Helsti handboltaspekingur Dana gagnrýnir Aron Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. maí 2022 11:31 Aron Pálmarsson í leik Veszprém og Álaborgar í gær. epa/Tamas Vasvari Einn helsti handboltasérfræðingur Dana gagnrýndi Aron Pálmarsson fyrir frammistöðu hans í leik Veszprém og Álaborgar í Meistaradeild Evrópu í gær. Möguleikar Álaborgar á að komast í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar eru ekki miklir eftir sjö marka tap fyrir Veszprém í gær, 36-29. Aron sýndi ekki sínar bestu hliðar gegn sínu gamla liði. Landsliðfyrirliðinn skoraði tvö mörk úr fimm skotum og gaf tvær stoðsendingar. Íslandsvinurinn Bent Nygaard, sem hefur lengi verið einn helsti handboltasérfræðingur Dana, var ekki hrifinn af framlagi Arons í leiknum. „Veszprém nýtti sér frábæran heimavöll til hins ítrasta. Mikilvægir leikmenn, sérstaklega Aron, náðu sér ekki á strik! Sjö marka munur er of mikið,“ skrifaði Nygaard á Twitter eftir leikinn í Veszprém. Veszprem udnytter en forrygende hjemmebane. Afgørende spillere - især Palmarsson - kunne ikke levere! Minus 7 er for meget. #laugeogkammeraterpåtop #veszpremaalborg #ehfcl— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) May 12, 2022 Seinni leikur Álaborgar og Veszprém fer fram í Danmörku á miðvikudaginn og ljóst er að Aron og félagar þurfa heldur betur að láta hendur standa fram úr ermum til að komast í úrslitahelgina í Köln. Aron hefur oftar en ekki blómstað í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Hann varð Evrópumeistari með Kiel 2010 og 2012, Barcelona 2021 og fór í úrslit með Kiel 2014, Veszprém 2016 og Barcelona 2020. Hann var valinn besti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildarinnar 2014. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Danski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Möguleikar Álaborgar á að komast í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar eru ekki miklir eftir sjö marka tap fyrir Veszprém í gær, 36-29. Aron sýndi ekki sínar bestu hliðar gegn sínu gamla liði. Landsliðfyrirliðinn skoraði tvö mörk úr fimm skotum og gaf tvær stoðsendingar. Íslandsvinurinn Bent Nygaard, sem hefur lengi verið einn helsti handboltasérfræðingur Dana, var ekki hrifinn af framlagi Arons í leiknum. „Veszprém nýtti sér frábæran heimavöll til hins ítrasta. Mikilvægir leikmenn, sérstaklega Aron, náðu sér ekki á strik! Sjö marka munur er of mikið,“ skrifaði Nygaard á Twitter eftir leikinn í Veszprém. Veszprem udnytter en forrygende hjemmebane. Afgørende spillere - især Palmarsson - kunne ikke levere! Minus 7 er for meget. #laugeogkammeraterpåtop #veszpremaalborg #ehfcl— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) May 12, 2022 Seinni leikur Álaborgar og Veszprém fer fram í Danmörku á miðvikudaginn og ljóst er að Aron og félagar þurfa heldur betur að láta hendur standa fram úr ermum til að komast í úrslitahelgina í Köln. Aron hefur oftar en ekki blómstað í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Hann varð Evrópumeistari með Kiel 2010 og 2012, Barcelona 2021 og fór í úrslit með Kiel 2014, Veszprém 2016 og Barcelona 2020. Hann var valinn besti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildarinnar 2014.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Danski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira