Reynsluheimur kvenna og kynlíf yfirfærð á strigann Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. mars 2022 07:01 Myndlistarkonan Aldís Gló Gunnarsdóttir opnar sýninguna TABÚ í Gróskusalnum á morgun en sýningin er bönnuð innan sextán ára. Aðsend Listakonan Aldís Gló Gunnarsdóttir opnar þriðju einkasýningu sína í dag í Gróskusalnum á Garðatorgi 1. Sýningin ber nafnið TABÚ og er bönnuð innan sextán ára. Eins og titill sýningarinnar gefur til kynna skoðar Aldís viðfangsefni sem hafa jafnvel verið tabú í samfélagslegri umræðu og yfirfærir meðal annars reynsluheim kynlífs frá kvenmanns sjónarhorni á strigann. Blaðamaður tók púlsinn á Aldísi og fékk að heyra nánar frá listsköpun hennar. Form frá veruleika kvenna „Ég sæki gjarnan innblástur í allt í kringum mig,“ segir Aldís. „Í form, liti, ljós og skugga en stundum leitast ég við að mála lífið eins og það birtist hvort sem það er með andlitsmyndum eða líkamstjáningu. Í núverandi sýningu sæki ég form í veruleika kvenna. Þar sem konan er sterk og nýtur sín í þeim aðstæðum sem hún er í. Heimurinn er hennar, aðstæður eru hennar og valið er hennar. Konan er sterk, sjálfstæð og ríkjandi.“ View this post on Instagram A post shared by Aldís Gló Gunnarsdóttir (@aldisart12) Faldi verkin í fyrstu Aldís byrjaði að undirbúa sýninguna síðastliðið haust svo hún hefur verið í um átta mánuði í vinnslu. Kveikjan að sýningunni var að Aldís vildi fara út fyrir boxið. „Ég upplifði mig svolítið staðnaða og fann að ég málaði mikið það sem var safe. Ég var búin að vera lengi í portrett myndum sem þarfnast mikillar nákvæmni og var orðin ögn leið á því. Bakgrunnurinn minn úr listaskóla er mikil módelteikning þar sem líkaminn er teiknaður frá ólíkum sjónarhornum með ólíkum hætti og ég hafði einhvern veginn aldrei almennilega nýtt mér þá kunnáttu að neinu ráði. Það var svo einn góðan veðurdag þar sem ég var að ræða þetta við manninn minn að hann hvatti mig til að fara út fyrir þægindarammann og mála það sem mig langaði en ekki endilega það sem passaði við sófann og þar með kviknaði þessi hugmynd, að mála líkama og tvinna kynlíf og þá reynsluheim kvenna inn í þemað.“ View this post on Instagram A post shared by Aldís Gló Gunnarsdóttir (@aldisart12) Í upphafi þótti Aldísi erfiðara að sýna gestum þessi verk en það vandist þó fljótt. „Ég verð þó að játa að ég var ögn feimin við þetta til að byrja með og passaði að þeir sem komu í heimsókn sæju ekki verkin en svo vandist þemað og á endanum var ég farin að gleyma að fela verkin fyrir þeim sem ég hefði kannski átt að fela þau fyrir,“ segir Aldís og hlær. „Í sögulegu samhengi eru ekki margar konur sem hafa farið alla leið þangað sem ég er að fara en þó finnast einhverjar sem eru þá tiltölulega óþekktar. Hins vegar hafa konur auðvitað verið málaðar frá öllum sjónarhornum frá örófi alda. Ég upplifði líka pínulítið sjálf eigin fordóma þegar ég byrjaði að mála sem spratt af þeirri gamaldags hugsun að svona eigi konur ekki að haga sér. Að konur eigi ekki að leyfa sér að sýna þessar hliðar á annars eðlilegu mannlegu eðli. Þegar efinn læddist að mér þá voru þeir sem eru næstir mér fljótir að blása á hann og hvetja mig áfram.“ View this post on Instagram A post shared by Aldís Gló Gunnarsdóttir (@aldisart12) Hvetur konur til að beygja ríkjandi norm Aldís segist upplifa viðhorfsbreytingu í samfélaginu og þá sérstaklega út frá kraftmiklum konum sem taka pláss. „Mér finnst umræðan hafa breyst svolítið og finnst mér það sjást einna best á ungu konunum sem eru að búa sér til pláss í menningunni. Nærtækast er að nefna Reykjavíkurdætur sem hafa samið texta sem ekki hefðu þótt sæma þegar ég sjálf var á þeirra aldri, hvað þá foreldrar mínir. Ég upplifi líka að finnast nauðsynlegt að við tökum allar þátt í að breyta ríkjandi viðhorfum og látum það ekki bara í hendurnar á einhverjum öðrum heldur leggjum eitthvað að mörkum sjálfar. Með þeim orðum hvet ég aðrar konur til að beygja ríkjandi norm, hvernig svo sem það birtist hverri og einni,“ segir Aldís. View this post on Instagram A post shared by Aldís Gló Gunnarsdóttir (@aldisart12) Sýningin opnar sem áður segir í dag, 26. mars, frá klukkan 14:00-17:00 og er opin til 10. apríl. Myndlist Kynlíf Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Form frá veruleika kvenna „Ég sæki gjarnan innblástur í allt í kringum mig,“ segir Aldís. „Í form, liti, ljós og skugga en stundum leitast ég við að mála lífið eins og það birtist hvort sem það er með andlitsmyndum eða líkamstjáningu. Í núverandi sýningu sæki ég form í veruleika kvenna. Þar sem konan er sterk og nýtur sín í þeim aðstæðum sem hún er í. Heimurinn er hennar, aðstæður eru hennar og valið er hennar. Konan er sterk, sjálfstæð og ríkjandi.“ View this post on Instagram A post shared by Aldís Gló Gunnarsdóttir (@aldisart12) Faldi verkin í fyrstu Aldís byrjaði að undirbúa sýninguna síðastliðið haust svo hún hefur verið í um átta mánuði í vinnslu. Kveikjan að sýningunni var að Aldís vildi fara út fyrir boxið. „Ég upplifði mig svolítið staðnaða og fann að ég málaði mikið það sem var safe. Ég var búin að vera lengi í portrett myndum sem þarfnast mikillar nákvæmni og var orðin ögn leið á því. Bakgrunnurinn minn úr listaskóla er mikil módelteikning þar sem líkaminn er teiknaður frá ólíkum sjónarhornum með ólíkum hætti og ég hafði einhvern veginn aldrei almennilega nýtt mér þá kunnáttu að neinu ráði. Það var svo einn góðan veðurdag þar sem ég var að ræða þetta við manninn minn að hann hvatti mig til að fara út fyrir þægindarammann og mála það sem mig langaði en ekki endilega það sem passaði við sófann og þar með kviknaði þessi hugmynd, að mála líkama og tvinna kynlíf og þá reynsluheim kvenna inn í þemað.“ View this post on Instagram A post shared by Aldís Gló Gunnarsdóttir (@aldisart12) Í upphafi þótti Aldísi erfiðara að sýna gestum þessi verk en það vandist þó fljótt. „Ég verð þó að játa að ég var ögn feimin við þetta til að byrja með og passaði að þeir sem komu í heimsókn sæju ekki verkin en svo vandist þemað og á endanum var ég farin að gleyma að fela verkin fyrir þeim sem ég hefði kannski átt að fela þau fyrir,“ segir Aldís og hlær. „Í sögulegu samhengi eru ekki margar konur sem hafa farið alla leið þangað sem ég er að fara en þó finnast einhverjar sem eru þá tiltölulega óþekktar. Hins vegar hafa konur auðvitað verið málaðar frá öllum sjónarhornum frá örófi alda. Ég upplifði líka pínulítið sjálf eigin fordóma þegar ég byrjaði að mála sem spratt af þeirri gamaldags hugsun að svona eigi konur ekki að haga sér. Að konur eigi ekki að leyfa sér að sýna þessar hliðar á annars eðlilegu mannlegu eðli. Þegar efinn læddist að mér þá voru þeir sem eru næstir mér fljótir að blása á hann og hvetja mig áfram.“ View this post on Instagram A post shared by Aldís Gló Gunnarsdóttir (@aldisart12) Hvetur konur til að beygja ríkjandi norm Aldís segist upplifa viðhorfsbreytingu í samfélaginu og þá sérstaklega út frá kraftmiklum konum sem taka pláss. „Mér finnst umræðan hafa breyst svolítið og finnst mér það sjást einna best á ungu konunum sem eru að búa sér til pláss í menningunni. Nærtækast er að nefna Reykjavíkurdætur sem hafa samið texta sem ekki hefðu þótt sæma þegar ég sjálf var á þeirra aldri, hvað þá foreldrar mínir. Ég upplifi líka að finnast nauðsynlegt að við tökum allar þátt í að breyta ríkjandi viðhorfum og látum það ekki bara í hendurnar á einhverjum öðrum heldur leggjum eitthvað að mörkum sjálfar. Með þeim orðum hvet ég aðrar konur til að beygja ríkjandi norm, hvernig svo sem það birtist hverri og einni,“ segir Aldís. View this post on Instagram A post shared by Aldís Gló Gunnarsdóttir (@aldisart12) Sýningin opnar sem áður segir í dag, 26. mars, frá klukkan 14:00-17:00 og er opin til 10. apríl.
Myndlist Kynlíf Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira