Þetta tilkynnti auðjöfurinn á Twitter og vísar hann í frétt Reuters frá 2. maí þar sem fram kemur að forsvarsmenn samfélagsmiðilsins áætla að slíkir reikningar samsvari tæplega fimm prósentum af öllum reikningum Twitter.
Musk hefur sagt að ein af hans helstu áherslum yrði að útrýma slíkum reikningum á Twitter.
Twitter deal temporarily on hold pending details supporting calculation that spam/fake accounts do indeed represent less than 5% of usershttps://t.co/Y2t0QMuuyn
— Elon Musk (@elonmusk) May 13, 2022
CNBC segir frá því að strax í kjölfar yfirlýsingar Musks hafi virði hlutabréfa Twitter lækkað um átján prósent.
Undanfarna daga hefur virði hlutabréfa Twitter lækkað nokkuð og er það sagt vera vegna efasemda um að kaupin muni ganga eftir.
Þegar forsvarsmenn Twitter sögðu ruslpóstbotta vera færri en fimm prósent af reikningum Twitter, var því einnig lýst yfir að um 229 milljónir manna hafi notað samfélagsmiðilinn á fyrsta fjórðungi þessa árs.
Þá hafa forsvarsmenn fyrirtækisins einnig lýst því yfir að mikil óvissa ríki varðandi rekstur Twitter á meðan kaup Musks séu ekki gengin í gegn.