Útgáfurisi gefur út íslenska kórtónlist Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 15:46 Kórinn skipa 24 konur á aldrinum 18 til 32 ára. Graduale Nobili Útgáfurisinn Universal gaf nýverið út plötuna Vökuró í samstarfi við dömukórinn Graduale Nobili. Kórinn var stofnaður um aldamótin og skipar 24 konur á aldrinum 18-32 ára. Platan er gefin út undir formerkjum Decca sem er plötuútgáfa Universal. Þorvaldur Örn Davíðsson kórstjóri segir að gríðarlega mikil útrás fyrir íslenska kórtónlist felist í útgáfunni. „Universal hafði samband við mig eftir að kórinn gaf út tónlistarmyndbönd sem tekin voru upp í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð. Myndböndin höfðu vakið mikla athygli innan fyrirtækisins og voru þau mjög spennt að vinna með okkur,“ segir Þorvaldur Örn Davíðsson kórstjóri í tilkynningu. Þorvaldur Örn Davíðsson kórstjóri.Graduale Nobili „Graduale Nobili var stofnaður um aldamótin af Jóni Stefánssyni organista í Langholtskirkju og hefur skipað sér sess meðal færustu kóra Íslands. Frægðarsól kórsins hefur risið hratt að undanförnu og hefur kórinn meðal annars sungið á tónleikaferðalagi með Björk Guðmundsdóttir,“ segir enn fremur. Kórinn mun flytja plötuna í heild sinni á útgáfutónleikum í Langholtskirkju þann 1. maí næstkomandi en hægt er að hlusta á plötuna hér. Tónlist Kórar Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Platan er gefin út undir formerkjum Decca sem er plötuútgáfa Universal. Þorvaldur Örn Davíðsson kórstjóri segir að gríðarlega mikil útrás fyrir íslenska kórtónlist felist í útgáfunni. „Universal hafði samband við mig eftir að kórinn gaf út tónlistarmyndbönd sem tekin voru upp í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð. Myndböndin höfðu vakið mikla athygli innan fyrirtækisins og voru þau mjög spennt að vinna með okkur,“ segir Þorvaldur Örn Davíðsson kórstjóri í tilkynningu. Þorvaldur Örn Davíðsson kórstjóri.Graduale Nobili „Graduale Nobili var stofnaður um aldamótin af Jóni Stefánssyni organista í Langholtskirkju og hefur skipað sér sess meðal færustu kóra Íslands. Frægðarsól kórsins hefur risið hratt að undanförnu og hefur kórinn meðal annars sungið á tónleikaferðalagi með Björk Guðmundsdóttir,“ segir enn fremur. Kórinn mun flytja plötuna í heild sinni á útgáfutónleikum í Langholtskirkju þann 1. maí næstkomandi en hægt er að hlusta á plötuna hér.
Tónlist Kórar Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira