Oddvitaáskorunin: Féll fyrir Scrapbooking myndaalbúmagerð sem varð að kortagerð Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2022 15:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir leiðir lista Framsóknar í Hveragerði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, ég á þrjá syni, er skrifstofustjóri Framsóknar og bæjarfulltrúi í Hveragerði. Ég er guðfræðingur með kennsluréttindi og hef lokið námi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun. Ég er fædd og uppalin á Selfossi á uppvaxtarárunum var ég í barna- unglingakór Selfosskirkju og tók þátt í starfi Leikfélags Selfoss. Ég æfði sund frá táningsaldri enda alltaf verið mikið fyrir sundferðir. Ég gekk í Fjölbrautaskóla Suðurlands og útskrifaðist þaðan sem stúdent. Ég á margar góðar minningar úr þeim skóla, félagslífið var öflugt og tók ég bæði þátt í leikfélagi skólans og söngvarakeppninni. Í eitt ár var ég söngkona hljómsveitarinnar Á móti sól og náði því í skottið á sveitaballabransanum. Ég hef búið í Hveragerði frá árinu 2007 og hér líkar mér vel. Í Hveragerði eru öflugir skólar og fjölbreytt íþróttalíf og hér er því gott að ala upp börn. Falleg náttúra í og við Hveragerði er ein af þeim fjölmörgu ástæðum þess að ég valdi að búa hér. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á samfélaginu og verið virk í félagsstarfi ýmissa félaga. Framundan er spennandi tími í kosningabaráttunni. Listi Framsóknar í Hveragerði er skipaður frábærum hópi sem tilbúinn er til að leggja sitt af mörgum fyrir samfélagið sitt. Við höfum kynnt málefnaskrá okkar og leggjum áherslu á málefni fjölskyldunnar, lýðheilsu, atvinnu og skipulagsmál. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru svo margir fallegir staðir á Íslandi og hver staður hefur sinn sjarma, ég ætla að segja Þórsmörk en þar er alveg hægt að gleyma sér í fegurðinni. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég læt hlutina yfirleitt ekki fara í taugarnar á mér en við getum t.d bætt aðstöðuna á útivistarsvæðum sveitarfélagsins. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Árið 2005 féll ég fyrir Scrapbooking myndaalbúmagerð sem í seinni tíð hefur þróast yfir í kortagerð. Ef ég á stund þá þykir mér mjög róandi og gott að fá útrás fyrir sköpun við það að búa til kort. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Hraðasekt Borgarneslögrelgunnar eftir fótboltamót á Akureyri. Hvað færðu þér á pizzu? Skinku, ananas, sveppi og piparost eða Hráskinku, og rucola. Hvaða lag peppar þig mest? Fatboy Slim – Rockafeller Skank. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Ekki hugmynd. Göngutúr eða skokk? Það eru ótal fallegar göngu- og hlaupaleiðir í og um Hveragerði. Það fer bara algjörlega eftir stuði og stemningu hvort ég fari í göngu eða út að skokka. Uppáhalds brandari? Bara allir brandararnir hans Ara Eldjárn. Hvað er þitt draumafríi? Mig dreymir um frí á Ítalíu og Grikklandi, menning, sól, gómsætur matur í góðum félagsskap. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Þau voru bæði krefjandi en lærdómsrík. Uppáhalds tónlistarmaður? Ég er algjör alæta á tónlist og á því mjög erfitt með að gera upp á milli. Allt frá sálmum yfir í rokk og því tónlistafólkið eftir því. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þetta er ekki beint skrýtið en það var sérstök tilfinning að standa á sviði á þjóðhátíð og syngja fyrir 5000 manns. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Kate Winslet. Hefur þú verið í verbúð? Nei ekki reynslu af því. Áhrifamesta kvikmyndin? The Shawshank Redemption. Áttu eftir að sakna Nágranna? Það eru þó nokkuð mörg ár síðan ég hætti að horfa á Nágranna svo nei ég mun ekki sakna þeirra. Það kemur alltaf „maður í manns stað”. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Mín nánasta fjölskylda býr í Árborg svo kannski færi ég þangað eða prufa að búa í borginni. Annars líður mér mjög vel í Hveragerði. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) SexyBack með Justin Timberlake. