Búinn að sjá medalíu með landsliðinu fyrir sér í mörg ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2022 09:01 Bjarki Már Elísson á góða möguleika á að verða markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni í annað sinn á þremur árum. stöð 2 sport Bjarki Már Elísson er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann er ánægður með hvernig honum hefur vegnað að undanförnu og hlakkar til að fara til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki ætlar að vinna til verðlauna með íslenska landsliðinu. Bjarki hefur skorað 156 mörk fyrir Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni og er sex mörkum á undan næstu mönnum. Hann á því góða möguleika á að vinna markakóngstitilinn aftur en hann vann hann fyrir tveimur árum. En hver er galdurinn á bak við þetta góða gengi Bjarka? „Ef það væri einhver ein formúla væru kannski fleiri að þessu. Þetta er samspil margra þátta. Það er búið að ganga rosalega vel og þá hækkar sjálfstraustið. Svo hentar leikur liðsins mér mjög vel. Mér líður eins og allt sé að ganga upp og það er mjög góð tilfinning,“ sagði Bjarki í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í Framhúsinu í Safamýrinni í gær. Vil taka virkan þátt Bjarki segir að ekki sé hægt að ganga velgengninni sem sjálfsögðum hlut. „Nei, og alls ekki sem hornamaður. Það er mjög algengt að hornamenn týnist í leikjum og ég hef alveg lent í því áður á mínum ferli. Ég vil taka virkan þátt í leiknum og hafa áhrif. Ég er mjög glaður með stöðuna eins og hún er í dag,“ sagði Bjarki. Klippa: Viðtal við Bjarka Má Í næsta mánuði mætir Ísland annað hvort Eistlandi eða Austurríki í tveimur leikjum um sæti á HM 2023. Mun meiri líkur er á að Austurríkismenn verði andstæðingurinn. Skyldusigur hefur verið hálfgert bannorð hjá handboltalandsliðinu en Bjarki segir að Ísland eigi að vinna Austurríki. „Mér finnst það. Við erum komnir á þann stað að við eigum að klára Austurríki en við þurfum að halda einbeitingu, æfa vel, taka upp þráðinn frá því í janúar og stilla saman strengi. Og þá held ég að við klárum þá,“ sagði Bjarki. Miklar væntingar eru gerðar til handboltalandsliðsins eftir vaska framgöngu á EM þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Bjarki gerir sjálfum miklar kröfur til sín og íslenska liðsins og dreymir um að vinna til verðlauna með því. Setjum fáránlega miklar kröfur á okkur sjálfa „Ég er búinn að sjá verðlaunapeninginn fyrir mér í mörg ár. Ég ætla mér að ná því með landsliðinu og veit að strákarnir ætla líka að gera það og við erum mjög samstilltir í því. Við vorum óheppnir að komast ekki í undanúrslit síðast og auðvitað hækka kröfurnar þegar liðinu gengur vel,“ sagði Bjarki. „Við setjum fáránlega miklar kröfur á okkur sjálfa. Ef þú lítur á hópinn í dag sérðu hvar menn eru að spila og hvernig þeir eru að spila. Við erum með frábært lið. Við ætlum okkur langt, það er bara þannig.“ Eftir tímabilið gengur Bjarki í raðir Veszprém en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. „Þetta er risafélag en þetta er það sem ég ætlaði mér. Þar eru kröfurnar miklar og ég vildi komast í þannig umhverfi. Ég vildi spila í Meistaradeildinni og berjast um titla. Mér finnst ég vera búinn með þennan pakka sem ég er í hjá Lemgo, í bili allavega, og er mjög spenntur fyrir þeirri áskorun,“ sagði hornamaðurinn að lokum. Allt viðtalið við Bjarka má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir „Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Bjarki hefur skorað 156 mörk fyrir Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni og er sex mörkum á undan næstu mönnum. Hann á því góða möguleika á að vinna markakóngstitilinn aftur en hann vann hann fyrir tveimur árum. En hver er galdurinn á bak við þetta góða gengi Bjarka? „Ef það væri einhver ein formúla væru kannski fleiri að þessu. Þetta er samspil margra þátta. Það er búið að ganga rosalega vel og þá hækkar sjálfstraustið. Svo hentar leikur liðsins mér mjög vel. Mér líður eins og allt sé að ganga upp og það er mjög góð tilfinning,“ sagði Bjarki í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í Framhúsinu í Safamýrinni í gær. Vil taka virkan þátt Bjarki segir að ekki sé hægt að ganga velgengninni sem sjálfsögðum hlut. „Nei, og alls ekki sem hornamaður. Það er mjög algengt að hornamenn týnist í leikjum og ég hef alveg lent í því áður á mínum ferli. Ég vil taka virkan þátt í leiknum og hafa áhrif. Ég er mjög glaður með stöðuna eins og hún er í dag,“ sagði Bjarki. Klippa: Viðtal við Bjarka Má Í næsta mánuði mætir Ísland annað hvort Eistlandi eða Austurríki í tveimur leikjum um sæti á HM 2023. Mun meiri líkur er á að Austurríkismenn verði andstæðingurinn. Skyldusigur hefur verið hálfgert bannorð hjá handboltalandsliðinu en Bjarki segir að Ísland eigi að vinna Austurríki. „Mér finnst það. Við erum komnir á þann stað að við eigum að klára Austurríki en við þurfum að halda einbeitingu, æfa vel, taka upp þráðinn frá því í janúar og stilla saman strengi. Og þá held ég að við klárum þá,“ sagði Bjarki. Miklar væntingar eru gerðar til handboltalandsliðsins eftir vaska framgöngu á EM þar sem Ísland endaði í 6. sæti. Bjarki gerir sjálfum miklar kröfur til sín og íslenska liðsins og dreymir um að vinna til verðlauna með því. Setjum fáránlega miklar kröfur á okkur sjálfa „Ég er búinn að sjá verðlaunapeninginn fyrir mér í mörg ár. Ég ætla mér að ná því með landsliðinu og veit að strákarnir ætla líka að gera það og við erum mjög samstilltir í því. Við vorum óheppnir að komast ekki í undanúrslit síðast og auðvitað hækka kröfurnar þegar liðinu gengur vel,“ sagði Bjarki. „Við setjum fáránlega miklar kröfur á okkur sjálfa. Ef þú lítur á hópinn í dag sérðu hvar menn eru að spila og hvernig þeir eru að spila. Við erum með frábært lið. Við ætlum okkur langt, það er bara þannig.“ Eftir tímabilið gengur Bjarki í raðir Veszprém en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. „Þetta er risafélag en þetta er það sem ég ætlaði mér. Þar eru kröfurnar miklar og ég vildi komast í þannig umhverfi. Ég vildi spila í Meistaradeildinni og berjast um titla. Mér finnst ég vera búinn með þennan pakka sem ég er í hjá Lemgo, í bili allavega, og er mjög spenntur fyrir þeirri áskorun,“ sagði hornamaðurinn að lokum. Allt viðtalið við Bjarka má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir „Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
„Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00