Janni Thomsen skoraði fyrsta mark leiksins á 28. mínútu áður en Runa Lillegard gulltryggir sigur Vålerenga með marki á 93. mínútu leiksins.
Þetta var fimmti sigur Vålerenga í röð en liðið er nú búið að vinna alla leiki sína það sem af er tímabili og er á toppi norsku deildarinnar með 15 stig. Ingibjörg er búinn að spila alla fimm leikina í vörn liðsins og Vålerenga hefur einungis fengið eitt mark á sig í þessum leikjum.