Parnell fæddist í London og spilaði meðal annars í sveitunum Atomic Rooster og Horse, en síðustu ár starfaði hann sem útvarpsmaður í Bandaríkjunum.
Leikarinn Harry Shearer, sem einnig lék í myndinni Spinal Tap, minnist Parnell á Instagram og segir að „enginn hafi rokkað harðar“ en hann.
Kvikmyndin This is Spinal Tap kom út árið 1984 og fjallaði um rokkhljómsveit á tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum. Er myndin af mörgum talin vera fyrsta „mockumentary“ myndin, það er leikna heimildarmyndin.
Myndin naut mikilla vinsælda og áttu liðsmenn „sveitarinnar“ eftir að fara á tónleikaferðalag eftir að myndin kom út.