Landsliðsþjálfari Norðmanna á móti gervigrasi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2022 13:30 Stale Solbakken var ekkert að fela sínar skoðanir á gervigrasvöllum Norðmanna. EPA-EFE/Ali Zare Hæstráðandi í norska fótboltalandsliðinu og eftirmaður Lars Lagerbäck segir norskan fótbolta hafa tapað milljörðum íslenskra króna á því að spila svona mikið á gervigrasi. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs í fótbolta, er með mjög sterkar skoðanir þegar kemur að því að leika á náttúrulegu grasi eða gervigrasi. Hann er líka alveg til í að láta þær í ljós í viðtölum við norska fjölmiðla eins og kom í ljós í gær. Ståle Solbakken om økningen av kunstgressbaner i norsk toppfotball: "Fotball skal spilles på gress. Det er underlaget hvor alle spillere vil spille (...). Jeg skjønner ikke hvorfor det ikke er en stor prioriteringssak når hele verden spiller på gress." pic.twitter.com/S3IE9C0Wrp— Fotball Norge (@FotballNO) March 21, 2022 Solbakken hefur kallað saman norska landsliðið í þessum landsleikjaglugga og ræddi þar stöðu norska fótboltans við blaðamenn. Solbakken er á því að það sé ástæða fyrir því að Noregur eigi ekki fleiri leikmenn eins og súperframherjann Erling Braut Haaland. Jú hann kennir gervigrasinu um. Solbakken er harður á því að ef að leikir í norsku úrvalsdeildinni hefðu farið fram á grasi en ekki gervigrasi þá hefði Noregur búið til fleiri stjörnuleikmenn eins og Haaland. Ståle Solbakken har selvsagt helt rett.Fotball på kunstgress er et annet spill!!! Hele Europa ler av oss Skulle vært påbudt i alle fall i øverst divisjon.Men unntak i Tromsø og Bodø!!https://t.co/ZGNRteV8my— Jan Aage Fjørtoft (@JanAageFjortoft) March 21, 2022 „Noregur hefur tapað hundruð milljóna norskra króna í peningum frá sölu leikmanna vegna gervigrassins af því að það hefur hindrað okkur í búa til leikmenn. Það er á hreinu,“ sagði Ståle Solbakken í viðtali sem Dagbladet segir meðal annars frá. „Það er allt öðruvísi leikur á gervigrasi en á náttúrulegu grasi. Ég tel að leiðtogar félaganna hafi sofnað á verðinum. Þjálfara í Noregi hafa sofnað á verðinum. Blaðamenn hafa sofnað á verðinum. Fótbolti á að vera spilaður á grasi,“ sagði Solbakken. „Þú verður að gera eins og þeir gera hjá Lillestrøm. Að vera með langtímamarkmið í gangi. Ég skil vel að þetta snýst um fjármál. Það sem ég skil ekki af hverju þetta er ekki í forgangi. Allur heimurinn spilar á grasi. Þar er keppt. Gras er því mikilvægt til að þjálfa upp annars konar leikmenn eins og miðjumenn og framherja. Við getum ekki aðeins átt skapandi miðjumenn sem eru góðir með boltann,“ sagði Solbakken. Blaðamaður norska dagblaðsins stóðst þó ekki freistinguna og sagði að eftir viðtalið þá hafi Solbakken farið með norska landsliðið á æfingu, á gervigrasi. Fotball skal spilles på naturgress og ikke kunstgress, mener landslagstrener Ståle Solbakken. @RBKfotball @LillestromSK @FKHaugesund @sfjfotball @FKJerv @kjernencom @kanarifansen https://t.co/dVSzd1biQP— Dagbladet Sport (@db_sport) March 21, 2022 Norski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs í fótbolta, er með mjög sterkar skoðanir þegar kemur að því að leika á náttúrulegu grasi eða gervigrasi. Hann er líka alveg til í að láta þær í ljós í viðtölum við norska fjölmiðla eins og kom í ljós í gær. Ståle Solbakken om økningen av kunstgressbaner i norsk toppfotball: "Fotball skal spilles på gress. Det er underlaget hvor alle spillere vil spille (...). Jeg skjønner ikke hvorfor det ikke er en stor prioriteringssak når hele verden spiller på gress." pic.twitter.com/S3IE9C0Wrp— Fotball Norge (@FotballNO) March 21, 2022 Solbakken hefur kallað saman norska landsliðið í þessum landsleikjaglugga og ræddi þar stöðu norska fótboltans við blaðamenn. Solbakken er á því að það sé ástæða fyrir því að Noregur eigi ekki fleiri leikmenn eins og súperframherjann Erling Braut Haaland. Jú hann kennir gervigrasinu um. Solbakken er harður á því að ef að leikir í norsku úrvalsdeildinni hefðu farið fram á grasi en ekki gervigrasi þá hefði Noregur búið til fleiri stjörnuleikmenn eins og Haaland. Ståle Solbakken har selvsagt helt rett.Fotball på kunstgress er et annet spill!!! Hele Europa ler av oss Skulle vært påbudt i alle fall i øverst divisjon.Men unntak i Tromsø og Bodø!!https://t.co/ZGNRteV8my— Jan Aage Fjørtoft (@JanAageFjortoft) March 21, 2022 „Noregur hefur tapað hundruð milljóna norskra króna í peningum frá sölu leikmanna vegna gervigrassins af því að það hefur hindrað okkur í búa til leikmenn. Það er á hreinu,“ sagði Ståle Solbakken í viðtali sem Dagbladet segir meðal annars frá. „Það er allt öðruvísi leikur á gervigrasi en á náttúrulegu grasi. Ég tel að leiðtogar félaganna hafi sofnað á verðinum. Þjálfara í Noregi hafa sofnað á verðinum. Blaðamenn hafa sofnað á verðinum. Fótbolti á að vera spilaður á grasi,“ sagði Solbakken. „Þú verður að gera eins og þeir gera hjá Lillestrøm. Að vera með langtímamarkmið í gangi. Ég skil vel að þetta snýst um fjármál. Það sem ég skil ekki af hverju þetta er ekki í forgangi. Allur heimurinn spilar á grasi. Þar er keppt. Gras er því mikilvægt til að þjálfa upp annars konar leikmenn eins og miðjumenn og framherja. Við getum ekki aðeins átt skapandi miðjumenn sem eru góðir með boltann,“ sagði Solbakken. Blaðamaður norska dagblaðsins stóðst þó ekki freistinguna og sagði að eftir viðtalið þá hafi Solbakken farið með norska landsliðið á æfingu, á gervigrasi. Fotball skal spilles på naturgress og ikke kunstgress, mener landslagstrener Ståle Solbakken. @RBKfotball @LillestromSK @FKHaugesund @sfjfotball @FKJerv @kjernencom @kanarifansen https://t.co/dVSzd1biQP— Dagbladet Sport (@db_sport) March 21, 2022
Norski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn