34 minnkað við sig og 60 birtast ekki á hluthafalista Eiður Þór Árnason skrifar 14. apríl 2022 18:13 Framkvæmd útboðsins hefur reynst mjög umdeild. Vísir/Vilhelm Alls hafa 34 fjárfestar sem keyptu í nýlegu útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka minnkað eignarhlut sinn að hluta og selt á hærra verði, samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslu ríkisins sem byggja á samanburði á hluthafalista Íslandsbanka og lista yfir þá sem fengu hlut í útboðinu. Af þeim 207 fjárfestum sem tóku þátt í útboðinu birtast 60 ekki á hluthafalista bankans. Það getur meðal annars skýrst af sölu viðkomandi aðila, því að þeir hafi fjárfest í gegnum fjármálastofnanir eða hluturinn sé í vörslu þeirra. Í slíkum tilvikum eru hlutirnir skráðir á viðkomandi banka eða eignastýringaraðila á hluthafalistanum en ekki nafn fjárfestisins. Í tilkynningu frá Bankasýslunni segir að þar sem nokkrar ástæður geti verið fyrir því að einstaka fjárfestar birtist ekki á hluthafalista sé erfitt að fullyrða um nákvæman fjölda þeirra sem hafi selt eignarhlut sinn að fullu. Bankasýslan bendir þó á að hlutafjáreign fjármálastofnana í Íslandsbanka hafi verið 0,3% fyrir útboð Bankasýslunnar en verið komin í 4,1% af heildar hlutafé bankans þann 11. apríl, um þremur vikum eftir útboðið. Sú aukning samsvarar um 75% af eignarhlut þeirra fjárfesta sem keyptu í útboðinu en birtast ekki á hluthafalistanum. Gefur þetta til kynna að nú sé búið að selja 25% af heildarhlut þessara 60 fjárfesta á hærra verði. Að sögn Bankasýslunnar keyptu þessir 60 aðilar keyptu samtals 22,3% af útboðinu sem samsvarar 5,0% af heildar hlutafé Íslandsbanka. Nýverið var fjallað um það að stór hluti þeirra fjárfesta sem tóku þátt í útboðinu hafi þegar selt hlut sinn í bankanum. Þær upplýsingar byggðu sömuleiðis á samanburði á hluthafalista Íslandsbanka fyrir og eftir útboðið en Innherji greindi síðar frá því að þær tölur hafi verið ofáætlaðar í ljósi þess að eignir margra fjárfesta hafi ekki birst undir nafni þess félags heldur sem hluti af eign fjármálafyrirtækja. 25 aukið við hlut sinn Fram kemur í tilkynningu frá Bankasýslunni að 25 fjárfestar hafi aukið við eignarhlut sinn í Íslandsbanka eftir að útboðinu lauk. Viðkomandi aðilar hafi keypt samtals 29,1% af útboðinu sem samsvari 6,5% af heildarhlutafé bankans. Þann 11. apríl nam eignarhlutur þessara aðila 28,8% af heildar hlutafé bankans, samkvæmt hlutaskrá. Að lokum eru 87 fjárfestar sem tóku þátt í útboðinu enn með óbreyttan eignarhlut. Viðkomandi aðilar keyptu samtals 25,3% af útboðinu sem samsvarar 5,7% af heildar hlutafé bankans. Samtals eignarhlutur þessara aðila samkvæmt hlutaskrá 11. apríl nemur 10,1% af heildar hlutafé bankans. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Af þeim 207 fjárfestum sem tóku þátt í útboðinu birtast 60 ekki á hluthafalista bankans. Það getur meðal annars skýrst af sölu viðkomandi aðila, því að þeir hafi fjárfest í gegnum fjármálastofnanir eða hluturinn sé í vörslu þeirra. Í slíkum tilvikum eru hlutirnir skráðir á viðkomandi banka eða eignastýringaraðila á hluthafalistanum en ekki nafn fjárfestisins. Í tilkynningu frá Bankasýslunni segir að þar sem nokkrar ástæður geti verið fyrir því að einstaka fjárfestar birtist ekki á hluthafalista sé erfitt að fullyrða um nákvæman fjölda þeirra sem hafi selt eignarhlut sinn að fullu. Bankasýslan bendir þó á að hlutafjáreign fjármálastofnana í Íslandsbanka hafi verið 0,3% fyrir útboð Bankasýslunnar en verið komin í 4,1% af heildar hlutafé bankans þann 11. apríl, um þremur vikum eftir útboðið. Sú aukning samsvarar um 75% af eignarhlut þeirra fjárfesta sem keyptu í útboðinu en birtast ekki á hluthafalistanum. Gefur þetta til kynna að nú sé búið að selja 25% af heildarhlut þessara 60 fjárfesta á hærra verði. Að sögn Bankasýslunnar keyptu þessir 60 aðilar keyptu samtals 22,3% af útboðinu sem samsvarar 5,0% af heildar hlutafé Íslandsbanka. Nýverið var fjallað um það að stór hluti þeirra fjárfesta sem tóku þátt í útboðinu hafi þegar selt hlut sinn í bankanum. Þær upplýsingar byggðu sömuleiðis á samanburði á hluthafalista Íslandsbanka fyrir og eftir útboðið en Innherji greindi síðar frá því að þær tölur hafi verið ofáætlaðar í ljósi þess að eignir margra fjárfesta hafi ekki birst undir nafni þess félags heldur sem hluti af eign fjármálafyrirtækja. 25 aukið við hlut sinn Fram kemur í tilkynningu frá Bankasýslunni að 25 fjárfestar hafi aukið við eignarhlut sinn í Íslandsbanka eftir að útboðinu lauk. Viðkomandi aðilar hafi keypt samtals 29,1% af útboðinu sem samsvari 6,5% af heildarhlutafé bankans. Þann 11. apríl nam eignarhlutur þessara aðila 28,8% af heildar hlutafé bankans, samkvæmt hlutaskrá. Að lokum eru 87 fjárfestar sem tóku þátt í útboðinu enn með óbreyttan eignarhlut. Viðkomandi aðilar keyptu samtals 25,3% af útboðinu sem samsvarar 5,7% af heildar hlutafé bankans. Samtals eignarhlutur þessara aðila samkvæmt hlutaskrá 11. apríl nemur 10,1% af heildar hlutafé bankans.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira