UMBRA frumsýnir Stóðum tvö í túni: „Ef til vill fyrsta ástarsaga okkar Íslendinga“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2022 15:30 Umbra byggir frumsamdar útsetningar sínar á íslenskri og evrópskri miðaldatónlist. Hljómsveitin Umbra hefur sett tónlist við eldheitt ástarljóð úr Víglundarsögu, Stóðum tvö í túni, sem er ef til vill fyrsta ástarsaga okkar Íslendinga. Lagið kemur út í dag og Lífið á Vísi frumsýnir hér myndbandið við lagið. Myndbandinu var leikstýrt af hinum kanadíska Blair Alexander. „Fræg er ástarsenan úr Ghost með Patrick Swayze og Demi Moore við rennibekkinn. Ef til vill er ekki um ósvipaða senu að ræða í Víglundarsögu sem rituð var fyrir meira en 500 árum, þar sem Ketilríður þvær hár elskhuga síns Víglundar. Þau standa tvö í túni, strjúka hvort öðru og kveðjast með ástartrega og táru,“ segir í tilkynningu frá UMBRA. „Ástarsögur voru sjaldnast til frásagnar í Íslendingasögunum en Víglundar saga hverfist um ástir, örlög og hindranir á vegi elskenda sem að lokum ná saman. Klippa: Umbra - Stóðum tvö í túni UMBRA er hljómsveit sem rannsakar víddir þjóðlaga- og miðaldatónlistar með spuna, útsetningum og lagasmíðum. Hópurinn hefur skapað draumkenndan og tímalausan hljóðheim með dökkum undirtón sem hlýst af samspili raddspuna og hljóðfæraleiks. BJARGRÚNIR verður fjórða plata hljómsveitarinnar Umbru. Hún kemur út 1. maí og verður gefin út af Dimmu, Nordic Notes í Þýskalandi og dreift af Sony Music Iceland. Platan hefur að geyma þjóðlagatónlist þar sem er dregin er fram staða og raunir kvenna fyrr aftur í aldir, en lítið er til af heimildum þar að lútandi. Ólík yrkisefni draga fram raunir sem endurspegla íslenska veðráttu, strjálbýli, hrikaleg náttúruöfl eða áfallasögu sem erfist milli kynslóða. Eins og kom fram á Vísi fyrr í vikunni hefur hljómsveitin UMBRA verið valin til þess að koma fram á Nordic Folk Alliance tónlistarhátíðinni í ár. Nordic Folk Alliance er tónlistarhátíð, ráðstefna og alþjóðlegur vettvangur fyrir þjóðlagatónlistarfólk frá Norðurlöndum sem haldin verður í Gautaborg síðar í mánuðinum. Þrjú íslensk tónlistaratriði koma fram, Umbra, Blood Harmony og Svavar Knútur. Tónlist Tengdar fréttir Íslenskt tónlistarfólk stígur á svið á Nordic Folk Alliance Umbra, Blood Harmony og Svavar Knútur munu koma fram á Nordic Folk Alliance tónlistarhátíðinni í ár. Öll eru þau þakklát fyrir tækifærið og þennan stóra vettvang til að koma sér á framfæri erlendis. 5. apríl 2022 15:30 Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Lagið kemur út í dag og Lífið á Vísi frumsýnir hér myndbandið við lagið. Myndbandinu var leikstýrt af hinum kanadíska Blair Alexander. „Fræg er ástarsenan úr Ghost með Patrick Swayze og Demi Moore við rennibekkinn. Ef til vill er ekki um ósvipaða senu að ræða í Víglundarsögu sem rituð var fyrir meira en 500 árum, þar sem Ketilríður þvær hár elskhuga síns Víglundar. Þau standa tvö í túni, strjúka hvort öðru og kveðjast með ástartrega og táru,“ segir í tilkynningu frá UMBRA. „Ástarsögur voru sjaldnast til frásagnar í Íslendingasögunum en Víglundar saga hverfist um ástir, örlög og hindranir á vegi elskenda sem að lokum ná saman. Klippa: Umbra - Stóðum tvö í túni UMBRA er hljómsveit sem rannsakar víddir þjóðlaga- og miðaldatónlistar með spuna, útsetningum og lagasmíðum. Hópurinn hefur skapað draumkenndan og tímalausan hljóðheim með dökkum undirtón sem hlýst af samspili raddspuna og hljóðfæraleiks. BJARGRÚNIR verður fjórða plata hljómsveitarinnar Umbru. Hún kemur út 1. maí og verður gefin út af Dimmu, Nordic Notes í Þýskalandi og dreift af Sony Music Iceland. Platan hefur að geyma þjóðlagatónlist þar sem er dregin er fram staða og raunir kvenna fyrr aftur í aldir, en lítið er til af heimildum þar að lútandi. Ólík yrkisefni draga fram raunir sem endurspegla íslenska veðráttu, strjálbýli, hrikaleg náttúruöfl eða áfallasögu sem erfist milli kynslóða. Eins og kom fram á Vísi fyrr í vikunni hefur hljómsveitin UMBRA verið valin til þess að koma fram á Nordic Folk Alliance tónlistarhátíðinni í ár. Nordic Folk Alliance er tónlistarhátíð, ráðstefna og alþjóðlegur vettvangur fyrir þjóðlagatónlistarfólk frá Norðurlöndum sem haldin verður í Gautaborg síðar í mánuðinum. Þrjú íslensk tónlistaratriði koma fram, Umbra, Blood Harmony og Svavar Knútur.
Tónlist Tengdar fréttir Íslenskt tónlistarfólk stígur á svið á Nordic Folk Alliance Umbra, Blood Harmony og Svavar Knútur munu koma fram á Nordic Folk Alliance tónlistarhátíðinni í ár. Öll eru þau þakklát fyrir tækifærið og þennan stóra vettvang til að koma sér á framfæri erlendis. 5. apríl 2022 15:30 Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Íslenskt tónlistarfólk stígur á svið á Nordic Folk Alliance Umbra, Blood Harmony og Svavar Knútur munu koma fram á Nordic Folk Alliance tónlistarhátíðinni í ár. Öll eru þau þakklát fyrir tækifærið og þennan stóra vettvang til að koma sér á framfæri erlendis. 5. apríl 2022 15:30