Fyrir nokkrum árum fékk Ragnar Axelsson að fylgja Þórði póstmanni í Ísafjarðardjúpi þar sem hann fór milli bæja og hitti fólk sem hann færði póstinn. Þegar ljósmyndarinn var sjálfur barn fannst honum erfitt að hvað fólk þurfti alltaf að stoppa í kaffi og spjall, hann varð þá óþolinmóður.
„Nú er það öðruvísi. Mér finnst svo gaman að sjá og hlusta á fólk spjalla.“
Frásögnina má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og birtast á Vísi og Stöð 2+ efnisveitunni alla sunnudaga.
Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+.
Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.