Magnaðar ljósmyndir á gömlu almenningssalerni Vésteinn Örn Pétursson og Snorri Másson skrifa 27. mars 2022 18:05 Iryna Kamieniewa er sýningarstjóri sýningarinnar. Vísir/Egill Í Núllinu í miðbæ Reykjavíkur var áður almenningssalerni, en nú er starfrækt þar listastúdíó. Þessi dægrin má þar finna ljósmyndasýningu sem hverfist um Úkraínu, sögu landsins og stríðið sem geisað hefur þar síðasta rúma mánuðinn. Sýningin ber heitið Ukraine: Yestarday, Today, Tomorrow, eða Úkraína: Í dag, í gær, á morgun. Sýningarstjórinn, hin úkraínska Iryna Kamieniewa, ræddi sýninguna stuttlega við fréttastofu. „Hér sýnum við verk fjögurra ungra úkraínskra ljósmyndara. Ég er frá Úkraínu líka, þess vegna ákvað ég að setja upp þessa sýningu. Til þess að hjálpa landinu mínu.“ Sýningunni er í raun skipt í þrjá hluta. Sá fyrsti sýnir „gærdag“ Úkraínu, eða tímann fyrir stríð. Myndir þess hluta sýna líf fólks á friðartímum og vinnu þeirra við landbúnað, en Úkraína er mikið landbúnaðarland. Annar hluti sýningarinnar hefur síðan að geyma myndir af almennum borgurum að vígbúast, áður en innrás Rússa hófst, en mörgum var orðið ljóst fyrir innrásina að eitthvað væri í vændum, enda höfðu Rússar verið með mikla hernaðarviðveru við landamæri Úkraínu. Síðasti hlutinn sýnir síðan aðstæður ungrar konu sem felur sig í loftvarnabyrgi, frá sprengju- og stórskotaliðsárásum Rússa, sem og aðstæður í úkraínskum bæjum og borgum í dag, sem margar hafa mátt sæta linnulausum árásum Rússahers með tilheyrandi eyðileggingu. Sjón er sögu ríkari, en innlit fréttastofu á sýninguna má sjá í spilaranum hér að ofan. Úkraína Ljósmyndun Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sýningin ber heitið Ukraine: Yestarday, Today, Tomorrow, eða Úkraína: Í dag, í gær, á morgun. Sýningarstjórinn, hin úkraínska Iryna Kamieniewa, ræddi sýninguna stuttlega við fréttastofu. „Hér sýnum við verk fjögurra ungra úkraínskra ljósmyndara. Ég er frá Úkraínu líka, þess vegna ákvað ég að setja upp þessa sýningu. Til þess að hjálpa landinu mínu.“ Sýningunni er í raun skipt í þrjá hluta. Sá fyrsti sýnir „gærdag“ Úkraínu, eða tímann fyrir stríð. Myndir þess hluta sýna líf fólks á friðartímum og vinnu þeirra við landbúnað, en Úkraína er mikið landbúnaðarland. Annar hluti sýningarinnar hefur síðan að geyma myndir af almennum borgurum að vígbúast, áður en innrás Rússa hófst, en mörgum var orðið ljóst fyrir innrásina að eitthvað væri í vændum, enda höfðu Rússar verið með mikla hernaðarviðveru við landamæri Úkraínu. Síðasti hlutinn sýnir síðan aðstæður ungrar konu sem felur sig í loftvarnabyrgi, frá sprengju- og stórskotaliðsárásum Rússa, sem og aðstæður í úkraínskum bæjum og borgum í dag, sem margar hafa mátt sæta linnulausum árásum Rússahers með tilheyrandi eyðileggingu. Sjón er sögu ríkari, en innlit fréttastofu á sýninguna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Úkraína Ljósmyndun Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira