Arnar Daði: Ég held að fólk ætti bara að fylgjast með mér á Twitter Þorsteinn Hjálmsson skrifar 10. apríl 2022 21:06 Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var ánægður með sigur dagsins Vísir/Hulda Margrét Grótta sigraði lokaleik sinn á tímabilinu með fimm mörkum á heimavelli gegn KA í kvöld, lokatölur 33-28. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var rólegur og klisjukenndur í svörum líkt og hann lofaði á Twitter-reikningi sínum á undanförnum dögum. Skýr skilaboð frá yfirvaldinu. Tökum tilfinningar úr þjóðaríþróttinni. Eingöngu klisjur í viðtölum takk. Einar.— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) April 7, 2022 „Við mætum bara tilbúnari til leiks. Vörn, markvarsla og hraðaupphlaup skóp þennan sigur. Við vildum þetta bara meira held ég, ef ég lít á þetta hreinskilið.“ Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu, fékk umdeilt rautt spjald í leiknum. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu hafði lítið sem ekkert að segja um það. „Ég held að ég hafi ekki séð það nægilega vel til að geta tjáð mig um það.“ Aðspurður hvort hann sjálfur hefði eitthvað frekara að segja um vísun ummæla sinna til aganefndar eftir leik Gróttu í síðustu umferð gegn ÍBV, hafði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, þetta að segja. „Nei. Ég held að fólk ætti bara að fylgjast með mér á Twitter. Ég ætla ekki neitt að tjá mig meira um það. Það mál er bara í ferli.“ Arnar Daði, veit ekki alveg hvað hans bíður á næsta tímabili. „Framtíðarplönin bara fyrir þrem, fjórum dögum var að fara í úrslitakeppni. Þannig að við erum ekkert komnir neitt lengra en það. Ég held að það segi sig sjálft að það væri erfitt að hlaupa frá borði miðað við staðsetninguna sem við erum á akkúrat núna. Eigum við ekki bara að segja að tíminn verði bara að leiða það í ljós.“ Birgir Steinn Jónsson, besti leikmaður Gróttu á tímabilinu, hefur verið orðaður við nokkur önnur lið í deildinni, þar á meðal Hauka. Arnar Daði staðfesti þó að Birgir Steinn mun leika með Gróttu á næsta tímabili. „Já, ef hann slítur ekki krossband eða slíkt. Hann er búinn að framlengja við Gróttu. Það var risastórt fyrir okkur í Gróttu að Birgir Steinn hafi tekið þá ákvörðun að vera í Gróttu. Hann var eftirsóttasti leikmaðurinn í deildinni held ég. Ég held að hann sé að enda allavegana sem markahæsti leikmaður deildarinnar annað tímabilið í röð fyrir utan vítaköst. Frábært fyrir hann og frábært fyrir okkur og sýnir bara hvað við erum að gera fyrir þennan strák. Þetta er strákur sem fékk ekki mínútu í Stjörnunni áður en hann kemur hingað og var lánaður í Fjölni. Ég er alltaf að djóka við hann, að hann var eins og spaghettí þegar hann kom hingað hérna fyrir tveimur árum en endar sem markahæsti leikmaðurinn tvö ár í röð,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu. Grótta Olís-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Skýr skilaboð frá yfirvaldinu. Tökum tilfinningar úr þjóðaríþróttinni. Eingöngu klisjur í viðtölum takk. Einar.— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) April 7, 2022 „Við mætum bara tilbúnari til leiks. Vörn, markvarsla og hraðaupphlaup skóp þennan sigur. Við vildum þetta bara meira held ég, ef ég lít á þetta hreinskilið.“ Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu, fékk umdeilt rautt spjald í leiknum. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu hafði lítið sem ekkert að segja um það. „Ég held að ég hafi ekki séð það nægilega vel til að geta tjáð mig um það.“ Aðspurður hvort hann sjálfur hefði eitthvað frekara að segja um vísun ummæla sinna til aganefndar eftir leik Gróttu í síðustu umferð gegn ÍBV, hafði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, þetta að segja. „Nei. Ég held að fólk ætti bara að fylgjast með mér á Twitter. Ég ætla ekki neitt að tjá mig meira um það. Það mál er bara í ferli.“ Arnar Daði, veit ekki alveg hvað hans bíður á næsta tímabili. „Framtíðarplönin bara fyrir þrem, fjórum dögum var að fara í úrslitakeppni. Þannig að við erum ekkert komnir neitt lengra en það. Ég held að það segi sig sjálft að það væri erfitt að hlaupa frá borði miðað við staðsetninguna sem við erum á akkúrat núna. Eigum við ekki bara að segja að tíminn verði bara að leiða það í ljós.“ Birgir Steinn Jónsson, besti leikmaður Gróttu á tímabilinu, hefur verið orðaður við nokkur önnur lið í deildinni, þar á meðal Hauka. Arnar Daði staðfesti þó að Birgir Steinn mun leika með Gróttu á næsta tímabili. „Já, ef hann slítur ekki krossband eða slíkt. Hann er búinn að framlengja við Gróttu. Það var risastórt fyrir okkur í Gróttu að Birgir Steinn hafi tekið þá ákvörðun að vera í Gróttu. Hann var eftirsóttasti leikmaðurinn í deildinni held ég. Ég held að hann sé að enda allavegana sem markahæsti leikmaður deildarinnar annað tímabilið í röð fyrir utan vítaköst. Frábært fyrir hann og frábært fyrir okkur og sýnir bara hvað við erum að gera fyrir þennan strák. Þetta er strákur sem fékk ekki mínútu í Stjörnunni áður en hann kemur hingað og var lánaður í Fjölni. Ég er alltaf að djóka við hann, að hann var eins og spaghettí þegar hann kom hingað hérna fyrir tveimur árum en endar sem markahæsti leikmaðurinn tvö ár í röð,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu.
Grótta Olís-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira