Hörku veiði í Vatnamótunum Karl Lúðvíksson skrifar 11. apríl 2022 08:38 Vatnamótin eru eitt af bestu sjóbirtings veiðisvæðum landsins og þeir veiðimenn sem þekkja svæðið gera yfirleitt góða veiði á þessum tíma. Það er kannski hægt að kalla það meira en góða veiði þegar 60 fiskum er landað í einu holli, eiginlega bara ekkert annað en hörkuveiði. Við fengum skemmtilega frétt frá nokkrum félögum sem voru þar við veiðar og það verður ekki annað sagt en að þetta hafi verið drauma veiðitúr. Við þökkum Steindóri Jónssyni kærlega fyrir að deila þessu með okkur. Fórum 5 félagar Robert Novak, Jón Þór og Siggi og Dóri úr Flugubúllunni og ég í okkar árlega túr í Vatnamótin, fengum allar útgáfur af veðri allt frá sól og blíðu fyrsta daginn yfir í snjókomu og rok næsta dag. Enduðum svo síðasta daginn í blíðskapar veðri og 2-3 stiga frosti, veiddum samt vel alla daga. Náðum um það bil 60 fiskum á land og misstum góðan slatta, þetta kom allt á hinar ýmsu straumflugur og vorum með sökklínur. Tökur voru mjög grannar og oft bara rétt nartað, fundum mikið magn fiska á 2 stöðum og vorum svo að rekast á einn og einn þegar við vorum að skanna svæðið. Róbert Novak með flottan birting Stangveiði Skaftárhreppur Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Afar dræm veiði í ánum á vesturlandi Veiði
Það er kannski hægt að kalla það meira en góða veiði þegar 60 fiskum er landað í einu holli, eiginlega bara ekkert annað en hörkuveiði. Við fengum skemmtilega frétt frá nokkrum félögum sem voru þar við veiðar og það verður ekki annað sagt en að þetta hafi verið drauma veiðitúr. Við þökkum Steindóri Jónssyni kærlega fyrir að deila þessu með okkur. Fórum 5 félagar Robert Novak, Jón Þór og Siggi og Dóri úr Flugubúllunni og ég í okkar árlega túr í Vatnamótin, fengum allar útgáfur af veðri allt frá sól og blíðu fyrsta daginn yfir í snjókomu og rok næsta dag. Enduðum svo síðasta daginn í blíðskapar veðri og 2-3 stiga frosti, veiddum samt vel alla daga. Náðum um það bil 60 fiskum á land og misstum góðan slatta, þetta kom allt á hinar ýmsu straumflugur og vorum með sökklínur. Tökur voru mjög grannar og oft bara rétt nartað, fundum mikið magn fiska á 2 stöðum og vorum svo að rekast á einn og einn þegar við vorum að skanna svæðið. Róbert Novak með flottan birting
Stangveiði Skaftárhreppur Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Afar dræm veiði í ánum á vesturlandi Veiði