„Í þessum hópi gæti hver sem er verið með bandið“ Sindri Sverrisson skrifar 6. apríl 2022 14:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur verið fyrirliði landsliðsins frá því að Þorsteinn Halldórsson var ráðinn landsliðsþjálfari í byrjun árs 2021. Getty/Oliver Hardt Ekki var að heyra á Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur að nein togstreita hefði myndast varðandi fyrirliðahlutverkið í íslenska landsliðinu í fótbolta við endurkomu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í hópinn. Sara var fyrirliði í tíð fyrri landsliðsþjálfara en er nú í fyrsta sinn í landsliðshópi hjá Þorsteini Halldórssyni sem tók við liðinu í byrjun árs 2021. Þorsteinn gerði Gunnhildi Yrsu að fyrirliða og saman sátu þau fyrir svörum í Belgrad í dag, degi fyrir leikinn við Hvíta-Rússland í undankeppni HM. Þorsteinn var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að hann hefði rætt við Söru og Gunnhildi um fyrirliðahlutverkið í ljósi endurkomu Söru en svarið var stutt: „Nei, ég hef ekki rætt neinar breytingar á því.“ „Allar leiðtogar“ Gunnhildur svaraði því sömuleiðis að málið hefði ekki verið rætt neitt sérstaklega: „Steini ákveður það bara. Sara Björk er heimsklassaleikmaður og leiðtogi, og fyrir mér gæti hver sem er borið fyrirliðabandið í þessu liði því það eru allar leiðtogar. Það góða við þetta lið er að það skiptir ekki máli hver er með bandið, það eru allar tilbúnar að stíga upp og taka þátt í að vera leiðtogar. Auðvitað er heiður að vera með bandið en í þessum hópi gæti hver sem er verið með það og myndi standa sig frábærlega. Við verðum bara að sjá til hvað gerist,“ sagði Gunnhildur. „Orkubolti og gefur okkur mikið“ Hún sagði alveg ljóst að það væri frábært fyrir landsliðið að hafa endurheimt Söru sem eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember. „Það er geggjað að fá Söru aftur til baka. Það er geggjað fyrir hópinn og geggjað fyrir samkeppnina. Hún er náttúrulega orkubolti og gefur okkur mikið. Hefur mikla reynslu. Við fögnum því náttúrulega að fá hana og það mun bara bæta okkur að hafa meiri samkeppni,“ sagði Gunnhildur sem leikur á miðjunni líkt og Sara en fagnar bara meiri samkeppni: „Það taka allar því hlutverki sem þær fá í hverjum leik. Þetta er góður hópur og við munum alltaf styðja hver aðra, hver sem byrjar inn á eða er á bekknum. Við erum allar í þessu saman og viljum ná sem lengst.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira
Sara var fyrirliði í tíð fyrri landsliðsþjálfara en er nú í fyrsta sinn í landsliðshópi hjá Þorsteini Halldórssyni sem tók við liðinu í byrjun árs 2021. Þorsteinn gerði Gunnhildi Yrsu að fyrirliða og saman sátu þau fyrir svörum í Belgrad í dag, degi fyrir leikinn við Hvíta-Rússland í undankeppni HM. Þorsteinn var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að hann hefði rætt við Söru og Gunnhildi um fyrirliðahlutverkið í ljósi endurkomu Söru en svarið var stutt: „Nei, ég hef ekki rætt neinar breytingar á því.“ „Allar leiðtogar“ Gunnhildur svaraði því sömuleiðis að málið hefði ekki verið rætt neitt sérstaklega: „Steini ákveður það bara. Sara Björk er heimsklassaleikmaður og leiðtogi, og fyrir mér gæti hver sem er borið fyrirliðabandið í þessu liði því það eru allar leiðtogar. Það góða við þetta lið er að það skiptir ekki máli hver er með bandið, það eru allar tilbúnar að stíga upp og taka þátt í að vera leiðtogar. Auðvitað er heiður að vera með bandið en í þessum hópi gæti hver sem er verið með það og myndi standa sig frábærlega. Við verðum bara að sjá til hvað gerist,“ sagði Gunnhildur. „Orkubolti og gefur okkur mikið“ Hún sagði alveg ljóst að það væri frábært fyrir landsliðið að hafa endurheimt Söru sem eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember. „Það er geggjað að fá Söru aftur til baka. Það er geggjað fyrir hópinn og geggjað fyrir samkeppnina. Hún er náttúrulega orkubolti og gefur okkur mikið. Hefur mikla reynslu. Við fögnum því náttúrulega að fá hana og það mun bara bæta okkur að hafa meiri samkeppni,“ sagði Gunnhildur sem leikur á miðjunni líkt og Sara en fagnar bara meiri samkeppni: „Það taka allar því hlutverki sem þær fá í hverjum leik. Þetta er góður hópur og við munum alltaf styðja hver aðra, hver sem byrjar inn á eða er á bekknum. Við erum allar í þessu saman og viljum ná sem lengst.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira