Dusty rúllaði BadCompany upp í 8 liða úrslitum Snorri Rafn Hallsson skrifar 24. apríl 2022 15:31 Í síðari leik gærkvöldsins í 8-liða úrslitum Stórmeistaramótsins mættust Dusty og BadCompany. Dusty urðu deildarmeistarar fyrr á mótinu á meðan BadCompany lentu í þriðja sæti fyrstu deildarinnar en komust á Stórmeistaramótið eftir góðan árangur á Áskorendamótinu þar sem liðið sló meðal annars út Fylki. Á Stórmeistaramótinu eru leiknir þrír leikir í hverri viðureign og það lið sem vinnur tvo leiki fer áfram. Liðin Lið Dusty skipuðu Clvr, Eddezennn, Thor, LeFluff og Bjarni og var Eddezennn valinn Toppmaður Tomma. Lið BadCompany skipuðu Syntex, Lethal, Skipið, Deviant og KH2, en Lethal og Deviant komu nýir inn eftir Áskorendamótið. Toppmaður Tomma var vappinn Syntex. Kortaval Liðin skiptust á að velja og hafna kortum og fór kortavalið þannig fram: BadCompany bannaði Ancient Dusty bannaði Vertigo BadCompany valdi Overpass Dusty valdi Inferno BadCompany bannaði Mirage Dusty bannaði Dust 2 Úrslitakort: Nuke Kortavalið þótti henta Dusty betur en þegar um er að ræða liðið sem hefur verið eitt það allra besta á Íslandi er að sjálfsögðu erfitt að finna kort sem þeir eru ekki góðir í. Bæði Tommi og Dói spáðu Dusty 2–0 sigri, og sagði Dói að „allt annað væri skömm“. Leikur 1: Overpass BadCompany valdi kortið svo Dusty fékk að velja hlið. Eins og öll lið gera alltaf (svo gott sem) valdi Dusty að byrja í vörn (Counter-Terrorists). BadCompany fékk því það hlutverk að sækja en Dusty vann fyrstu tvær loturnar áður en BadCompany kom sér á blað. Toppmaður Tomma, Eddezennn var með sex fellur eftir þrjár lotur en hann sýnir hæfileika sína jafnan hvað best gegn lakari liðum. KH2 jafnaði svo leika í fjórðu lotu en öflug endurtaka kom Dusty aftur yfir. BadCompany komst stundum inn á sprengjusvæðin en Dusty átti oftar en ekki í engum vandræðum með að verjast þegar þangað var komið og vinna loturnar. Dusty gaf ekkert eftir og náðu BadCompany aldrei nauðsynlegu valdi á kortinu. Gosbrunnurinn var algjörlega á valdi Dusty sem sigldi því langt fram úr snemma í leiknum. Dusty var einfaldlega á allt öðru gæðastigi og var Dusty ekkert að bíða eftir að BadCompany tæki neinar ákvarðanir, flýttu sér einfaldlega fram og tóku þá út. Staða í hálfleik: Dusty 13 – 2 BadCompany Skammbyssulotan í síðari hálfleik féll í hlut Dusty sem tók fótinn ekki af bensíngjöfinni og náði Eddezennn fjórfaldri fellu í sautjándu lotu. Þá vantaði Dusty einungis eina lotu til viðbótar til að klára leikinn en þreföld fella Lethal orsakaði örstutta bið á því þegar BadCompany náði sínu þriðja stigi. Eddezennn sló svo smiðshöggið og lauk leiknum með 28 fellur í 19 lotum. Lokatölur: Dusty 16 – 3 BadCompany Leikur 2: Inferno Dusty valdi Inferno svo BadCompany fékk að byrja í vörn. Thor og Clvr opnuðu skammbyssulotuna fyrir Dusty í sókninni og var sprengjan ekki lengi á leiðinni niður þar sem KH2 var einn gegn fjórum leikmönnum Dusty. Thor felldi hann og þriðja skammbyssulotan í röð fór til Dusty. Aftur jafnaði BadCompany snemma og komst svo yfir í fyrsta sinn í viðureigninni með góðri endurtöku. Voru þeir öllu sprækari í þessum leik en þeir fyrri og komust í 3–1 áður en Dusty króaði KH2 af, minnkaði muninn og jafnaði í kjölfarið. Þá fór BadCompany í spar og tókst ekki að láta skammbyssurnar syngja svo Dusty komst yfir með því að spila algjörlega eftir bókinni. Héldu þeir BadCompany í skefjum þar til BadCompany gat vopnast og veitt örlitla viðspyrnu. Liðin skiptust nokkurn veginn á lotum en Dusty hafði yfirhöndina og sýndi enga miskunn. Staða í hálfleik: Dusty 9 – 6 BadCompany Fjórða skammbyssulotan í röð fór til Dusty sem fór svo hratt á miðjuna til að tryggja sér næstu lotu. Enn sýndi það sig að Dusty er í sérklassa og hélt vörn þeirra gríðarlega vel. Voru leikmenn liðsins duglegir að koma í hjálpina. BadCompany reyndi ýmislegt til að klekkja á Dusty en náðu einungis einu stigi í síðari hálfleik. Lokatölur: Dusty 16 – 7 BadCompany Thor átti stórleik og rauf 30-múrinn í 23 lotum og höfðu bæði Tommi og Dói rétt fyrir sér í þetta skiptið, einvígið fór 2–0 fyrir Dusty sem mætir Sögu í undanúrslitum föstudaginn 29. Apríl. Sýnt verður frá leiknum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Dusty Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti
Dusty urðu deildarmeistarar fyrr á mótinu á meðan BadCompany lentu í þriðja sæti fyrstu deildarinnar en komust á Stórmeistaramótið eftir góðan árangur á Áskorendamótinu þar sem liðið sló meðal annars út Fylki. Á Stórmeistaramótinu eru leiknir þrír leikir í hverri viðureign og það lið sem vinnur tvo leiki fer áfram. Liðin Lið Dusty skipuðu Clvr, Eddezennn, Thor, LeFluff og Bjarni og var Eddezennn valinn Toppmaður Tomma. Lið BadCompany skipuðu Syntex, Lethal, Skipið, Deviant og KH2, en Lethal og Deviant komu nýir inn eftir Áskorendamótið. Toppmaður Tomma var vappinn Syntex. Kortaval Liðin skiptust á að velja og hafna kortum og fór kortavalið þannig fram: BadCompany bannaði Ancient Dusty bannaði Vertigo BadCompany valdi Overpass Dusty valdi Inferno BadCompany bannaði Mirage Dusty bannaði Dust 2 Úrslitakort: Nuke Kortavalið þótti henta Dusty betur en þegar um er að ræða liðið sem hefur verið eitt það allra besta á Íslandi er að sjálfsögðu erfitt að finna kort sem þeir eru ekki góðir í. Bæði Tommi og Dói spáðu Dusty 2–0 sigri, og sagði Dói að „allt annað væri skömm“. Leikur 1: Overpass BadCompany valdi kortið svo Dusty fékk að velja hlið. Eins og öll lið gera alltaf (svo gott sem) valdi Dusty að byrja í vörn (Counter-Terrorists). BadCompany fékk því það hlutverk að sækja en Dusty vann fyrstu tvær loturnar áður en BadCompany kom sér á blað. Toppmaður Tomma, Eddezennn var með sex fellur eftir þrjár lotur en hann sýnir hæfileika sína jafnan hvað best gegn lakari liðum. KH2 jafnaði svo leika í fjórðu lotu en öflug endurtaka kom Dusty aftur yfir. BadCompany komst stundum inn á sprengjusvæðin en Dusty átti oftar en ekki í engum vandræðum með að verjast þegar þangað var komið og vinna loturnar. Dusty gaf ekkert eftir og náðu BadCompany aldrei nauðsynlegu valdi á kortinu. Gosbrunnurinn var algjörlega á valdi Dusty sem sigldi því langt fram úr snemma í leiknum. Dusty var einfaldlega á allt öðru gæðastigi og var Dusty ekkert að bíða eftir að BadCompany tæki neinar ákvarðanir, flýttu sér einfaldlega fram og tóku þá út. Staða í hálfleik: Dusty 13 – 2 BadCompany Skammbyssulotan í síðari hálfleik féll í hlut Dusty sem tók fótinn ekki af bensíngjöfinni og náði Eddezennn fjórfaldri fellu í sautjándu lotu. Þá vantaði Dusty einungis eina lotu til viðbótar til að klára leikinn en þreföld fella Lethal orsakaði örstutta bið á því þegar BadCompany náði sínu þriðja stigi. Eddezennn sló svo smiðshöggið og lauk leiknum með 28 fellur í 19 lotum. Lokatölur: Dusty 16 – 3 BadCompany Leikur 2: Inferno Dusty valdi Inferno svo BadCompany fékk að byrja í vörn. Thor og Clvr opnuðu skammbyssulotuna fyrir Dusty í sókninni og var sprengjan ekki lengi á leiðinni niður þar sem KH2 var einn gegn fjórum leikmönnum Dusty. Thor felldi hann og þriðja skammbyssulotan í röð fór til Dusty. Aftur jafnaði BadCompany snemma og komst svo yfir í fyrsta sinn í viðureigninni með góðri endurtöku. Voru þeir öllu sprækari í þessum leik en þeir fyrri og komust í 3–1 áður en Dusty króaði KH2 af, minnkaði muninn og jafnaði í kjölfarið. Þá fór BadCompany í spar og tókst ekki að láta skammbyssurnar syngja svo Dusty komst yfir með því að spila algjörlega eftir bókinni. Héldu þeir BadCompany í skefjum þar til BadCompany gat vopnast og veitt örlitla viðspyrnu. Liðin skiptust nokkurn veginn á lotum en Dusty hafði yfirhöndina og sýndi enga miskunn. Staða í hálfleik: Dusty 9 – 6 BadCompany Fjórða skammbyssulotan í röð fór til Dusty sem fór svo hratt á miðjuna til að tryggja sér næstu lotu. Enn sýndi það sig að Dusty er í sérklassa og hélt vörn þeirra gríðarlega vel. Voru leikmenn liðsins duglegir að koma í hjálpina. BadCompany reyndi ýmislegt til að klekkja á Dusty en náðu einungis einu stigi í síðari hálfleik. Lokatölur: Dusty 16 – 7 BadCompany Thor átti stórleik og rauf 30-múrinn í 23 lotum og höfðu bæði Tommi og Dói rétt fyrir sér í þetta skiptið, einvígið fór 2–0 fyrir Dusty sem mætir Sögu í undanúrslitum föstudaginn 29. Apríl. Sýnt verður frá leiknum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Dusty Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti