Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir Eiður Þór Árnason skrifar 19. maí 2022 10:01 Hagfræðideild Landsbankans segir almennt bjarta tíma fram undan. Vísir/Vilhelm Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því. Hagfræðideildin spáir 1,5 milljónum erlendra ferðamanna í ár, 2 milljónum á næsta ári og um 2,4 milljónum árið 2024, sem yrðu fleiri en nokkru sinni fyrr. Gert er ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 5,1% á þessu ári. Því er spáð að íbúðaverð hafi náð nokkurs konar þolmörkum og nú megi búast við hægari vexti. Í hagspánni er gert ráð fyrir 20% hækkun í ár, milli ársmeðaltala, 8% á næsta ári og 4% árið 2024. Hagspá hagfræðideildar Landsbankans kemur degi á eftir Þjóðhagsspá Íslandsbanka en þar segir að útlit sé fyrir 7,6% verðbólgu í ár og 5 til 6% stýrivöxtum í lok ársins. Stýrivextir 6% í árslok og 5,5% í lok næsta árs Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir nái hámarki í árslok og að bera fari á vaxtalækkunum á næsta ári. Stýrivextir verði þá 5,5% við árslok 2023 og 4% í lok árs 2024. Fram kemur í hagspánni að verðbólgan muni ná hámarki á þriðja ársfjórðungi þessa árs og verða yfir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans út árið 2024. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 7,4% í ár, 5,8% á næsta ári og 4% árið 2024. Að sögn Hagfræðideildar Landsbankans er útlit fyrir að það muni draga úr atvinnuleysi eftir því sem líður á árið en útlit sé fyrir að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 4,5% á þessu ári, lækki í 4,2% á næsta ári og verði 3,9% árið 2024. Útlitið bjart Gert er ráð fyrir útflutningur aukist um 19,4%, einkaneysla um 3,5% og heildarfjármunamyndun um 6,2%. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu tvö árin, 3,7% á næsta ári og 2,8% árið 2024. Þá spáir hagfræðideildin því að viðskiptajöfnuður við útlönd verði jákvæður um að meðaltali 0,7% af landsframleiðslu út árið 2024. „Almennt má segja að útlitið sé bjart. Við spáum því að hagvöxtur verði 5,1% í ár, sem er nokkuð meiri vöxtur en í fyrra, og að hann verði drifinn áfram af fjölgun ferðamanna. Við gerum ráð fyrir að á þessu ári komi 1,5 milljón ferðamanna til landsins og að þeim fjölgi í 2,4 milljónir árið 2024 – sem yrði metfjöldi á einu ári,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans í tilkynningu. „Við gerum ráð fyrir að Seðlabankinn muni bregðast við meiri og þrálátari verðbólgu með því að hækka vexti verulega, eða upp í 6%, áður en hægt verður að lækka vexti á nýjan leik. Það flækir stöðuna talsvert að kjarasamningar eru lausir, á sama tíma og verðbólgudraugurinn herjar á landann. Við gerum ráð fyrir kaupmáttur vaxi hægt til ársins 2024.“ Íslenskir bankar Verðlag Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21 Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. 18. maí 2022 16:53 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Hagfræðideildin spáir 1,5 milljónum erlendra ferðamanna í ár, 2 milljónum á næsta ári og um 2,4 milljónum árið 2024, sem yrðu fleiri en nokkru sinni fyrr. Gert er ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 5,1% á þessu ári. Því er spáð að íbúðaverð hafi náð nokkurs konar þolmörkum og nú megi búast við hægari vexti. Í hagspánni er gert ráð fyrir 20% hækkun í ár, milli ársmeðaltala, 8% á næsta ári og 4% árið 2024. Hagspá hagfræðideildar Landsbankans kemur degi á eftir Þjóðhagsspá Íslandsbanka en þar segir að útlit sé fyrir 7,6% verðbólgu í ár og 5 til 6% stýrivöxtum í lok ársins. Stýrivextir 6% í árslok og 5,5% í lok næsta árs Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir nái hámarki í árslok og að bera fari á vaxtalækkunum á næsta ári. Stýrivextir verði þá 5,5% við árslok 2023 og 4% í lok árs 2024. Fram kemur í hagspánni að verðbólgan muni ná hámarki á þriðja ársfjórðungi þessa árs og verða yfir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans út árið 2024. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 7,4% í ár, 5,8% á næsta ári og 4% árið 2024. Að sögn Hagfræðideildar Landsbankans er útlit fyrir að það muni draga úr atvinnuleysi eftir því sem líður á árið en útlit sé fyrir að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 4,5% á þessu ári, lækki í 4,2% á næsta ári og verði 3,9% árið 2024. Útlitið bjart Gert er ráð fyrir útflutningur aukist um 19,4%, einkaneysla um 3,5% og heildarfjármunamyndun um 6,2%. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu tvö árin, 3,7% á næsta ári og 2,8% árið 2024. Þá spáir hagfræðideildin því að viðskiptajöfnuður við útlönd verði jákvæður um að meðaltali 0,7% af landsframleiðslu út árið 2024. „Almennt má segja að útlitið sé bjart. Við spáum því að hagvöxtur verði 5,1% í ár, sem er nokkuð meiri vöxtur en í fyrra, og að hann verði drifinn áfram af fjölgun ferðamanna. Við gerum ráð fyrir að á þessu ári komi 1,5 milljón ferðamanna til landsins og að þeim fjölgi í 2,4 milljónir árið 2024 – sem yrði metfjöldi á einu ári,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans í tilkynningu. „Við gerum ráð fyrir að Seðlabankinn muni bregðast við meiri og þrálátari verðbólgu með því að hækka vexti verulega, eða upp í 6%, áður en hægt verður að lækka vexti á nýjan leik. Það flækir stöðuna talsvert að kjarasamningar eru lausir, á sama tíma og verðbólgudraugurinn herjar á landann. Við gerum ráð fyrir kaupmáttur vaxi hægt til ársins 2024.“
Íslenskir bankar Verðlag Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21 Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. 18. maí 2022 16:53 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21
Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. 18. maí 2022 16:53
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent