Fótbolti

Ronaldo ræðir framtíðina á leynifundum með Sir Alex

Hjörvar Ólafsson skrifar
Cristiano Ronaldo var ekki upplitsdjarfur í leik Manchester United gegn Brighton í gær. 
Cristiano Ronaldo var ekki upplitsdjarfur í leik Manchester United gegn Brighton í gær.  Vísir/Getty

Enskir fjölmiðlar greina frá því að portúgalski landsliðsframherjinn sitji að rökstólum í reykfylltum bakherbergjum með fyrrverandi knattspyrnustjóra sínum Sir Alex Ferguson þessa dagana og velti þeir félagar vöngum um framtíðina. 

Mikið er rætt og ritað um það hjá sparkspekingum hvort Erik ten Hag eigi að veðja á hinn 37 ára gamla framherja Cristiano Ronaldo við uppbyggingu liðs síns í sumar. 

Samkvæmt því sem fram kemur í enskum fjölmiðlum hefur Ronaldo leitað til fyrrverandi lærimeistara síns, Sir Alex Ferguson, varðandi ráð um framtíðarhagi sína. 

Ronaldo hefur skorað 18 mörk í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi leiktið og þá skoraði hann sex mörk í Meistaradeild Evrópu á tímabilinu. 

Manchester United mun enda með lægsta stigafjölda í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en fara þarf aftur um rúma þrjá áratugi til að finna jafn slakt tímabil hjá liðinu hvað varðar fjölda stiga. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×