Fáránlegt að ófaglærðir fái að stinga sprautu inn Stefán Árni Pálsson skrifar 25. maí 2022 10:31 Jenna segir það einkennilegt að hver sem er megi í raun sprauta fylliefni eða bótoxi undir húð fólks. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir, ræddi við Sindra Sindrason um húðmeðferðir eins og bótox í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Jenna segir að þeir einu sem ættu að mega sprauta bótoxi í fólk séu læknar, ekki snyrtifræðingar eða hjúkrunarfræðingar. „Í fegrunarmeðferðum er bótox alltaf vinsælast. Það hefur verið það í mörg ár og ekkert sem toppar það,“ segir Jenna og bætir við að það sé mesti misskilningur að það séu bara konur sem hafi áhuga og að karlmenn séu farnir að nýta sér meðferðir af þessu toga í auknu mæli. „Svo eru það fylliefnin og þá sjáum við mjög mikið ákveðnar tískubylgjur eins og núna er flott að vera með mjög stórar varir og kannski mikið kinnbein. Þetta fer svolítið eftir Hollywood trendunum, hvað Kardashian er að gera og fleiri. Þetta er mikið til umræðu á öllum þessum þingum sem við förum á erlendis. Hvernig við eigum að koma í veg fyrir þessa offyllingu því fólk á það til að missa sig,“ segir Jenna sem bætir við að viðskiptavinir hennar séu aðallega á aldrinum fjörutíu til sextíu ára. „Það er ábyrgð þín sem meðferðaraðila að stoppa viðkomandi af þegar hann er að missa sig. Mér finnst alveg fáránlegt að það séu ekki reglur um það hverjir megi sprauta svona efnum inn í líkama fólks. Í fyrsta lagi þá erum við með nál og við stingum undir húð hjá fólki. Þetta er aðskotahlutur og þú þarft að þekkja anótómíuna og þú þarft að vita hvar eru æðarnar, taugarnar og líkamsfræði húðarinnar. Mér finnst fáránlegt að ófaglærðir fái að stinga inn,“ segir Jenna. „Vandamálið er að við erum ekki með neina reglugerð og það er mín skoðun að aðeins læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar undir eftirliti lækna megi sprauta. Svoleiðis er þetta í Danmörku og Svíþjóð,“ segir Jenna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Sjá meira
Jenna segir að þeir einu sem ættu að mega sprauta bótoxi í fólk séu læknar, ekki snyrtifræðingar eða hjúkrunarfræðingar. „Í fegrunarmeðferðum er bótox alltaf vinsælast. Það hefur verið það í mörg ár og ekkert sem toppar það,“ segir Jenna og bætir við að það sé mesti misskilningur að það séu bara konur sem hafi áhuga og að karlmenn séu farnir að nýta sér meðferðir af þessu toga í auknu mæli. „Svo eru það fylliefnin og þá sjáum við mjög mikið ákveðnar tískubylgjur eins og núna er flott að vera með mjög stórar varir og kannski mikið kinnbein. Þetta fer svolítið eftir Hollywood trendunum, hvað Kardashian er að gera og fleiri. Þetta er mikið til umræðu á öllum þessum þingum sem við förum á erlendis. Hvernig við eigum að koma í veg fyrir þessa offyllingu því fólk á það til að missa sig,“ segir Jenna sem bætir við að viðskiptavinir hennar séu aðallega á aldrinum fjörutíu til sextíu ára. „Það er ábyrgð þín sem meðferðaraðila að stoppa viðkomandi af þegar hann er að missa sig. Mér finnst alveg fáránlegt að það séu ekki reglur um það hverjir megi sprauta svona efnum inn í líkama fólks. Í fyrsta lagi þá erum við með nál og við stingum undir húð hjá fólki. Þetta er aðskotahlutur og þú þarft að þekkja anótómíuna og þú þarft að vita hvar eru æðarnar, taugarnar og líkamsfræði húðarinnar. Mér finnst fáránlegt að ófaglærðir fái að stinga inn,“ segir Jenna. „Vandamálið er að við erum ekki með neina reglugerð og það er mín skoðun að aðeins læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar undir eftirliti lækna megi sprauta. Svoleiðis er þetta í Danmörku og Svíþjóð,“ segir Jenna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Sjá meira