Ölvaðir ökumenn fjárhagslega ábyrgir fyrir afkomendum fórnarlamba Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. apríl 2022 07:01 Ölvaðir ökumenn verða gerðir fjárhagslega ábyrgir fyrir afkomendum fórnarlamba. Getty Ný löggjöf í Tennessee í Bandaríkjunum mun leiða til þess að ökumenn sem valda dauða einhvers með ölvunarakstri munu bera fjárhagslega ábyrgð á afkomendum fórnarlambsins. Það ætti ekki að þurfa að segja það, en ekki keyra undir áhrifum áfengis. Þjóðvegaöryggisráð Bandaríkjanna (NHTSA) áætlar að nærri 30 manns láti lífið á degi hverjum í Bandaríkjunum vegna ölvunaraksturs. Þessi atvik kosta 44 milljarða dollara á ári, eða um 5.707 milljarða íslenskra króna. Tennessee fylki er að reyna að bregðast við þessum atvikum með því að gera ökumönnum sem valda dauða foreldris að halda börnum viðkomandi uppi fjárhagslega, þar til börnin verða fullorðin við 18 ára aldur. Ekki er um hefðbundnar meðlagsgreiðslur, í þeim skilningi að þær taki að einhverju leyti mið af tekjum greiðenda. Greiðslurnar eru miðaðar við ýmsa utanaðkomandi þætti, til að mynda fjárhagslegum þörfum barnanna. Dómstólar hafa ákvörðunarvald um fjárhæðir stuðningsins. Lögin bera nafn þriggja systkina, Ethan Haile og Bentley (e. Ethan, Haile, and Bentley's Law) sem eru börn lögreglumannsins Nicholas Galinger. Galinger var drepinn af ölvuðum ökumanni árið 2019. Bandaríkin Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent
Það ætti ekki að þurfa að segja það, en ekki keyra undir áhrifum áfengis. Þjóðvegaöryggisráð Bandaríkjanna (NHTSA) áætlar að nærri 30 manns láti lífið á degi hverjum í Bandaríkjunum vegna ölvunaraksturs. Þessi atvik kosta 44 milljarða dollara á ári, eða um 5.707 milljarða íslenskra króna. Tennessee fylki er að reyna að bregðast við þessum atvikum með því að gera ökumönnum sem valda dauða foreldris að halda börnum viðkomandi uppi fjárhagslega, þar til börnin verða fullorðin við 18 ára aldur. Ekki er um hefðbundnar meðlagsgreiðslur, í þeim skilningi að þær taki að einhverju leyti mið af tekjum greiðenda. Greiðslurnar eru miðaðar við ýmsa utanaðkomandi þætti, til að mynda fjárhagslegum þörfum barnanna. Dómstólar hafa ákvörðunarvald um fjárhæðir stuðningsins. Lögin bera nafn þriggja systkina, Ethan Haile og Bentley (e. Ethan, Haile, and Bentley's Law) sem eru börn lögreglumannsins Nicholas Galinger. Galinger var drepinn af ölvuðum ökumanni árið 2019.
Bandaríkin Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent