Leikurinn var eins og lokatölurnar gefa til kynna ekki beint spennandi en eftir tíu mínútna leik stungu gestirnir úr Garðabæ af. Staðan 13-18 í hálfleik og jókst svo bara eftir því sem leið á leikinn, lokatölur 26-35.
Elísabet Gunnarsdóttir og Anna Karen Hansdóttir voru báðar með sjö mörk í liði Stjörnunnar og báðar tóku aðeins sjö skot í leiknum. Þar á eftir kom Helena Rut Örvarsdóttir með sex mörk. Í markinu vörðu þær Darija Zecevic og Elín Eyfjörð 16 skot samtals.
Hjá Aftureldingu var Sylvía Björt Blöndal markahæst með átta mörk.
Afturelding er því sem fyrr á botni deildarinnar án stiga á meðan Stjarnan lyftir sér upp í 4. sætið með 18 stig en Haukar og ÍBV eiga bæði leik til góða.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.