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hveragerði Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: „Löggimann fann mig og kom mér til mömmu og ömmu“ Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 21:01 Oddvitaáskorunin: Dauðir þjöppuðu sér saman til að halda á sér hita Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 15:00 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir leiðir lista Framsóknar í Hveragerði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, ég á þrjá syni, er skrifstofustjóri Framsóknar og bæjarfulltrúi í Hveragerði. Ég er guðfræðingur með kennsluréttindi og hef lokið námi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun. Ég er fædd og uppalin á Selfossi á uppvaxtarárunum var ég í barna- unglingakór Selfosskirkju og tók þátt í starfi Leikfélags Selfoss. Ég æfði sund frá táningsaldri enda alltaf verið mikið fyrir sundferðir. Ég gekk í Fjölbrautaskóla Suðurlands og útskrifaðist þaðan sem stúdent. Ég á margar góðar minningar úr þeim skóla, félagslífið var öflugt og tók ég bæði þátt í leikfélagi skólans og söngvarakeppninni. Í eitt ár var ég söngkona hljómsveitarinnar Á móti sól og náði því í skottið á sveitaballabransanum. Ég hef búið í Hveragerði frá árinu 2007 og hér líkar mér vel. Í Hveragerði eru öflugir skólar og fjölbreytt íþróttalíf og hér er því gott að ala upp börn. Falleg náttúra í og við Hveragerði er ein af þeim fjölmörgu ástæðum þess að ég valdi að búa hér. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á samfélaginu og verið virk í félagsstarfi ýmissa félaga. Framundan er spennandi tími í kosningabaráttunni. Listi Framsóknar í Hveragerði er skipaður frábærum hópi sem tilbúinn er til að leggja sitt af mörgum fyrir samfélagið sitt. Við höfum kynnt málefnaskrá okkar og leggjum áherslu á málefni fjölskyldunnar, lýðheilsu, atvinnu og skipulagsmál. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru svo margir fallegir staðir á Íslandi og hver staður hefur sinn sjarma, ég ætla að segja Þórsmörk en þar er alveg hægt að gleyma sér í fegurðinni. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég læt hlutina yfirleitt ekki fara í taugarnar á mér en við getum t.d bætt aðstöðuna á útivistarsvæðum sveitarfélagsins. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Árið 2005 féll ég fyrir Scrapbooking myndaalbúmagerð sem í seinni tíð hefur þróast yfir í kortagerð. Ef ég á stund þá þykir mér mjög róandi og gott að fá útrás fyrir sköpun við það að búa til kort. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Hraðasekt Borgarneslögrelgunnar eftir fótboltamót á Akureyri. Hvað færðu þér á pizzu? Skinku, ananas, sveppi og piparost eða Hráskinku, og rucola. Hvaða lag peppar þig mest? Fatboy Slim – Rockafeller Skank. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Ekki hugmynd. Göngutúr eða skokk? Það eru ótal fallegar göngu- og hlaupaleiðir í og um Hveragerði. Það fer bara algjörlega eftir stuði og stemningu hvort ég fari í göngu eða út að skokka. Uppáhalds brandari? Bara allir brandararnir hans Ara Eldjárn. Hvað er þitt draumafríi? Mig dreymir um frí á Ítalíu og Grikklandi, menning, sól, gómsætur matur í góðum félagsskap. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Þau voru bæði krefjandi en lærdómsrík. Uppáhalds tónlistarmaður? Ég er algjör alæta á tónlist og á því mjög erfitt með að gera upp á milli. Allt frá sálmum yfir í rokk og því tónlistafólkið eftir því. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þetta er ekki beint skrýtið en það var sérstök tilfinning að standa á sviði á þjóðhátíð og syngja fyrir 5000 manns. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Kate Winslet. Hefur þú verið í verbúð? Nei ekki reynslu af því. Áhrifamesta kvikmyndin? The Shawshank Redemption. Áttu eftir að sakna Nágranna? Það eru þó nokkuð mörg ár síðan ég hætti að horfa á Nágranna svo nei ég mun ekki sakna þeirra. Það kemur alltaf „maður í manns stað”. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Mín nánasta fjölskylda býr í Árborg svo kannski færi ég þangað eða prufa að búa í borginni. Annars líður mér mjög vel í Hveragerði. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) SexyBack með Justin Timberlake. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hveragerði Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: „Löggimann fann mig og kom mér til mömmu og ömmu“ Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 21:01 Oddvitaáskorunin: Dauðir þjöppuðu sér saman til að halda á sér hita Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 15:00 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Oddvitaáskorunin: „Löggimann fann mig og kom mér til mömmu og ömmu“ Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 21:01
Oddvitaáskorunin: Dauðir þjöppuðu sér saman til að halda á sér hita Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 15:00