Gestirnir í Mönchengladbach höfðu 2-0 forystu eftir mörk frá Alassane Plea og Breel Embolo, en þegar rétt tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka var bjór kastað úr stúkunni sem hafnaði í aðstoðardómara leiksins, Christian Gittelmannn.
Bochum baðst afsökunar á atvikinu á Twitter-síðu sinni og kallaði þetta „heimskulegan gjörning frá fíflalegum aðdáanda.“
The match will not be restarted, #BOCBMG has been abandoned. We can only formally apologise to linesman Christian Gittelmannn. A highly embarrassing and bitter evening for us. An extremely stupid action from an idiotic fan.
— VfL Bochum 1848 (@VfLBochum1848EN) March 18, 2022
0-2 #BOCBMG #meinVfL
Leikmenn Bochum voru heldur ekki ánægðir með stuðningsmenn sína. Leikmenn létu stuðningsmenn heyra það eftir að Gittelmannn var staðinn á fætur á ný, enda var þetta fyrsti heimaleikur félagsins þar sem máttu vera fleiri en 20 þúsund áhorfendur á vellinum eftir að slakað var á sóttvarnarreglum í Þýskalandi.