Glódís byrjaði fyrir löngu að undirbúa lífið eftir ferilinn: „Getur alltaf eitthvað komið upp á“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2022 09:00 Glódís Perla Viggósdóttir settist með blaðamanni Vísis á hótelinu sem íslenska kvennalandsliðið dvaldi á í Prag fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi í undankeppni HM í síðasta mánuði. vísir/bjarni Þrátt fyrir að vera enn á besta aldri sem fótboltakona er langt síðan Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði að búa sig undir lífið eftir að skórnir fara á hilluna. Þann 11. júní 2018 skoraði Glódís bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Slóveníu í undankeppni HM. Daginn eftir útskrifaðist hún svo með BA-gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri. View this post on Instagram A post shared by Glo di s Perla Viggo sdo ttir (@glodisperla) Glódís segir að það hafi alltaf verið á stefnuskránni að mennta sig meðfram fótboltanum. „Það var það. Ég ætlaði alltaf að fara í nám og mamma og pabbi sögðu að ég ætti að mennta mig samhliða. Ég hlustaði á þau, fór strax í skóla þegar ég fór út. Ég kláraði BA-námið á þremur árum,“ sagði Glódís sem gekk í raðir Eskilstuna United frá Stjörnunni fyrir tímabilið 2015. Hún lét sálfræðigráðuna ekki duga. „Ég fór í einkaþjálfaranám þegar ég var búin að því, eiginlega bara því mér leiddist. Ég var búin að vera í skóla síðan ég fór út. Þetta var hálft ár sem ég gerði ekkert samhliða og mér leiddist. En ég er útskrifaður einkaþjálfari.“ Náum ekki að safna nógu miklu Glódís vildi vera með vaðið fyrir neðan sig og byrjaði strax að huga að framtíðinni. „Mér fannst alltaf mjög mikilvægt að vera með eitthvað klárt því maður veit ekkert hvað gerist. Það getur alltaf eitthvað komið upp á, meiðsli eða hvað sem er, og mig langaði að vera tilbúin, að þegar ég hætti í fótbolta þyrfti ég ekki þá að fara í skóla og undirbúa næsta skref,“ sagði Glódís. Klippa: Glódís um menntun og framtíðina „Svo er það því miður ekki þannig að við náum að safna okkur nógu miklum pening meðan við erum að spila til að það dugi þegar maður hættir. En það er aðeins meira núna en þegar ég flutti út fyrir átta árum. Það hefur orðið töluverð þróun í því og það lítur betur út núna. En þá var þetta klárlega ekki eitthvað sem maður var að fara lifa á lengi.“ Glódís er ekki hætt og stefnir á að ná sér í meistaragráðu. Í hverju liggur þó ekki enn fyrir. „Ég er alltaf að skoða og reyna að finna mér eitthvað en hef ekki fundið draumanámið ennþá,“ sagði Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Þann 11. júní 2018 skoraði Glódís bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Slóveníu í undankeppni HM. Daginn eftir útskrifaðist hún svo með BA-gráðu í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri. View this post on Instagram A post shared by Glo di s Perla Viggo sdo ttir (@glodisperla) Glódís segir að það hafi alltaf verið á stefnuskránni að mennta sig meðfram fótboltanum. „Það var það. Ég ætlaði alltaf að fara í nám og mamma og pabbi sögðu að ég ætti að mennta mig samhliða. Ég hlustaði á þau, fór strax í skóla þegar ég fór út. Ég kláraði BA-námið á þremur árum,“ sagði Glódís sem gekk í raðir Eskilstuna United frá Stjörnunni fyrir tímabilið 2015. Hún lét sálfræðigráðuna ekki duga. „Ég fór í einkaþjálfaranám þegar ég var búin að því, eiginlega bara því mér leiddist. Ég var búin að vera í skóla síðan ég fór út. Þetta var hálft ár sem ég gerði ekkert samhliða og mér leiddist. En ég er útskrifaður einkaþjálfari.“ Náum ekki að safna nógu miklu Glódís vildi vera með vaðið fyrir neðan sig og byrjaði strax að huga að framtíðinni. „Mér fannst alltaf mjög mikilvægt að vera með eitthvað klárt því maður veit ekkert hvað gerist. Það getur alltaf eitthvað komið upp á, meiðsli eða hvað sem er, og mig langaði að vera tilbúin, að þegar ég hætti í fótbolta þyrfti ég ekki þá að fara í skóla og undirbúa næsta skref,“ sagði Glódís. Klippa: Glódís um menntun og framtíðina „Svo er það því miður ekki þannig að við náum að safna okkur nógu miklum pening meðan við erum að spila til að það dugi þegar maður hættir. En það er aðeins meira núna en þegar ég flutti út fyrir átta árum. Það hefur orðið töluverð þróun í því og það lítur betur út núna. En þá var þetta klárlega ekki eitthvað sem maður var að fara lifa á lengi.“ Glódís er ekki hætt og stefnir á að ná sér í meistaragráðu. Í hverju liggur þó ekki enn fyrir. „Ég er alltaf að skoða og reyna að finna mér eitthvað en hef ekki fundið draumanámið ennþá,“ sagði Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
„Slæ metið hennar Söru og hætti svo“ Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára hefur Glódís Perla Viggósdóttir spilað 101 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hún er ekki viss hvort hún nái tvö hundruð landsleikjum en vill allavega bæta leikjamet landsliðsins. 10. maí 2022 09:01