Volaða land keppir í Cannes Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2022 13:57 Myndin ber heitið Godland á ensku. Volaða land Kvikmyndin Volaða land, eftir Hlyn Pálmason, hefur verið valin til að keppa á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Kvikmyndin fjallar um ungan danskan prest sem ferðast til Íslands undir lok 19. aldar með það að markmiði að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn smám saman tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði. Heimsfrumsýnd í Cannes Kvikmyndin verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni sem fram fer dagana 17. til 28. maí en Hlynur leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni. Fyrri verk Hlyns hafa víða unnið til verðlauna. Kvikmyndin Vetrarbræður tók þátt í aðalkeppni Locarno árið 2017 og kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur keppti í Cannes árið 2019. Með aðalhlutverk fara þeir Elliott Crosset Hove og Ingvar E. Sigurðsson. Þá fara Hilmar Guðjónsson, Jacob Hauberg Lohman, Vic Carmen Sonne og Ída Mekkín Hlynsdóttir með aukahlutverk í myndinni. Bíó og sjónvarp Cannes Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndin fjallar um ungan danskan prest sem ferðast til Íslands undir lok 19. aldar með það að markmiði að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn smám saman tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði. Heimsfrumsýnd í Cannes Kvikmyndin verður heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni sem fram fer dagana 17. til 28. maí en Hlynur leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni. Fyrri verk Hlyns hafa víða unnið til verðlauna. Kvikmyndin Vetrarbræður tók þátt í aðalkeppni Locarno árið 2017 og kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur keppti í Cannes árið 2019. Með aðalhlutverk fara þeir Elliott Crosset Hove og Ingvar E. Sigurðsson. Þá fara Hilmar Guðjónsson, Jacob Hauberg Lohman, Vic Carmen Sonne og Ída Mekkín Hlynsdóttir með aukahlutverk í myndinni.
Bíó og sjónvarp Cannes Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein