Fer fram á ómerkingu ummæla Huga og eina og hálfa milljón í miskabætur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. apríl 2022 13:30 Hugi Halldórsson bar Srdjan Stojanovic þungum sökum í hlaðvarpsþættinum The Mike Show. vísir/bára Srdjan Stojanovic, fyrrverandi leikmaður Þórs Ak. í körfubolta, fer fram á að ummæli Huga Halldórssonar í hlaðvarpsþættinum The Mike Show verði dæmd dauð og ómerk. Þá fer fram hann fram á eina og hálfa milljón í miskabætur. Í byrjun maí í fyrra ýjaði Hugi að því í hlaðvarpsþættinum sáluga, The Mike Show, að Stojanovic hefði verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leik gegn Njarðvík, sem tapaðist 97-75, hafi verið haldinn krísufundur þar sem rætt var við hann. Þórsarar vísuðu ummælum Huga til föðurhúsanna og sögðu ekkert hæft í þeim. „Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Daginn eftir þáttinn baðst Hugi afsökunar á ummælum sínum. Hann sagðist harma að hafa gefið í skyn að Stojanovic hafi verið flæktur í veðmálasvindl og dreginn inn í umræðuna. Ummælin hafa dregið dilk á eftir sér en Stojanovic hefur stefnt Huga fyrir Héraðsdóm Reykjaness fyrir meiðyrði. Fyrirtaka í málinu var í síðustu viku. „Þetta snýst um ummæli sem féllu í hlaðvarpsþætti í maí í fyrra þar sem komu fram ásakanir um að minn umbjóðandi hafi verið viðriðinn einhvers konar veðmálasvindl. Þessar fullyrðingar voru algjörlega úr lausu lofti gripnar og ekki studdar neinum gögnum,“ sagði Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Stojanovic, í samtali við Vísi í dag. Hafa skaðað ferilinn „Það birtust einhvers konar drög að afsökunarbeiðni, leiðréttingu eða hvað á að kalla það, af hálfu þessa aðila sem viðhafði þessi ummæli. Samt var látið í það skína að eitthvað væri til í þessu,“ sagði Gunnar. „Minn umbjóðandi fann sig knúinn til að höfða meiðyrðamál og fá þessi ummæli dæmd dauð og ómerk enda hafa þau skaðað feril hans sem körfuboltamanns. Enginn vill hafa mann í vinnu sem er grunaður um veðmálasvindl þannig að það var nauðsynlegt að fá þessi ummæli dæmd dauð og ómerk.“ Auk þess að fá ummælin dauð og ómerk fer Stojanovic fram á eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Aðspurður segist Gunnar ekki gera ráð fyrir því að að aðalmeðferð í málinu fari fram fyrr en í haust, í kringum mánaðarmótin ágúst september. Stojanovic var með 15,6 stig, 3,9 fráköst og 2,9 stoðsendingar að meðaltali með Þór á síðasta tímabili. Þar áður lék hann með Fjölni um tveggja ára skeið. Subway-deild karla Þór Akureyri Dómsmál Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Körfubolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Sjá meira
Í byrjun maí í fyrra ýjaði Hugi að því í hlaðvarpsþættinum sáluga, The Mike Show, að Stojanovic hefði verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leik gegn Njarðvík, sem tapaðist 97-75, hafi verið haldinn krísufundur þar sem rætt var við hann. Þórsarar vísuðu ummælum Huga til föðurhúsanna og sögðu ekkert hæft í þeim. „Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Daginn eftir þáttinn baðst Hugi afsökunar á ummælum sínum. Hann sagðist harma að hafa gefið í skyn að Stojanovic hafi verið flæktur í veðmálasvindl og dreginn inn í umræðuna. Ummælin hafa dregið dilk á eftir sér en Stojanovic hefur stefnt Huga fyrir Héraðsdóm Reykjaness fyrir meiðyrði. Fyrirtaka í málinu var í síðustu viku. „Þetta snýst um ummæli sem féllu í hlaðvarpsþætti í maí í fyrra þar sem komu fram ásakanir um að minn umbjóðandi hafi verið viðriðinn einhvers konar veðmálasvindl. Þessar fullyrðingar voru algjörlega úr lausu lofti gripnar og ekki studdar neinum gögnum,“ sagði Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Stojanovic, í samtali við Vísi í dag. Hafa skaðað ferilinn „Það birtust einhvers konar drög að afsökunarbeiðni, leiðréttingu eða hvað á að kalla það, af hálfu þessa aðila sem viðhafði þessi ummæli. Samt var látið í það skína að eitthvað væri til í þessu,“ sagði Gunnar. „Minn umbjóðandi fann sig knúinn til að höfða meiðyrðamál og fá þessi ummæli dæmd dauð og ómerk enda hafa þau skaðað feril hans sem körfuboltamanns. Enginn vill hafa mann í vinnu sem er grunaður um veðmálasvindl þannig að það var nauðsynlegt að fá þessi ummæli dæmd dauð og ómerk.“ Auk þess að fá ummælin dauð og ómerk fer Stojanovic fram á eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Aðspurður segist Gunnar ekki gera ráð fyrir því að að aðalmeðferð í málinu fari fram fyrr en í haust, í kringum mánaðarmótin ágúst september. Stojanovic var með 15,6 stig, 3,9 fráköst og 2,9 stoðsendingar að meðaltali með Þór á síðasta tímabili. Þar áður lék hann með Fjölni um tveggja ára skeið.
Subway-deild karla Þór Akureyri Dómsmál Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Körfubolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Sjá meira