Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. mars 2022 12:31 Svona mun Airbus-flugvél flugfélagsins líta út. Niceair Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. Greint var frá stofnun félagsins í síðasta mánuði en flugfélagið hefur verið nokkur ár í burðarliðnum. Tilkynnt var þá að flogið yrði frá Akureyrarflugvelli til Bretlands, Danmerkur og Spánar. Stanstead, Kastrup og Tenerife South Nú liggur fyrir að flogið verður til Kaupmannahafnar, London og Tenerife en samkvæmt flugáætlun félagsins, sem gildir til 30. september, er Kaupmannahafnarflugið á dagskrá á fimmtudögum og sunnudögum en flogið er á Kastrup-flugvöll. Flogið verður á Stanstead-flugvöll í London á föstudögum og mánudögum og miðvikudagar eru eyrnamerktir Tenerife South-flugvellinum á Spáni. Verð á flugmiðum til London er frá 17.500 krónum, til Kaupmannahafnar frá 18.990 krónum og til Tenerife frá 39.500 krónum. Sterkar vísbendingar að berast Lengi hefur verið stefnt að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið þegar kemur að millilandaflugi og segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri félagsins að viðtökurnar hafi verið góðar frá því að bókunarsíðan var opnuð. „Þær hafa bara verið framar vonum og það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með hvað landinn er viljugur að ferðast,“ segir Þorvaldur Lúðvík í samtali við fréttastofu. Líkt og fjallað var um á Vísi þegar tilkynnt var um stofnun flugfélagsins var það stofnað á grundvelli markaðsrannsókna sem sýndu að markaðurinn fyrir millilandaflug frá Akureyri væri nokkuð sterkur, bæði með tilliti til heimamanna sem og erlendra ferðamanna á leið til landsins. Ferðaþjónustan á Norðurlandi gerir enda ráð fyrir því að tilkoma flugfélagsins muni fjölga erlendum ferðamönnum töluvert á svæðinu. Þorvaldur Lúðvík segir ýmsar vísbendingar uppi um að þetta muni raungerast. „Við höfum fregnir af því að útlendingar séu að breyta bókunum sínum á hótelum og gistiheimilum hérna í bænum til að aðlaga komu sína og brottför að flugáætlun Niceair. Það gefur sterkar vísbendingar um að okkar tilfinning sé á einhverjum rökum reist,“ segir hann. Félagið hefur tryggt sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum og áætlað er að jómfrúarflugið verði flogið þann 2. júní næstkomandi, til Kaupmannahafnar. Niceair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Akureyrarflugvöllur Akureyri Tengdar fréttir „Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11 Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37 Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. 17. febrúar 2022 08:54 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Greint var frá stofnun félagsins í síðasta mánuði en flugfélagið hefur verið nokkur ár í burðarliðnum. Tilkynnt var þá að flogið yrði frá Akureyrarflugvelli til Bretlands, Danmerkur og Spánar. Stanstead, Kastrup og Tenerife South Nú liggur fyrir að flogið verður til Kaupmannahafnar, London og Tenerife en samkvæmt flugáætlun félagsins, sem gildir til 30. september, er Kaupmannahafnarflugið á dagskrá á fimmtudögum og sunnudögum en flogið er á Kastrup-flugvöll. Flogið verður á Stanstead-flugvöll í London á föstudögum og mánudögum og miðvikudagar eru eyrnamerktir Tenerife South-flugvellinum á Spáni. Verð á flugmiðum til London er frá 17.500 krónum, til Kaupmannahafnar frá 18.990 krónum og til Tenerife frá 39.500 krónum. Sterkar vísbendingar að berast Lengi hefur verið stefnt að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið þegar kemur að millilandaflugi og segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri félagsins að viðtökurnar hafi verið góðar frá því að bókunarsíðan var opnuð. „Þær hafa bara verið framar vonum og það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með hvað landinn er viljugur að ferðast,“ segir Þorvaldur Lúðvík í samtali við fréttastofu. Líkt og fjallað var um á Vísi þegar tilkynnt var um stofnun flugfélagsins var það stofnað á grundvelli markaðsrannsókna sem sýndu að markaðurinn fyrir millilandaflug frá Akureyri væri nokkuð sterkur, bæði með tilliti til heimamanna sem og erlendra ferðamanna á leið til landsins. Ferðaþjónustan á Norðurlandi gerir enda ráð fyrir því að tilkoma flugfélagsins muni fjölga erlendum ferðamönnum töluvert á svæðinu. Þorvaldur Lúðvík segir ýmsar vísbendingar uppi um að þetta muni raungerast. „Við höfum fregnir af því að útlendingar séu að breyta bókunum sínum á hótelum og gistiheimilum hérna í bænum til að aðlaga komu sína og brottför að flugáætlun Niceair. Það gefur sterkar vísbendingar um að okkar tilfinning sé á einhverjum rökum reist,“ segir hann. Félagið hefur tryggt sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum og áætlað er að jómfrúarflugið verði flogið þann 2. júní næstkomandi, til Kaupmannahafnar.
Niceair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Akureyrarflugvöllur Akureyri Tengdar fréttir „Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11 Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37 Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. 17. febrúar 2022 08:54 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11
Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37
Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. 17. febrúar 2022 08:54