Hvaða snillingur hélt að ráðgjafi Lokomotiv Moskvu væri rétti maðurinn í brúnna hjá Manchester United? Hjörvar Ólafsson skrifar 8. maí 2022 08:00 Ralf Rangnick fengu háðulega útreið á suðurströnd Englands í gær. Vísir/Getty Sparkspekingurinn Graeme Souness er fullviss um að leikmenn Manchester United hlusti ekki á ráðleggingar Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóra liðsins. Souness telur að Rangnick njóti ekki virðingar innan búningsklefa Rauðu djöflanna. Manchester United mun enda í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla með minnsta stigafjölda sem liðið hefur náð í síðan enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar vorið 1992. Rangnick viðurkenndi sjálfur í viðtali við enska fjölmiðla eftir 4-0 tap í næstsíðasta leik sínum við stjórnvölinn í gær að liðið hefði verið hræðilegt og spilamennskan niðurlægjandi. Stuðningsmenn Manchester United sungu að leikmenn Manchester United væru ekki þess verðir að klæðast búningi félagins og Bruno Fernandes, leikmaður liðsins, tók undir innihald þess söngs eftir leikinn. „Það er alveg á hreinu í mínum huga að leikmenn Manchester United eru löngu hættir að taka mark á Rangnick. Þegar ég lít á knattspyrnustjóra sem eru að starfa í dag hugsa ég til þess hvort að 22 árs gamall hefði hlýtt skipunum hans. Fergie (Sir Alex Ferguson) hefði náð til mín en Rangnick ekki," sagði Souness í Saturday night football á Skysports í gær. „Síðasta áratuginn, eftir brotthvarf Fergie, hafa verið teknir fáránlegar fótboltatengdar ákvarðanir hjá Manchester United. Hvaða snillingar settust niður og komust að þeirri niðurstöðu að réttast væri að losa sig við Ole (Gunnar Solskjaer) og leysa hann af hólmi með tæknilegum ráðgjafa Lokomotiv Moscow. Það er ekkert á ferilskrá Rangnick sem bendir til þess að Rangnick sé rétti maðurinn fyrir starfið hjá Manchester United," hélt skoski harðhausinn áfram. „En vandamálið er ekki bara Rangnick. Þegar litið er til þess hvaða leikmann félagið hefur keypt og endursamið við síðustu tíu árin þá er engin furða að liðið sé í þessari stöðu. Það er ótrúlegt hvað þeir hafa tekið margar slæmir ákvarðanir á félagaskiptamarkaðnum og við samningaborðið frá því að Ferguson fór," sagði Souness. Enski boltinn Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira
Manchester United mun enda í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla með minnsta stigafjölda sem liðið hefur náð í síðan enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar vorið 1992. Rangnick viðurkenndi sjálfur í viðtali við enska fjölmiðla eftir 4-0 tap í næstsíðasta leik sínum við stjórnvölinn í gær að liðið hefði verið hræðilegt og spilamennskan niðurlægjandi. Stuðningsmenn Manchester United sungu að leikmenn Manchester United væru ekki þess verðir að klæðast búningi félagins og Bruno Fernandes, leikmaður liðsins, tók undir innihald þess söngs eftir leikinn. „Það er alveg á hreinu í mínum huga að leikmenn Manchester United eru löngu hættir að taka mark á Rangnick. Þegar ég lít á knattspyrnustjóra sem eru að starfa í dag hugsa ég til þess hvort að 22 árs gamall hefði hlýtt skipunum hans. Fergie (Sir Alex Ferguson) hefði náð til mín en Rangnick ekki," sagði Souness í Saturday night football á Skysports í gær. „Síðasta áratuginn, eftir brotthvarf Fergie, hafa verið teknir fáránlegar fótboltatengdar ákvarðanir hjá Manchester United. Hvaða snillingar settust niður og komust að þeirri niðurstöðu að réttast væri að losa sig við Ole (Gunnar Solskjaer) og leysa hann af hólmi með tæknilegum ráðgjafa Lokomotiv Moscow. Það er ekkert á ferilskrá Rangnick sem bendir til þess að Rangnick sé rétti maðurinn fyrir starfið hjá Manchester United," hélt skoski harðhausinn áfram. „En vandamálið er ekki bara Rangnick. Þegar litið er til þess hvaða leikmann félagið hefur keypt og endursamið við síðustu tíu árin þá er engin furða að liðið sé í þessari stöðu. Það er ótrúlegt hvað þeir hafa tekið margar slæmir ákvarðanir á félagaskiptamarkaðnum og við samningaborðið frá því að Ferguson fór," sagði Souness.
Enski boltinn Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira