58,5% aukning nýskráninga á milli ára Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. maí 2022 07:00 Bílasala er á siglingu þessi misserin. Alls voru nýskráðar 2072 bifreiðar í aprílmánuði. Samtals hafa verið nýskráðar 6.396 bifreiðar það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra höfðu 4.035 bifreiðar verið nýskráðar, aukning á milli ára er því 58,51%. Toyota var með flestar nýskráningar þegar litið er til tegunda með 409 bíla. Mitsubishi er í öðru sæti með 311 og Hyundai með 230 í þriðja sæti. Upplýsingar eru fengnar af vef Samgöngustofu. Fimm flestu nýskráningarnar eftir tegundum. Undirtegundir Mitsubishi Eclipse Cross í tengiltvinnútgáfu er mest skráða undirtegundin með 272 bíla. Toyota Rav4 er í öðru sæti með 133 bíla og Hyundai Tucson í þriðja með 123 bíla. Apríl í fyrra Samtals voru nýskráðar 1106 bifreiðar í apríl í fyrra. Sem þýðir að næstum er um tvöföldun að ræða á milli ára eða 87% aukning. Orkugjafar nýskráðra bifreiða í apríl. Orkugjafar Tengiltvinnbílar voru mest nýskráðu bifreiðarnar í apríl eða 705. Nýskráningar hreinna rafbíla voru 401. Tvinnbílar sem ekki er hægt að setja í samband eru í þriðja sæti með 363 bifreiðar nýskráðar, 355 dísel bílar voru nýskráðir í apríl og að lokum voru 247 bensínbílar nýskráðir í apríl. Þá var einn metanbíll skráður. Vistvænni bílar eru því með talsverða yfirhönd yfir hina hefðbundnu bensín- og dísel bíla. Samtals voru vistvænu bílarnir 1470, á meðan hinir hefðbundnu voru 602. Vistvænir bílar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent
Fimm flestu nýskráningarnar eftir tegundum. Undirtegundir Mitsubishi Eclipse Cross í tengiltvinnútgáfu er mest skráða undirtegundin með 272 bíla. Toyota Rav4 er í öðru sæti með 133 bíla og Hyundai Tucson í þriðja með 123 bíla. Apríl í fyrra Samtals voru nýskráðar 1106 bifreiðar í apríl í fyrra. Sem þýðir að næstum er um tvöföldun að ræða á milli ára eða 87% aukning. Orkugjafar nýskráðra bifreiða í apríl. Orkugjafar Tengiltvinnbílar voru mest nýskráðu bifreiðarnar í apríl eða 705. Nýskráningar hreinna rafbíla voru 401. Tvinnbílar sem ekki er hægt að setja í samband eru í þriðja sæti með 363 bifreiðar nýskráðar, 355 dísel bílar voru nýskráðir í apríl og að lokum voru 247 bensínbílar nýskráðir í apríl. Þá var einn metanbíll skráður. Vistvænni bílar eru því með talsverða yfirhönd yfir hina hefðbundnu bensín- og dísel bíla. Samtals voru vistvænu bílarnir 1470, á meðan hinir hefðbundnu voru 602.
Vistvænir bílar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent