41 milljón króna úri rænt af úlnlið Charles Leclerc Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. apríl 2022 07:01 Charles Leclerc EPA-EFE/JOEL CARRETT Formúlu 1 ökumaðurinn Charles Leclerc, sem ekur fyrir Ferrari liðið og leiðir heimsmeistaramótið eftir þrjár fyrstu keppnirnar varð fyrir því að Richard Mille úri var stolið af úlnlið hans. Úrið kostar 320.000 dollara eða um 41,5 milljón króna. Meira en margir Ferrari bílar. Hinn 24 ára ökumaður var rændur úrinu á mánudagskvöld í Viareggio í Toskana á Ítalíu. Hópur aðdáenda hópaðist að Leclerc með von um myndir og eiginhandaráritanir. Þegar hópurinn dreifði úr sér aftur tók Leclrec eftir því að úrið var horfið. Yfirvöld eru að rannsaka málið og hugsanlega hvort hópurinn hafi unnið saman að því að rugla í ökumanninum og dreifa athygli hans og ná þannig úrinu af honum. Úrið er af gerðinni Richard Mille RM 67-02 úr koltrefjum og títaníum og er því frekar létt á úlnliðnum. Ólin er úr teygjuefni og er ekki með smellu. Það má því ætla að það geti verið auðvelt að ná því af án þess að hafa of mikið fyrir því. Formúla Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent
Hinn 24 ára ökumaður var rændur úrinu á mánudagskvöld í Viareggio í Toskana á Ítalíu. Hópur aðdáenda hópaðist að Leclerc með von um myndir og eiginhandaráritanir. Þegar hópurinn dreifði úr sér aftur tók Leclrec eftir því að úrið var horfið. Yfirvöld eru að rannsaka málið og hugsanlega hvort hópurinn hafi unnið saman að því að rugla í ökumanninum og dreifa athygli hans og ná þannig úrinu af honum. Úrið er af gerðinni Richard Mille RM 67-02 úr koltrefjum og títaníum og er því frekar létt á úlnliðnum. Ólin er úr teygjuefni og er ekki með smellu. Það má því ætla að það geti verið auðvelt að ná því af án þess að hafa of mikið fyrir því.
Formúla Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent