Veruleg umfram eftirspurn í útboðinu á hlutum ríkissjóðs Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2022 09:48 Með kaupunum fer hlutur ríkisins í Íslandsbanka úr 65 prósentum í 42,5 prósent af útistandandi hlutum í Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt um sölu á 22,5% af útistandandi hlutafé Íslandsbanka sem jafngildir 450 milljón hlutum í bankanum. Söluverð var 117 krónur á hlut og nam söluvirði hlutarins því 52,65 milljörðum króna. Markaðsgengi hlutabréfa í Íslandsbanka var 122 krónur á hlut við lokun markaða í gær. Bankasýslan hóf í gær söluferli á minnst tuttugu prósent af hlut ríkisins í bankanum. „Veruleg umfram eftirspurn var í útboðinu og bæði innlendir og erlendir hæfir fjárfestar sýndu útboðinu mikinn áhuga,“ segir í tilkynningu frá Bankasýslu ríkisins. Uppgjör viðskiptanna fara fram 28. mars næstkomandi. Um var að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, gátu tekið þátt í. Hyggjast halda áfram sölu Íslandsbanka Með viðskiptunum fer hlutur ríkissjóðs í bankanum úr 65,0 í 42,5 prósent. Ríkið er þar með orðinn minnihlutaeigandi en Bankasýsla ríkisins fer áfram með eignarhlut ríkissjóðs. Þann 18. mars heimilaði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra Bankasýslu ríkisins að selja hluti ríkissjóðs í nokkrum skrefum. Bankasýslan hefur skuldbundið sig til að selja ekki frekari hlut í bankanum í 90 daga eftir að viðskiptin ganga í gegn, nema með samþykki umsjónaraðila útboðsins, eða í tengslum við hvers konar endurkaup Íslandsbanka á eigin hlutum á framangreindu tímabili. Ríkið seldi 35% hlut fyrir 55,3 milljarða í frumútboðinu á síðasta ári þegar fyrsta skrefið var tekið í sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Í kjölfarið voru hlutarnir teknir til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallar Íslands þann 22. júní. Ríkisstjórnin hyggst selja eignarhlut ríkissjóðs í bankanum að fullu á næstu tveimur árum. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hlutur ríkisins í Íslandsbanka fer niður fyrir fimmtíu prósent Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent. 22. mars 2022 18:07 Ríkið selur í Íslandsbanka fyrir tæplega 53 milljarða króna Umsjónaraðilar söluferlis Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem hófst upp úr klukkan fjögur í dag, hafa lagt til 117 króna leiðbeinandi lokaverð fyrir útboðið og að stærð útboðsins verði 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans. Það þýðir að ríkissjóður fær um 52,65 milljarða króna fyrir söluna. 22. mars 2022 22:37 Ríkið felldi tillögu um að jafnræði sé tryggt við endurkaup á Íslandsbankabréfum Stór hópur hluthafa í Íslandsbanka, annarra en Bankasýslunnar sem heldur utan um 65 prósenta hlut ríkissjóðs, lagðist gegn því að stjórn bankans fengi heimild til kaupa á eigin hlutum sem opnar á að félagið geti gert einstökum hluthöfum, eins og til dæmis íslenska ríkinu, tilboð um kaup á bréfum þeirra án þess að aðrir hluthafar hafi möguleika á þátttöku í slíkum endurkaupum. 22. mars 2022 16:00 Hyggja á áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ákveðið að ráðast í framhald sölumeðferðar á hlutum í Íslandsbanka, í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins frá því í janúar á þessu ári. 18. mars 2022 17:29 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Markaðsgengi hlutabréfa í Íslandsbanka var 122 krónur á hlut við lokun markaða í gær. Bankasýslan hóf í gær söluferli á minnst tuttugu prósent af hlut ríkisins í bankanum. „Veruleg umfram eftirspurn var í útboðinu og bæði innlendir og erlendir hæfir fjárfestar sýndu útboðinu mikinn áhuga,“ segir í tilkynningu frá Bankasýslu ríkisins. Uppgjör viðskiptanna fara fram 28. mars næstkomandi. Um var að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, gátu tekið þátt í. Hyggjast halda áfram sölu Íslandsbanka Með viðskiptunum fer hlutur ríkissjóðs í bankanum úr 65,0 í 42,5 prósent. Ríkið er þar með orðinn minnihlutaeigandi en Bankasýsla ríkisins fer áfram með eignarhlut ríkissjóðs. Þann 18. mars heimilaði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra Bankasýslu ríkisins að selja hluti ríkissjóðs í nokkrum skrefum. Bankasýslan hefur skuldbundið sig til að selja ekki frekari hlut í bankanum í 90 daga eftir að viðskiptin ganga í gegn, nema með samþykki umsjónaraðila útboðsins, eða í tengslum við hvers konar endurkaup Íslandsbanka á eigin hlutum á framangreindu tímabili. Ríkið seldi 35% hlut fyrir 55,3 milljarða í frumútboðinu á síðasta ári þegar fyrsta skrefið var tekið í sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Í kjölfarið voru hlutarnir teknir til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallar Íslands þann 22. júní. Ríkisstjórnin hyggst selja eignarhlut ríkissjóðs í bankanum að fullu á næstu tveimur árum.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hlutur ríkisins í Íslandsbanka fer niður fyrir fimmtíu prósent Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent. 22. mars 2022 18:07 Ríkið selur í Íslandsbanka fyrir tæplega 53 milljarða króna Umsjónaraðilar söluferlis Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem hófst upp úr klukkan fjögur í dag, hafa lagt til 117 króna leiðbeinandi lokaverð fyrir útboðið og að stærð útboðsins verði 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans. Það þýðir að ríkissjóður fær um 52,65 milljarða króna fyrir söluna. 22. mars 2022 22:37 Ríkið felldi tillögu um að jafnræði sé tryggt við endurkaup á Íslandsbankabréfum Stór hópur hluthafa í Íslandsbanka, annarra en Bankasýslunnar sem heldur utan um 65 prósenta hlut ríkissjóðs, lagðist gegn því að stjórn bankans fengi heimild til kaupa á eigin hlutum sem opnar á að félagið geti gert einstökum hluthöfum, eins og til dæmis íslenska ríkinu, tilboð um kaup á bréfum þeirra án þess að aðrir hluthafar hafi möguleika á þátttöku í slíkum endurkaupum. 22. mars 2022 16:00 Hyggja á áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ákveðið að ráðast í framhald sölumeðferðar á hlutum í Íslandsbanka, í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins frá því í janúar á þessu ári. 18. mars 2022 17:29 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Hlutur ríkisins í Íslandsbanka fer niður fyrir fimmtíu prósent Bankasýsla ríkisins hefur tilkynnt að söluferli á minnst tuttugu prósent af hlutríkisins í Íslandsbanka sé hafið. Um er að ræða svokallað tilboðsfyrirkomulag sem hæfir fjárfestar, innlendir sem erlendir, geta tekið þátt í. Viðskiptin verða gerð upp þann 28. mars og fer hlutur ríkisins í bankanum þá undir fimmtíu prósent. 22. mars 2022 18:07
Ríkið selur í Íslandsbanka fyrir tæplega 53 milljarða króna Umsjónaraðilar söluferlis Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem hófst upp úr klukkan fjögur í dag, hafa lagt til 117 króna leiðbeinandi lokaverð fyrir útboðið og að stærð útboðsins verði 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans. Það þýðir að ríkissjóður fær um 52,65 milljarða króna fyrir söluna. 22. mars 2022 22:37
Ríkið felldi tillögu um að jafnræði sé tryggt við endurkaup á Íslandsbankabréfum Stór hópur hluthafa í Íslandsbanka, annarra en Bankasýslunnar sem heldur utan um 65 prósenta hlut ríkissjóðs, lagðist gegn því að stjórn bankans fengi heimild til kaupa á eigin hlutum sem opnar á að félagið geti gert einstökum hluthöfum, eins og til dæmis íslenska ríkinu, tilboð um kaup á bréfum þeirra án þess að aðrir hluthafar hafi möguleika á þátttöku í slíkum endurkaupum. 22. mars 2022 16:00
Hyggja á áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ákveðið að ráðast í framhald sölumeðferðar á hlutum í Íslandsbanka, í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins frá því í janúar á þessu ári. 18. mars 2022 17:29