Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2022 13:47 Björgvin Páll í leik með Val. Vísir/Vilhelm Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. Björgvin Páll, sem spilar í dag í með Val í Olís-deild karla í handbolta, segist vilja nýja þjóðarhöll jafn mikið og næsti maður. Hins vegar ekki á kostnað heilbrigðiskerfisins. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni, núverið. Hann segir að þetta sé í réttum farveg og við ættum að sjá breytingar á næstu mánuðum eða misserum. Björgvin Páll fagnar því eflaust en í færslu á Facebook-síðu sinni tók hann fram að við þyrftum líka að geta séð heiminn með augum annarra. Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan. „Handboltakallinn ég væri rosalega til í að sjá nýja þjóðarhöll rísa. En við þurfum líka að sjá heiminn með augum annarra. Á tímum sem þessum spyr ég mig hvort það sé það mikilvægasta, horfandi á úrelt húsnæði geðdeilda, lélega þjónustu við aldraða og fatlaða og slæma geðheilsu barna og ungmenna.“ „Þó að eitt þurfi ekki að útiloka annað þá bið ég fólk að skoða hlutina útfrá réttri forgangsröðun. Ef að ákveðið verður að byggja nýja höll þá er ég klár að grípa í skóflu og hjálpa til svo að ég nái að spila í henni áður en ég hætti,“ skrifaði hann einnig. Fái handboltalandsliðin ekki undanþágu áfram hefur því verið velt upp hvar heimaleikir Íslands þyrftu að fara fram, þar sem Danmörk og Færeyjar hafa til að mynda verið nefnd til sögunnar.“ „En ef krónurnar eru ekki til þá er ég líka klár í að spila landsleiki næstu ára í Danmörku eða í Færeyjum ef að það verður til þess að heilbrigðiskerfið haldi velli.“ Björgvin Páll verður í eldlínunni þegar Valur tekur á móti Fram í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Ný þjóðarhöll Handbolti Íslenski handboltinn Heilbrigðismál Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Leik lokið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð Handbolti Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju Körfubolti Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Red Bull búið að gefast upp á Lawson Formúla 1 Fleiri fréttir Grótta fallið eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Leik lokið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Sjá meira
Björgvin Páll, sem spilar í dag í með Val í Olís-deild karla í handbolta, segist vilja nýja þjóðarhöll jafn mikið og næsti maður. Hins vegar ekki á kostnað heilbrigðiskerfisins. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni, núverið. Hann segir að þetta sé í réttum farveg og við ættum að sjá breytingar á næstu mánuðum eða misserum. Björgvin Páll fagnar því eflaust en í færslu á Facebook-síðu sinni tók hann fram að við þyrftum líka að geta séð heiminn með augum annarra. Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan. „Handboltakallinn ég væri rosalega til í að sjá nýja þjóðarhöll rísa. En við þurfum líka að sjá heiminn með augum annarra. Á tímum sem þessum spyr ég mig hvort það sé það mikilvægasta, horfandi á úrelt húsnæði geðdeilda, lélega þjónustu við aldraða og fatlaða og slæma geðheilsu barna og ungmenna.“ „Þó að eitt þurfi ekki að útiloka annað þá bið ég fólk að skoða hlutina útfrá réttri forgangsröðun. Ef að ákveðið verður að byggja nýja höll þá er ég klár að grípa í skóflu og hjálpa til svo að ég nái að spila í henni áður en ég hætti,“ skrifaði hann einnig. Fái handboltalandsliðin ekki undanþágu áfram hefur því verið velt upp hvar heimaleikir Íslands þyrftu að fara fram, þar sem Danmörk og Færeyjar hafa til að mynda verið nefnd til sögunnar.“ „En ef krónurnar eru ekki til þá er ég líka klár í að spila landsleiki næstu ára í Danmörku eða í Færeyjum ef að það verður til þess að heilbrigðiskerfið haldi velli.“ Björgvin Páll verður í eldlínunni þegar Valur tekur á móti Fram í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Ný þjóðarhöll Handbolti Íslenski handboltinn Heilbrigðismál Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Leik lokið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð Handbolti Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju Körfubolti Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Red Bull búið að gefast upp á Lawson Formúla 1 Fleiri fréttir Grótta fallið eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Leik lokið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Sjá meira