Rapinoe: Hættulegt fyrir fótboltakarla að koma út úr skápnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2022 10:31 Megan Rapinoe hefur tekið slaginn fyrir svo margt, þar á meðal jöfn réttindi knattspyrnukvenna og réttindi samkynhneigðra í fótboltanum. Getty/Jeff Kravitz Bandaríska knattspyrnukonan Megan Rapinoe skilur vel af hverju svo fáir samkynhneigðir fótboltakarlar hafi þorað út úr skápnum ólíkt því sem er hjá knattspyrnukonunum. Rapinoe ræddi stöðu samkynhneigðra karla sem vilja spila fótbolta á hæsta stigi í þætti landsliðskvennanna Pernille Harder og Magdalenu Eriksson á Sky Sports sem heitir The HangOUT. Þær Pernille og Magdalena eru par, spila saman hjá Chelsea en svo með sitthvoru landsliðinu því Harder er fyrirliði danska landsliðsins og Eriksson er lykilmaður í því sænska. „Allir þeir sem koma að íþróttaheiminum verða að átta sig á því að þau bera ábyrgð á því sem þau segja og þau verða að passa upp á það að búa til umhverfi sem er tekur vel á móti öllum og er opið,“ sagði Megan Rapinoe. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Hún er á því að það sé í raun hættulegt fyrir fótboltakarla að koma út úr skápnum því það muni kalla á miklar afleiðingar fyrir þá og þeirra feril. „Við fáum alltaf spurninguna af hverju eru ekki fleiri samkynhneigðir menn í afreksíþróttum? Það er af því að þeim finnst þeir ekki vera öruggir. Þeir óttast það að fá svívirðingar frá aðdáendum, þeim verði hent út liðinu sínu eða að það verði gert lítið úr þeim,“ sagði Rapinoe. „Það er miklu öruggara fyrir konur að koma út úr skápnum. Þar er mikil samhugur á milli okkar og þeirra sem koma út og það gerir þetta svo miklu auðveldara fyrir alla. Ég vil segja við alla, frá íþróttastjórum til eiganda, frá stuðningsmönnum til leikmanna, að þetta er þeirra ábyrgð líka,“ sagði Rapinoe. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hinsegin Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Rapinoe ræddi stöðu samkynhneigðra karla sem vilja spila fótbolta á hæsta stigi í þætti landsliðskvennanna Pernille Harder og Magdalenu Eriksson á Sky Sports sem heitir The HangOUT. Þær Pernille og Magdalena eru par, spila saman hjá Chelsea en svo með sitthvoru landsliðinu því Harder er fyrirliði danska landsliðsins og Eriksson er lykilmaður í því sænska. „Allir þeir sem koma að íþróttaheiminum verða að átta sig á því að þau bera ábyrgð á því sem þau segja og þau verða að passa upp á það að búa til umhverfi sem er tekur vel á móti öllum og er opið,“ sagði Megan Rapinoe. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Hún er á því að það sé í raun hættulegt fyrir fótboltakarla að koma út úr skápnum því það muni kalla á miklar afleiðingar fyrir þá og þeirra feril. „Við fáum alltaf spurninguna af hverju eru ekki fleiri samkynhneigðir menn í afreksíþróttum? Það er af því að þeim finnst þeir ekki vera öruggir. Þeir óttast það að fá svívirðingar frá aðdáendum, þeim verði hent út liðinu sínu eða að það verði gert lítið úr þeim,“ sagði Rapinoe. „Það er miklu öruggara fyrir konur að koma út úr skápnum. Þar er mikil samhugur á milli okkar og þeirra sem koma út og það gerir þetta svo miklu auðveldara fyrir alla. Ég vil segja við alla, frá íþróttastjórum til eiganda, frá stuðningsmönnum til leikmanna, að þetta er þeirra ábyrgð líka,“ sagði Rapinoe.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hinsegin Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira