Dusty stríddi stórliðinu í upphafslotunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. mars 2022 16:45 Nýkrýndir Ljósleiðaradeildarmeistarar Dusty mættu stórliðinu Dignitas í seinni leik sínum í undankeppni BLAST Premier mótsins í CS:GO í dag. Jafnræði var með liðunum í fyrstu lotunum, en Dignitas sigldi fram úr og vann góðan sigur, 16-8. Keppt var í borðinu Overpass. Dusty bannaði Nuke, Vertigo og Ancient, en Dignitas bannaði Dust2, Mirage og Inferno. Eins og áður segir var jafnræði með liðunum í fyrstu lotunum og að 11 lotum loknum var staðan 6-5 fyrir Dignitas. Dignitas tók þá völdin og komst í 9-6 áður en liðið náði afgerandi forystu í stöðunni 14-8 og vann svo að lokum öruggan sigur, 16-8. Dusty hefur því lokið keppni á BLAST Premier, en liðið endar í neðsta sæti riðilsins. Hellslayers tryggðu sér sigur í riðlinum með sigri gegn Ecstatic fyrr í dag, en nú er það komið á hreint að Ecstatic og Dignitas mætast í ákvörðunarleik um annað sæti riðislins núna klukkan 17:00. Annað sæti riðilsins fylgir Hellslayers í undanúrslitin sem fara fram á morgun og úrslitin fara fram klukkan 18:00 annað kvöld. Rafíþróttir Dusty Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn
Keppt var í borðinu Overpass. Dusty bannaði Nuke, Vertigo og Ancient, en Dignitas bannaði Dust2, Mirage og Inferno. Eins og áður segir var jafnræði með liðunum í fyrstu lotunum og að 11 lotum loknum var staðan 6-5 fyrir Dignitas. Dignitas tók þá völdin og komst í 9-6 áður en liðið náði afgerandi forystu í stöðunni 14-8 og vann svo að lokum öruggan sigur, 16-8. Dusty hefur því lokið keppni á BLAST Premier, en liðið endar í neðsta sæti riðilsins. Hellslayers tryggðu sér sigur í riðlinum með sigri gegn Ecstatic fyrr í dag, en nú er það komið á hreint að Ecstatic og Dignitas mætast í ákvörðunarleik um annað sæti riðislins núna klukkan 17:00. Annað sæti riðilsins fylgir Hellslayers í undanúrslitin sem fara fram á morgun og úrslitin fara fram klukkan 18:00 annað kvöld.
Rafíþróttir Dusty Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn