Lífið

Ruslaskýli þakið fallegum plöntum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auður fór vel yfir græna heiminn með Völu Matt. 
Auður fór vel yfir græna heiminn með Völu Matt. 

Auður Ottesen garðyrkjumeistari og útgefandi tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn hefur í gegnum tíðina sýnt áhorfendum Íslands í dag alls kyns skemmtilega hluti sem tengjast garðrækt og eru óvenjulegir og frumlegir.

Til dæmis hefur hún þakið ruslaskýlið sitt með dásamlegum sígrænum plöntum. Hún er með lífrænan hrauk í garðinum þar sem hún ræktar bæði blóm og ýmislegt ætilegt.

Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi sýndi hún síðan hvernig hægt sé að setja niður dásamlega falleg sumarblóm og byrja að njóta strax.

Einnig fer Auður yfir það hvernig maður setur niður salathausa beint úr búðinni þannig að hægt sé að nota í salat í allt sumar og ekki þarf endalaust að kaupa nýtt salat. 

Vala Matt hitti Auði og fékk að kynnast nokkrum grænum trixum en innslagið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×