: Gaupi hitti Pétur Viðarsson í Pylsubarnum í Hafnarfirði Valdi besta liðið hjá FH Hvað er besta FH-liðið sem Pétur spilaði með? „Í þessi tólf ár sem ég spilaði með FH þá fannst mér liðið nánast alltaf vera frábært. Liðið 2009 þegar ég kem inn í liðið með Tommy Nielsen, Tryggva Guðmundssyni, Matta, Davíð og öllum þessum mönnum fannst mér vera frábært lið. Liðið 2012 fannst mér líka vera frábært lið. Á mínum ferli voru þetta bestu liðin,“ sagði Pétur. Hver er besti leikmaðurinn í FH á þessum tíma? Valdi mág sinn þann besta „Það er fullt af góðum mönnum sem ég spilaði með en ég verð að nefna hann mág minn, Davíð Þór Viðarsson. Hann var ótrúlega góður, frábær miðjumaður og ótrúlega mikill leiðtogi. Ég held að margir séu sammála mér að hann var virkilega góður leikmaður og klárlega besti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir FH,“ sagði Pétur. „Hann var stundum svolítið reiður,“ skaut Gaupi inn í. „Já, hann var það karlinn. Við rifumst líka einu sinni tvisvar líka,“ sagði Pétur sem fékk svo spurninguna um hver væri besti þjálfarinn sem hefur þjálfað hjá FH. „Heimir Guðjónsson er það klárlega að mínu mati. Hann var virkilega góður þjálfari og skilaði mörgum titlum,“ sagði Pétur „Hann var eins og Davíð, stundum svolítið fúll,“ skaut Gaupi inn í. Pétur Viðarsson og Matthías Vilhjálmsson fallast í faðma.Vísir/Hulda Margrét Gat verið mjög reiður líka „Já, hann gat verið það og gat verið mjög reiður líka. Lét menn heyra það þegar þess þurfti. Það verður að vera skap í þessu og menn þurfa stundum að láta aðra heyra það. Þetta er keppnisíþrótt þannig að það verður að vera í þessu líka,“ sagði Pétur. Besta deildin er fram undan og Pétur hefur skoðanir á henni. „Hvað gerir FH í sumar og hvaða lið verður best,“ spurði Guðjón. Ætla að gera honum smá grikk og setja pressuna á hann „Ég vona svo innilega að FH taki titilinn en ég ætla ekki endilega að fara að henda einhverri brjálaðri pressu á strákana. Hlíðarendinn er búinn að bæta við sig gríðarlegum mannskap. Heimir er maður sem þykist vera undir radar og ég ætla að gera honum smá grikk og setja pressuna á hann,“ sagði Pétur. „Það er klárt að mannskapurinn verður ógnarsterkur hjá Val og auðvitað Víkingarnir og Breiðablik. Þetta er eins og alltaf það eru fjögur til fimm lið sem berjast og vonandi verður FH meistari,“ sagði Pétur. Það má sjá allt myndbandið með heimsókn Guðjóns Guðmundsson í pylsuskúrinn í Hafnarfirði hér fyrir ofan. Besta deild karla FH Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Pétur er 34 ára gamall og varð síðasta sumar fimmti FH-ingurinn til að spila tvö hundruð leiki fyrir félagið í efstu deild. Hann er nú fjórði leikjahæsti FH-ingurinn með 207 leiki og náði því að verða fimm sinnum Íslandsmeistari með félaginu. „Pétur rekur nú pylsubarinn í Hafnarfirði ásamt veitingarekstri í Garðabæ. Nú er hann ekki lengur Pétur Viðarsson í FH heldur Pétur pulsa í Hafnarfirði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Vísir/Hulda Margrét Æðislegur tími en kominn tími á annað í lífinu „Það er bara pulsa núna og heimilismatur í Garðabænum. Það er lífið mitt í dag,“ sagði Pétur Viðarsson en hvernig er að skipta úr fótboltanum yfir í þetta? „Bara æðislegt. Ég er búinn að vera í fótbolta frá því ég var krakki eða í 25 plús ár. Þetta er búinn að vera æðislegur tími og kominn tími á annað í lífinu,“ sagði Pétur en er enginn söknuður? „Jú, það er söknuður af strákunum og söknuður af klefanum svo sannarlega. Auðvitað það að keppa leiki og fara á æfingar. Ég fann að það var kominn tímapunktur á að gera eitthvað annað. Minn tími bara kominn fannst mér,“ sagði Pétur. Klippa: Gaupi hitti Pétur Viðarsson í Pylsubarnum í Hafnarfirði Valdi besta liðið hjá FH Hvað er besta FH-liðið sem Pétur spilaði með? „Í þessi tólf ár sem ég spilaði með FH þá fannst mér liðið nánast alltaf vera frábært. Liðið 2009 þegar ég kem inn í liðið með Tommy Nielsen, Tryggva Guðmundssyni, Matta, Davíð og öllum þessum mönnum fannst mér vera frábært lið. Liðið 2012 fannst mér líka vera frábært lið. Á mínum ferli voru þetta bestu liðin,“ sagði Pétur. Hver er besti leikmaðurinn í FH á þessum tíma? Valdi mág sinn þann besta „Það er fullt af góðum mönnum sem ég spilaði með en ég verð að nefna hann mág minn, Davíð Þór Viðarsson. Hann var ótrúlega góður, frábær miðjumaður og ótrúlega mikill leiðtogi. Ég held að margir séu sammála mér að hann var virkilega góður leikmaður og klárlega besti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir FH,“ sagði Pétur. „Hann var stundum svolítið reiður,“ skaut Gaupi inn í. „Já, hann var það karlinn. Við rifumst líka einu sinni tvisvar líka,“ sagði Pétur sem fékk svo spurninguna um hver væri besti þjálfarinn sem hefur þjálfað hjá FH. „Heimir Guðjónsson er það klárlega að mínu mati. Hann var virkilega góður þjálfari og skilaði mörgum titlum,“ sagði Pétur „Hann var eins og Davíð, stundum svolítið fúll,“ skaut Gaupi inn í. Pétur Viðarsson og Matthías Vilhjálmsson fallast í faðma.Vísir/Hulda Margrét Gat verið mjög reiður líka „Já, hann gat verið það og gat verið mjög reiður líka. Lét menn heyra það þegar þess þurfti. Það verður að vera skap í þessu og menn þurfa stundum að láta aðra heyra það. Þetta er keppnisíþrótt þannig að það verður að vera í þessu líka,“ sagði Pétur. Besta deildin er fram undan og Pétur hefur skoðanir á henni. „Hvað gerir FH í sumar og hvaða lið verður best,“ spurði Guðjón. Ætla að gera honum smá grikk og setja pressuna á hann „Ég vona svo innilega að FH taki titilinn en ég ætla ekki endilega að fara að henda einhverri brjálaðri pressu á strákana. Hlíðarendinn er búinn að bæta við sig gríðarlegum mannskap. Heimir er maður sem þykist vera undir radar og ég ætla að gera honum smá grikk og setja pressuna á hann,“ sagði Pétur. „Það er klárt að mannskapurinn verður ógnarsterkur hjá Val og auðvitað Víkingarnir og Breiðablik. Þetta er eins og alltaf það eru fjögur til fimm lið sem berjast og vonandi verður FH meistari,“ sagði Pétur. Það má sjá allt myndbandið með heimsókn Guðjóns Guðmundsson í pylsuskúrinn í Hafnarfirði hér fyrir ofan.
Besta deild karla FH Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti