Nær öll fjárfesting fólks hafi þurrkast út á örskotsstundu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2022 20:06 Kristján Ingi Mikaelsson, eigandi Visku Digital Assets og sérfræðingur í rafmyntum. Vísir/Bjarni Sérfræðingur í rafmyntum segir ljóst að Íslendingar hafi tapað milljónum í stærsta hruni minni rafmynta í manna minnum nú í vikunni. Fólk sem lagt hafi fé í aðrar rafmyntir en þær stærstu, Bitcoin og Ethereum, hafi tapað nær öllu. Hrunið hefur verið rakið til þess að virði svokallaðs Terra Luna-myntkerfis nær þurrkaðist út á einum sólarhring í vikunni - sem kom af stað keðjuverkun og fældi fjárfesta. Stærstu rafmyntirnar, Bitcoin og Ethereum, fengu að kenna á því en virði þeirrar fyrrnefndu hefur til að mynda hrunið um 50 prósent frá því það stóð sem hæst í vetur. Sérfræðingur í rafmyntum segir það alvarlegasta þó miklar lækkanir á virði annarra og minni rafmyntaverkefna, eins og Avax og Solana. „Það er það stærsta sem við höfum séð hingað til á svona stuttum tíma og langstærsti viðburður sem við höfum séð í því,“ segir Kristján Ingi Mikaelsson, eigandi Visku digital assets og sérfræðingur í rafmyntum. „En það voru sautján milljarðar Bandaríkjadala sem soguðust þarna niður og ýttu svolítið boltanum af stað og svo fengum við á mánudaginn mestu lækkun síðustu áratugi á hlutabréfamörkuðum sem var alls ekki að hjálpa þessu heldur.“ Rosaleg staða Í nýrri könnun Seðlabankans á eignarhaldi Íslendinga á „sýndarfé“, eins og bankinn kallar rafmyntir, sögðust 8,7 prósent svarenda hafa fjárfest í slíku. Það kom bankanum á óvart hversu margir þeirra höfðu fjárfest í öðrum tegundum sýndarfjár en Bitcoin eða Ethereum; eða 57 prósent. „Þá gæti ég haldið að 30-40 prósent af fólki í rafmyntum sem er að kaupa eitthvað annað en Bitcoin og Ethereum sé nánast búið að tapa 90 prósent af því sem það setti í þetta. Þetta er búið að vera rosalegt,“ segir Kristján. Samtals hlaupi tapið auðveldlega á milljónum króna, að mati Kristjáns. Tveir hafi leitað til hans um aðstoð í hruni vikunnar en hann reiknar með að mun fleiri hafi farið illa úti. Hann segir þetta áminningu um að fara varlega í fjárfestingum í heimi rafmynta, einkum þegar kemur að verkefnum sem ekki hafa fest sig í sessi. Kristján telur þrátt fyrir þróun síðustu daga ekki tilefni til að hafa áhyggjur af framhaldinu. „En þetta er alvarlegt mál. Og heimurinn verður þyngri áður en hann verður betri í fjárfestingum almennt.“ Rafmyntir Tengdar fréttir El Salvador á barmi greiðslufalls vegna Bitcoin-hruns Efasemdir eru um að ríkissjóður El Salvador geti staðið við skuldbindingar sínar vegna verðfalls á rafmyntinni bitcoin. Ríkisstjórn landsins gerði rafmyntina að lögmætum gjaldmiðli í fyrra. 12. maí 2022 10:43 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Sjá meira
Hrunið hefur verið rakið til þess að virði svokallaðs Terra Luna-myntkerfis nær þurrkaðist út á einum sólarhring í vikunni - sem kom af stað keðjuverkun og fældi fjárfesta. Stærstu rafmyntirnar, Bitcoin og Ethereum, fengu að kenna á því en virði þeirrar fyrrnefndu hefur til að mynda hrunið um 50 prósent frá því það stóð sem hæst í vetur. Sérfræðingur í rafmyntum segir það alvarlegasta þó miklar lækkanir á virði annarra og minni rafmyntaverkefna, eins og Avax og Solana. „Það er það stærsta sem við höfum séð hingað til á svona stuttum tíma og langstærsti viðburður sem við höfum séð í því,“ segir Kristján Ingi Mikaelsson, eigandi Visku digital assets og sérfræðingur í rafmyntum. „En það voru sautján milljarðar Bandaríkjadala sem soguðust þarna niður og ýttu svolítið boltanum af stað og svo fengum við á mánudaginn mestu lækkun síðustu áratugi á hlutabréfamörkuðum sem var alls ekki að hjálpa þessu heldur.“ Rosaleg staða Í nýrri könnun Seðlabankans á eignarhaldi Íslendinga á „sýndarfé“, eins og bankinn kallar rafmyntir, sögðust 8,7 prósent svarenda hafa fjárfest í slíku. Það kom bankanum á óvart hversu margir þeirra höfðu fjárfest í öðrum tegundum sýndarfjár en Bitcoin eða Ethereum; eða 57 prósent. „Þá gæti ég haldið að 30-40 prósent af fólki í rafmyntum sem er að kaupa eitthvað annað en Bitcoin og Ethereum sé nánast búið að tapa 90 prósent af því sem það setti í þetta. Þetta er búið að vera rosalegt,“ segir Kristján. Samtals hlaupi tapið auðveldlega á milljónum króna, að mati Kristjáns. Tveir hafi leitað til hans um aðstoð í hruni vikunnar en hann reiknar með að mun fleiri hafi farið illa úti. Hann segir þetta áminningu um að fara varlega í fjárfestingum í heimi rafmynta, einkum þegar kemur að verkefnum sem ekki hafa fest sig í sessi. Kristján telur þrátt fyrir þróun síðustu daga ekki tilefni til að hafa áhyggjur af framhaldinu. „En þetta er alvarlegt mál. Og heimurinn verður þyngri áður en hann verður betri í fjárfestingum almennt.“
Rafmyntir Tengdar fréttir El Salvador á barmi greiðslufalls vegna Bitcoin-hruns Efasemdir eru um að ríkissjóður El Salvador geti staðið við skuldbindingar sínar vegna verðfalls á rafmyntinni bitcoin. Ríkisstjórn landsins gerði rafmyntina að lögmætum gjaldmiðli í fyrra. 12. maí 2022 10:43 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Sjá meira
El Salvador á barmi greiðslufalls vegna Bitcoin-hruns Efasemdir eru um að ríkissjóður El Salvador geti staðið við skuldbindingar sínar vegna verðfalls á rafmyntinni bitcoin. Ríkisstjórn landsins gerði rafmyntina að lögmætum gjaldmiðli í fyrra. 12. maí 2022 10:43