„Lélegasta liðið í deildinni“ Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2022 14:15 Theódór Ingi Pálmason og Ásgeir Örn Hallgrímsson hafa fátt fallegt að segja um Aftureldingu þessa dagana. Stöð 2 Sport „Það er algjört andleysi yfir þessu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um leik Aftureldingar að undanförnu í Olís-deild karla í handbolta. Mosfellingar fengu sinn skerf af gagnrýni í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar. Afturelding tapaði 27-21 fyrir FH sem þó hvíldi Ásbjörn Friðriksson í leiknum á miðvikudaginn. Sama dag var tilkynnt um nýjan samning til þriggja ára við þjálfara Aftureldingar, Gunnar Magnússon, sem Ásgeir segir að beri sína ábyrgð á andleysi liðsins: „En þeir eru ekki að spila eitthvað rangar taktíkir eða slíkt. Ég hef unnið með Gunna sjálfur og veit alveg að hann er með það upp á tíu. En hann verður að ná til leikmannanna. Hann verður að kveikja þennan eld hjá leikmönnunum til þess að þeir fari að sýna það sem í þá er spunnið. Þeir þurfa að rífa sig í gang,“ sagði Ásgeir en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Aftureldingu Theódór Ingi Pálmason tók dýpra í árinni: „Ef ég væri að þjálfa lið í þessari deild þá væri ég eiginlega mest til í, af öllum liðum í deildinni og þar með Víkingi og HK meðtöldum, að spila við Aftureldingu eins og staðan er núna. Það er bara ekki neitt að frétta þarna. Þetta er lélegasta liðið í deildinni eins og staðan er núna. Þetta er hörmung viku eftir viku.“ Nú er lokaumferð deildarinnar eftir á sunnudaginn og ef Afturelding tapar þar gegn Fram missa Mosfellingar af úrslitakeppninni. En eiga þeir skilið að fara í úrslitakeppnina? „Nei. Og þeir gera það ekki. Hvernig eiga þeir að vinna Fram?“ sagði Theódór en umræðuna má sjá hér að ofan. Lokaumferðinni í Olís-deild karla verða gerð ítarleg skil á íþróttarásum Stöðvar 2 á sunnudaginn þar sem fylgst verður með gangi mála á öllum helstu vígstöðvum. Strákarnir í Seinni bylgjunni hefja leik klukkan 17.40 á Stöð 2 Sport 4. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Afturelding tapaði 27-21 fyrir FH sem þó hvíldi Ásbjörn Friðriksson í leiknum á miðvikudaginn. Sama dag var tilkynnt um nýjan samning til þriggja ára við þjálfara Aftureldingar, Gunnar Magnússon, sem Ásgeir segir að beri sína ábyrgð á andleysi liðsins: „En þeir eru ekki að spila eitthvað rangar taktíkir eða slíkt. Ég hef unnið með Gunna sjálfur og veit alveg að hann er með það upp á tíu. En hann verður að ná til leikmannanna. Hann verður að kveikja þennan eld hjá leikmönnunum til þess að þeir fari að sýna það sem í þá er spunnið. Þeir þurfa að rífa sig í gang,“ sagði Ásgeir en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Aftureldingu Theódór Ingi Pálmason tók dýpra í árinni: „Ef ég væri að þjálfa lið í þessari deild þá væri ég eiginlega mest til í, af öllum liðum í deildinni og þar með Víkingi og HK meðtöldum, að spila við Aftureldingu eins og staðan er núna. Það er bara ekki neitt að frétta þarna. Þetta er lélegasta liðið í deildinni eins og staðan er núna. Þetta er hörmung viku eftir viku.“ Nú er lokaumferð deildarinnar eftir á sunnudaginn og ef Afturelding tapar þar gegn Fram missa Mosfellingar af úrslitakeppninni. En eiga þeir skilið að fara í úrslitakeppnina? „Nei. Og þeir gera það ekki. Hvernig eiga þeir að vinna Fram?“ sagði Theódór en umræðuna má sjá hér að ofan. Lokaumferðinni í Olís-deild karla verða gerð ítarleg skil á íþróttarásum Stöðvar 2 á sunnudaginn þar sem fylgst verður með gangi mála á öllum helstu vígstöðvum. Strákarnir í Seinni bylgjunni hefja leik klukkan 17.40 á Stöð 2 Sport 4. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira