Brúðkaupshelgin hófst með kvöldverði á veitingastaðnum Ristorante Puny í gærkvöldi en parið mun ganga í það heilaga í Castello Brown, 16. aldar kastala í strandbænum Portofino.

Þetta mun reyndar verða þriðja brúðkaup Kardashian og Barker en þau voru formlega og löglega gift í Santa Barbara síðastliðinn sunnudag og höfðu þar áður látið splæsa sig saman í gamni í Las Vegas.

Kardashian og Barker voru góðir vinir í mörg ár áður en ástin blómstraði. Þau eiga bæði börn fyrir en eru sögð vilja eignast eitt saman og slúðurmiðlar vestanhafs hafa gert úr því skóna að Kourtney sé mögulega ólétt nú þegar.
Við seljum það ekki dýrara en við keyptum það...