Aðeins fjórir eldri leikmenn en Birkir hafa skorað fyrir íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2022 12:00 Birkir Bjarnason setur nú nýtt landsleikjamet í hverjum leik. Vísir/Hulda Margrét Birkir Bjarnason tryggði íslenska karlalandsliðinu jafntefli á móti Finnlandi um helgina með sínu fimmtánda landsliðsmarki. Birkir varð um leið fimmti elsti leikmaðurinn sem nær að skora mark fyrir A-landslið karla í fótbolta. Birkir stakk sér upp fyrir menn á listanum eins og þá Tryggva Guðmundsson, Atla Eðvaldsson, Teit Þórðarson, Heiðar Helguson og Eyjólf Sverrisson. Birkir var að skora sitt fyrsta landsliðsmark í tæpt ár eða síðan að hann skoraði í 4-1 sigri á Liechtenstein í mars 2021. Birkir var 33 ára, 9 mánaða og 27 daga í leiknum á móti Finnum í Murcia á laugardaginn. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Nú er svo komið að aðeins fjórir eldri leikmenn hafa skorað fyrir íslenska landsliðið. Það eru þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Már Sævarsson, Arnór Guðjohnsen og Kári Árnason. Birkir Már komst upp á milli feðganna með síðasta landsliðsmarki sínu í umræddum leik á móti Liechtenstein í mars 2021. Eiður Smári Guðjohnsen er bæði sá elsti sem hefur skorað í landsleik og í keppnisleik. Eiður Smári var 37 ára, 8 mánaða og 22 daga þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark. Eiður Smári bætti met föður síns Arnórs á báðum listum þegar hann skoraði mark á móti Kasakstan árið 2015 og bætti síðan metið sitt fyrir elsta markaskorara í öllum landsleikjum þegar hann skoraði síðasta landsliðsmark sitt á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum í júní 2016. Arnór Guðjohnsen hafði þá átt metið í langan tíma en hann var 36 ára, 2 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark í sigri á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í undankeppni HM. Leikurinn fór fram í október 1997 og var líka síðasti landsleikur Arnórs. Metið var á undan Arnóri í eigu Atla Eðvaldssonar sem var 33 ára, 6 mánaða og 2 daga þegar hann skoraði síðasta landsliðsmark sitt með hælspyrnu í leik á móti Frökkum á Laugardalsvellinum í undankeppni EM. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Atli tók þá metið af Teiti Þórðarsyni sem skoraði sitt síðasta landsliðsmark á móti Spáni í undankeppni HM í júní 1985. Teitur var þá 33 ára, 4 mánaða og 29 daga. Kári Árnason komst upp í fjórða sætið þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark í október 2018 en hann náði ekki að skora í síðustu tuttugu landsleikjum sínum. Það var hins vegar dæmt mark af honum í síðasta landsleiknum á móti Norður Makedóníu í september í fyrra en hefði það mark fengið að standa þá hefði Kári verið sá elsti til að skora fyrir íslenska landsliðið í leik. Það er reyndar langt í það að Birkir geti hækkað sig á listanum enda var Kári, sem er í fjórða sætinu í dag, meira en tveimur árum eldri en Birkir er í dag þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark. Birkir Bjarnason á ferðinni í leik með íslenska landsliðinu.Getty/Alex Nicodim Elstu markaskorarar íslenska karlandsliðsins í sögunnu: 1. Eiður Smári Guðjohnsen, 2016 - 37 ára, 8 mánaða og 22 daga 2. Birkir Már Sævarsson, 2021 - 36 ára, 4 mánaða og 20 daga 3. Arnór Guðjohnsen, 1997 - 36 ára, 2 mánaða og 11 daga 4. Kári Árnason, 2018 - 35 ára, 11 mánaða og 28 daga 5. Birkir Bjarnason, 2022 - 33 ára, 9 mánaða og 27 daga 6. Tryggvi Guðmundsson, 2008 - 33 ára, 7 mánaða og 15 daga 7. Atli Eðvaldsson, 1990 - 33 ára, 6 mánaða og 2 daga 8. Teitur Þórðarson, 1985 - 33 ára, 4 mánaða og 29 daga 9. Heiðar Helguson, 2010 - 33 ára, 1 mánaða og 20 daga 10. Eyjólfur Sversson, 2001 - 33 ára og 29 daga Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Sjá meira
Birkir varð um leið fimmti elsti leikmaðurinn sem nær að skora mark fyrir A-landslið karla í fótbolta. Birkir stakk sér upp fyrir menn á listanum eins og þá Tryggva Guðmundsson, Atla Eðvaldsson, Teit Þórðarson, Heiðar Helguson og Eyjólf Sverrisson. Birkir var að skora sitt fyrsta landsliðsmark í tæpt ár eða síðan að hann skoraði í 4-1 sigri á Liechtenstein í mars 2021. Birkir var 33 ára, 9 mánaða og 27 daga í leiknum á móti Finnum í Murcia á laugardaginn. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Nú er svo komið að aðeins fjórir eldri leikmenn hafa skorað fyrir íslenska landsliðið. Það eru þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Már Sævarsson, Arnór Guðjohnsen og Kári Árnason. Birkir Már komst upp á milli feðganna með síðasta landsliðsmarki sínu í umræddum leik á móti Liechtenstein í mars 2021. Eiður Smári Guðjohnsen er bæði sá elsti sem hefur skorað í landsleik og í keppnisleik. Eiður Smári var 37 ára, 8 mánaða og 22 daga þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark. Eiður Smári bætti met föður síns Arnórs á báðum listum þegar hann skoraði mark á móti Kasakstan árið 2015 og bætti síðan metið sitt fyrir elsta markaskorara í öllum landsleikjum þegar hann skoraði síðasta landsliðsmark sitt á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum í júní 2016. Arnór Guðjohnsen hafði þá átt metið í langan tíma en hann var 36 ára, 2 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark í sigri á Liechtenstein á Laugardalsvellinum í undankeppni HM. Leikurinn fór fram í október 1997 og var líka síðasti landsleikur Arnórs. Metið var á undan Arnóri í eigu Atla Eðvaldssonar sem var 33 ára, 6 mánaða og 2 daga þegar hann skoraði síðasta landsliðsmark sitt með hælspyrnu í leik á móti Frökkum á Laugardalsvellinum í undankeppni EM. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Atli tók þá metið af Teiti Þórðarsyni sem skoraði sitt síðasta landsliðsmark á móti Spáni í undankeppni HM í júní 1985. Teitur var þá 33 ára, 4 mánaða og 29 daga. Kári Árnason komst upp í fjórða sætið þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark í október 2018 en hann náði ekki að skora í síðustu tuttugu landsleikjum sínum. Það var hins vegar dæmt mark af honum í síðasta landsleiknum á móti Norður Makedóníu í september í fyrra en hefði það mark fengið að standa þá hefði Kári verið sá elsti til að skora fyrir íslenska landsliðið í leik. Það er reyndar langt í það að Birkir geti hækkað sig á listanum enda var Kári, sem er í fjórða sætinu í dag, meira en tveimur árum eldri en Birkir er í dag þegar hann skoraði sitt síðasta landsliðsmark. Birkir Bjarnason á ferðinni í leik með íslenska landsliðinu.Getty/Alex Nicodim Elstu markaskorarar íslenska karlandsliðsins í sögunnu: 1. Eiður Smári Guðjohnsen, 2016 - 37 ára, 8 mánaða og 22 daga 2. Birkir Már Sævarsson, 2021 - 36 ára, 4 mánaða og 20 daga 3. Arnór Guðjohnsen, 1997 - 36 ára, 2 mánaða og 11 daga 4. Kári Árnason, 2018 - 35 ára, 11 mánaða og 28 daga 5. Birkir Bjarnason, 2022 - 33 ára, 9 mánaða og 27 daga 6. Tryggvi Guðmundsson, 2008 - 33 ára, 7 mánaða og 15 daga 7. Atli Eðvaldsson, 1990 - 33 ára, 6 mánaða og 2 daga 8. Teitur Þórðarson, 1985 - 33 ára, 4 mánaða og 29 daga 9. Heiðar Helguson, 2010 - 33 ára, 1 mánaða og 20 daga 10. Eyjólfur Sversson, 2001 - 33 ára og 29 daga
Elstu markaskorarar íslenska karlandsliðsins í sögunnu: 1. Eiður Smári Guðjohnsen, 2016 - 37 ára, 8 mánaða og 22 daga 2. Birkir Már Sævarsson, 2021 - 36 ára, 4 mánaða og 20 daga 3. Arnór Guðjohnsen, 1997 - 36 ára, 2 mánaða og 11 daga 4. Kári Árnason, 2018 - 35 ára, 11 mánaða og 28 daga 5. Birkir Bjarnason, 2022 - 33 ára, 9 mánaða og 27 daga 6. Tryggvi Guðmundsson, 2008 - 33 ára, 7 mánaða og 15 daga 7. Atli Eðvaldsson, 1990 - 33 ára, 6 mánaða og 2 daga 8. Teitur Þórðarson, 1985 - 33 ára, 4 mánaða og 29 daga 9. Heiðar Helguson, 2010 - 33 ára, 1 mánaða og 20 daga 10. Eyjólfur Sversson, 2001 - 33 ára og 29 daga
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Sjá meira