Oddvitaáskorunin: Gleymdi að borga á veitingastað og fattaði það í bíó Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2022 18:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Jónína Magnúsdóttir leiðir Bæjarlistann í Suðurnesjabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Jónína er kennaramenntuð, með starfsréttindi í náms- og starfsráðgjöf og er að hefja vinnu við mastersritgerð í mannauðsstjórnun í Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari, náms- og starfsráðgjafi í fullorðinsfræðslu og síðast liðin 4 ár hefur hún sinnt starfi mannauðsstjóra hjá Blue Car Rental. Gift Guðna Ingimundarsyni, rekstrarstjóra Johan Röning í Reykjanesbæ og saman eiga þau 3 drengi, Ingimund 23 ára nema í iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands, Björn Boga 18 ára knattspyrnumann hjá Heerenveen í Hollandi og Magnús Mána 10 ára grunnskólanema. Var bæjarfulltrúi sveitarfélagsins Garðs árin 2014-2018 og jafnframt formaður bæjarráðs á sama tíma. Hún tók þátt í sameiningu Sandgerði og Garðs í Suðurnesjabæ. Einnig var hún formaður skólanefndar á sama tímabili. Jónína situr nú sem aðalmaður í fræðsluráði Suðurnesjabæjar. Hefur einnig setið í öðrum nefndum og ráðum á sínum starfsferli. Helstu áherslur eru á samvinnu, skilvirka stjórnsýslu, fræðslumál og atvinnuuppbyggingu. Hún veit ekkert betra en að viðra sig í hvers kyns útvist eins og skokki, göngu, golfi eða skíðum. Þá er Jónína dugleg að skipuleggja viðburði með fjölskyldu og vinum. Jónína hefur bæði reynslu og leiðtogahæfileika sem nýtast í samstarfi við breiðan hóp bæjarfulltrúa, nefndarfólks, starfsmanna stjórnsýslunnar og íbúa Suðurnesjabæjar. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ásbyrgi og Garðskagi. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já lagfærningar á leiktækjum á leiksvæðum bæjarins. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Áhugamálin mín eru frekar almenn og geta ekki talist skrítin. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var tekin fyrir of hraðan akstur og lögregluþjónarnir voru báðir úr mínu byggðarlagi, skammaðist mín frekar mikið. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, ananas, sveppi og lauk. Hvaða lag peppar þig mest? Gloria til dæmis, mörg lög sem peppa. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Ahh, ca 10-15. Göngutúr eða skokk? Bæði betra. Uppáhalds brandari? Bara þeir sem sagðir eru daglega í vinnunni, ekkert eðlilega fyndið fólk sem ég vinn með. Hvað er þitt draumafríi? Með fjölskyldunni í sól og afslöppun ásamt smá hreyfingu og skoðunarferðum. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvaða ár voru það? Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens er einn af þeim. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Núna nýlega gekk ég út af veitingastað og gleymdi að borga, fattaði það þegar ég var sest inn í bíósal. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Monica í Friends. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Þarf alltaf að vera sannsöguleg eða byggð á sönnum atburðum til að ég muni eftir henni, engin ein sem hafði áhrif á mig en Bohemian Rhapsody kemur sterk inn. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Líklega væri það eitthvert erlendis, líklega Danmörk eða Noregur. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Journey, Don´t stop Believin. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Suðurnesjabær Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Sjá meira
Jónína Magnúsdóttir leiðir Bæjarlistann í Suðurnesjabæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Jónína er kennaramenntuð, með starfsréttindi í náms- og starfsráðgjöf og er að hefja vinnu við mastersritgerð í mannauðsstjórnun í Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari, náms- og starfsráðgjafi í fullorðinsfræðslu og síðast liðin 4 ár hefur hún sinnt starfi mannauðsstjóra hjá Blue Car Rental. Gift Guðna Ingimundarsyni, rekstrarstjóra Johan Röning í Reykjanesbæ og saman eiga þau 3 drengi, Ingimund 23 ára nema í iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands, Björn Boga 18 ára knattspyrnumann hjá Heerenveen í Hollandi og Magnús Mána 10 ára grunnskólanema. Var bæjarfulltrúi sveitarfélagsins Garðs árin 2014-2018 og jafnframt formaður bæjarráðs á sama tíma. Hún tók þátt í sameiningu Sandgerði og Garðs í Suðurnesjabæ. Einnig var hún formaður skólanefndar á sama tímabili. Jónína situr nú sem aðalmaður í fræðsluráði Suðurnesjabæjar. Hefur einnig setið í öðrum nefndum og ráðum á sínum starfsferli. Helstu áherslur eru á samvinnu, skilvirka stjórnsýslu, fræðslumál og atvinnuuppbyggingu. Hún veit ekkert betra en að viðra sig í hvers kyns útvist eins og skokki, göngu, golfi eða skíðum. Þá er Jónína dugleg að skipuleggja viðburði með fjölskyldu og vinum. Jónína hefur bæði reynslu og leiðtogahæfileika sem nýtast í samstarfi við breiðan hóp bæjarfulltrúa, nefndarfólks, starfsmanna stjórnsýslunnar og íbúa Suðurnesjabæjar. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ásbyrgi og Garðskagi. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já lagfærningar á leiktækjum á leiksvæðum bæjarins. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Áhugamálin mín eru frekar almenn og geta ekki talist skrítin. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var tekin fyrir of hraðan akstur og lögregluþjónarnir voru báðir úr mínu byggðarlagi, skammaðist mín frekar mikið. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, ananas, sveppi og lauk. Hvaða lag peppar þig mest? Gloria til dæmis, mörg lög sem peppa. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Ahh, ca 10-15. Göngutúr eða skokk? Bæði betra. Uppáhalds brandari? Bara þeir sem sagðir eru daglega í vinnunni, ekkert eðlilega fyndið fólk sem ég vinn með. Hvað er þitt draumafríi? Með fjölskyldunni í sól og afslöppun ásamt smá hreyfingu og skoðunarferðum. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvaða ár voru það? Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens er einn af þeim. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Núna nýlega gekk ég út af veitingastað og gleymdi að borga, fattaði það þegar ég var sest inn í bíósal. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Monica í Friends. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Þarf alltaf að vera sannsöguleg eða byggð á sönnum atburðum til að ég muni eftir henni, engin ein sem hafði áhrif á mig en Bohemian Rhapsody kemur sterk inn. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Líklega væri það eitthvert erlendis, líklega Danmörk eða Noregur. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Journey, Don´t stop Believin.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Suðurnesjabær Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Sjá meira