Upprisa Aldrei fór ég suður um helgina Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2022 11:09 Gert er ráð fyrir því að fjölmargir leggi leið sína til Ísafjarðar um helgina. Instagram/Aldreialdrei Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin á Ísafirði nú um helgina eftir tveggja ára hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Meðal tónlistarmanna verða Bríet, Mugison og Páll Óskar. Hátíðin fer fram í Kampa-skemmunni hinn 15. og 16. apríl en hún var haldin í fyrsta sinn árið 2004. Auk hátíðarinnar verður skíðavikan svokallaða á Ísafirði en sú hefur verið haldin frá árinu 1935. Tónleikahaldarar segja páskahefð margra að skella sér á skíði og á rokkhátíðina. „Stemningin er alveg rafmögnuð. Þetta er sami hópurinn sem hefur verið að skipuleggja þessa hátíð og það er mikill spenningur hérna í loftinu í bænum, mikið af uppákomum út um allt og komin mikil tilhlökkun í mann,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Mikill fjöldi fólks er nú þegar kominn til Ísafjarðar og Kristján segir að gistipláss í bænum sé nánast uppurið. Mugison, Moses Hightower og Páll Óskar Einvalalið tónlistarmanna, bæði landsþekktra og heimamanna, mun koma fram á hátíðinni. Meðal þeirra sem koma fram eru Mugison, Moses Hightower, Aron Can, Páll Óskar og Inspector Spacetime. „Við leikum okkur alltaf að því að blanda saman heimafólki og svo landsþekktu, og á öllum aldri. Þessu blöndum við alltaf í eina súpu, þetta er bara alls konar blanda. Ég held að það sé svona besta við það að fólk kemur kannski hingað til að sjá Moses Hightower en sér svo hljómsveitina Skratta. Þá er það alltaf að sjá eitthvað nýtt. Fólk opnar augun fyrir hinu og þessu,“ segir Kristján Freyr. Síðast var hátíðin haldin árið 2019 en þá kom metfjöldi á hátíðina. Kristján segir að þá hafi tekist að „tvöfalda íbúðafjöldann“ fyrir vestan og hann vonar að jafn vel muni ganga í ár. Tónlist Ísafjarðarbær Aldrei fór ég suður Tengdar fréttir Aldrei fór ég suður fer fram í ár Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, sem haldin er um páskana á Ísafirði, verður haldin þetta árið. Hátíðinni hefur verið slegið af síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 29. janúar 2022 11:29 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hátíðin fer fram í Kampa-skemmunni hinn 15. og 16. apríl en hún var haldin í fyrsta sinn árið 2004. Auk hátíðarinnar verður skíðavikan svokallaða á Ísafirði en sú hefur verið haldin frá árinu 1935. Tónleikahaldarar segja páskahefð margra að skella sér á skíði og á rokkhátíðina. „Stemningin er alveg rafmögnuð. Þetta er sami hópurinn sem hefur verið að skipuleggja þessa hátíð og það er mikill spenningur hérna í loftinu í bænum, mikið af uppákomum út um allt og komin mikil tilhlökkun í mann,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Mikill fjöldi fólks er nú þegar kominn til Ísafjarðar og Kristján segir að gistipláss í bænum sé nánast uppurið. Mugison, Moses Hightower og Páll Óskar Einvalalið tónlistarmanna, bæði landsþekktra og heimamanna, mun koma fram á hátíðinni. Meðal þeirra sem koma fram eru Mugison, Moses Hightower, Aron Can, Páll Óskar og Inspector Spacetime. „Við leikum okkur alltaf að því að blanda saman heimafólki og svo landsþekktu, og á öllum aldri. Þessu blöndum við alltaf í eina súpu, þetta er bara alls konar blanda. Ég held að það sé svona besta við það að fólk kemur kannski hingað til að sjá Moses Hightower en sér svo hljómsveitina Skratta. Þá er það alltaf að sjá eitthvað nýtt. Fólk opnar augun fyrir hinu og þessu,“ segir Kristján Freyr. Síðast var hátíðin haldin árið 2019 en þá kom metfjöldi á hátíðina. Kristján segir að þá hafi tekist að „tvöfalda íbúðafjöldann“ fyrir vestan og hann vonar að jafn vel muni ganga í ár.
Tónlist Ísafjarðarbær Aldrei fór ég suður Tengdar fréttir Aldrei fór ég suður fer fram í ár Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, sem haldin er um páskana á Ísafirði, verður haldin þetta árið. Hátíðinni hefur verið slegið af síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 29. janúar 2022 11:29 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Aldrei fór ég suður fer fram í ár Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, sem haldin er um páskana á Ísafirði, verður haldin þetta árið. Hátíðinni hefur verið slegið af síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 29. janúar 2022 11:29