Þetta sagði Bjarni í samtali við RÚV í gær. Mikil eftirspurn var eftir hlutum í bankanum í útboðinu, en alls buðu 430 fjárfestar í 450 milljón hluti þar sem verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjórum prósentum lægra en markaðsgengi. Einungis svokallaðir hæfir fjárfestar fengu leyfi til að kaupa hluti í útboðinu og hefur enn ekki birst tæmandi listi yfir þá sem keytpu.
Bjarni segir ekkert vera því til fyrirstöðu af sinni hálfu, nema þá ef lög standi í vegi fyrir birtingu. Hann segist vona að hægt verði að birta gögnin.
Ráðherra segir útboðið hafa verið mjög vel heppnað og að útilokað sé að aðrir en þeir sem teljist fagfjárfestar hafi fengið að taka þátt. Aðferðafræðinni sem hafi verið beitt sé alþekkt.