Engar áhyggjur af landsliðsþjálfaranum þegar hann er með á æfingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2022 13:00 Arnar Þór Viðarsson sést hér á æfingu liðsins við hlið fyrirliðans Birkis Bjarnasonar. KSÍ Arnar Þór Viðarsson var með á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í vikunni en liðið hefur verið í æfingabúðum á Spáni. Arnar Þór er orðinn 44 ára gamall en spilaði á sínum tíma 52 landsleiki og alls 391 leik í efstu deild í Belgíu. Landsliðsmaðurinn Aron Elís Þrándarson var meðal annars spurður út í þátttöku landsliðsþjálfarans á blaðamannafundi í gær en jafnframt hvernig Aroni lítist á verkefni þessa landsliðsglugga á móti EM-liði Finna og stórliði Spánverja? „Þetta verður mjög spennandi og flottir leikir að fá. Við fáum tækifæri til æfa okkur og þróa liðið. Við höfum núna viku til þess að æfa vel og undirbúa okkur sem er flott,“ sagði Aron Elís. Team coaches @ work #fyririsland pic.twitter.com/UKUlv4SXDK— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 22, 2022 Aron lék sína fyrstu keppnisleiki síðasta haust og er að reyna að stimpla sig inn í hópinn. „Ég var þvílíkt stoltur að hafa verð valinn í keppnisleiki og svo er það bara undir mér komið að grípa tækifærið þegar þar að kemur. Ég er mjög ánægður með það og núna í framhaldinu ætla ég að reyna að festa mig í hópnum,“ sagði Aron Elís. Aron Elís er að spila aftar á vellinum en hann gerði hjá Víkingum á sínum tíma. Hver er besta staðan hjá Aroni? „Ég myndi segja að ég gæti leyst bæði sexuna og áttuna. Ég hef verið að spila meira í sexu hlutverki síðasta árið og gengið vel. Ég tel mig líka geta leyst áttuna. Ég spila bara þar ég verð látinn spila,“ sagði Aron Elís. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sýndi vissulega flott tilþrif á æfingu íslensku strákanna í vikunni. Þora menn eitthvað að tækla þjálfarinn á æfingum? „Ég missti af fyrstu æfingunni á mánudeginum og frétti þá að hann hefði verið í framherjanum að raða inn mörkunum. Hann þekkir þetta og er búinn að spila fótbolta á góðu getustigi. Ég hef engar áhyggjur af honum þegar hann er með okkur,“ sagði Aron Elís. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
Arnar Þór er orðinn 44 ára gamall en spilaði á sínum tíma 52 landsleiki og alls 391 leik í efstu deild í Belgíu. Landsliðsmaðurinn Aron Elís Þrándarson var meðal annars spurður út í þátttöku landsliðsþjálfarans á blaðamannafundi í gær en jafnframt hvernig Aroni lítist á verkefni þessa landsliðsglugga á móti EM-liði Finna og stórliði Spánverja? „Þetta verður mjög spennandi og flottir leikir að fá. Við fáum tækifæri til æfa okkur og þróa liðið. Við höfum núna viku til þess að æfa vel og undirbúa okkur sem er flott,“ sagði Aron Elís. Team coaches @ work #fyririsland pic.twitter.com/UKUlv4SXDK— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 22, 2022 Aron lék sína fyrstu keppnisleiki síðasta haust og er að reyna að stimpla sig inn í hópinn. „Ég var þvílíkt stoltur að hafa verð valinn í keppnisleiki og svo er það bara undir mér komið að grípa tækifærið þegar þar að kemur. Ég er mjög ánægður með það og núna í framhaldinu ætla ég að reyna að festa mig í hópnum,“ sagði Aron Elís. Aron Elís er að spila aftar á vellinum en hann gerði hjá Víkingum á sínum tíma. Hver er besta staðan hjá Aroni? „Ég myndi segja að ég gæti leyst bæði sexuna og áttuna. Ég hef verið að spila meira í sexu hlutverki síðasta árið og gengið vel. Ég tel mig líka geta leyst áttuna. Ég spila bara þar ég verð látinn spila,“ sagði Aron Elís. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sýndi vissulega flott tilþrif á æfingu íslensku strákanna í vikunni. Þora menn eitthvað að tækla þjálfarinn á æfingum? „Ég missti af fyrstu æfingunni á mánudeginum og frétti þá að hann hefði verið í framherjanum að raða inn mörkunum. Hann þekkir þetta og er búinn að spila fótbolta á góðu getustigi. Ég hef engar áhyggjur af honum þegar hann er með okkur,“ sagði Aron Elís. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira