Uppáhalds landsleikir Dagnýjar: „Allt gekk einhvern veginn upp“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2022 09:01 Dagný Brynjarsdóttir tæklar Önnu Blaesse í leik Þýskalands og Íslands í undankeppni HM haustið 2017. Hún segist sennilega aldrei hafa spilað betri landsleik en þá. getty/Matthias Hangst Dagný Brynjarsdóttir segir að tveir landsleikir standi upp úr af þeim 101 sem hún hefur spilað. Hún skoraði í þeim báðum. Dagný komst í hundrað landsleikja klúbbinn í apríl þegar hún lék og skoraði í 0-5 sigri Íslands á Hvíta-Rússlandi í Belgrad í undankeppni HM 2023. Hún lék svo landsleik númer 101 þegar Ísland vann afar mikilvægan sigur á Tékklandi, 0-1, í undankeppni HM nokkrum dögum síðar. Blaðamaður Vísis ræddi við Dagnýju milli leikjanna gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi og bað hana um að nefna eftirminnilegustu leikina á tólf ára ferli í landsliðinu. Rangæyingurinn segir að tveir landsleikir standi upp úr, gegn Hollandi í lokaumferð riðlakeppninnar á EM 2013 og gegn Þýskalandi í undankeppni HM 2017. Dagný skoraði eina mark leiksins gegn Hollendingum en með sigrinum komust Íslendingar í átta liða úrslit EM. Hún skoraði svo tvö mörk í 2-3 sigri á Þýskalandi á útivelli. Það var fyrsti, og enn eini, sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands í A-landsleik karla og kvenna. „Ég held ég geti ekki valið einn stóran leik, þeir eru tveir. Það er leikurinn gegn Hollandi á EM 2013 en það er ekki hægt að horfa framhjá því þegar við unnum Þjóðverja 2-3 á útivelli í undankeppni HM,“ sagði Dagný. „Sá leikur var ótrúlega vel settur upp af þjálfurunum og vel framkvæmdur af okkur leikmönnunum. Allt gekk einhvern veginn upp í þeim leik. Þetta eru þeir tveir leikir sem standa mest upp úr.“ Klippa: Dagný um eftirminnilegustu landsleikina Sem fyrr sagði komu tvö af 34 landsliðsmörkum Dagnýjar í sigrinum frækna á Þýskalandi fyrir tæpum fimm árum. „Ég skoraði tvö og var með stoðsendingu. Þetta var örugglega einn af mínum betri landsleikjum,“ sagði Dagný sem er á leið á sitt þriðja Evrópumót með íslenska landsliðinu. Hún lagði upp eina mark Íslands á síðasta EM. Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Dagný framlengdi við West Ham: „Fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur“ Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir verður áfram í London næstu árin en hún hefur gengið frá nýjum samningi við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. 20. maí 2022 13:30 Dagný hélt að umbinn væri að grínast þegar hann sagði henni af áhuga West Ham Dagný Brynjarsdóttir fann að hún var ekki tilbúin að gefa atvinnumennskuna upp á bátinn þegar hún lék með Selfossi sumarið 2020. Hún hélt að umboðsmaðurinn sinn væri að grínast þegar hann sagði henni frá áhuga West Ham. 28. apríl 2022 09:00 Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Dagný komst í hundrað landsleikja klúbbinn í apríl þegar hún lék og skoraði í 0-5 sigri Íslands á Hvíta-Rússlandi í Belgrad í undankeppni HM 2023. Hún lék svo landsleik númer 101 þegar Ísland vann afar mikilvægan sigur á Tékklandi, 0-1, í undankeppni HM nokkrum dögum síðar. Blaðamaður Vísis ræddi við Dagnýju milli leikjanna gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi og bað hana um að nefna eftirminnilegustu leikina á tólf ára ferli í landsliðinu. Rangæyingurinn segir að tveir landsleikir standi upp úr, gegn Hollandi í lokaumferð riðlakeppninnar á EM 2013 og gegn Þýskalandi í undankeppni HM 2017. Dagný skoraði eina mark leiksins gegn Hollendingum en með sigrinum komust Íslendingar í átta liða úrslit EM. Hún skoraði svo tvö mörk í 2-3 sigri á Þýskalandi á útivelli. Það var fyrsti, og enn eini, sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands í A-landsleik karla og kvenna. „Ég held ég geti ekki valið einn stóran leik, þeir eru tveir. Það er leikurinn gegn Hollandi á EM 2013 en það er ekki hægt að horfa framhjá því þegar við unnum Þjóðverja 2-3 á útivelli í undankeppni HM,“ sagði Dagný. „Sá leikur var ótrúlega vel settur upp af þjálfurunum og vel framkvæmdur af okkur leikmönnunum. Allt gekk einhvern veginn upp í þeim leik. Þetta eru þeir tveir leikir sem standa mest upp úr.“ Klippa: Dagný um eftirminnilegustu landsleikina Sem fyrr sagði komu tvö af 34 landsliðsmörkum Dagnýjar í sigrinum frækna á Þýskalandi fyrir tæpum fimm árum. „Ég skoraði tvö og var með stoðsendingu. Þetta var örugglega einn af mínum betri landsleikjum,“ sagði Dagný sem er á leið á sitt þriðja Evrópumót með íslenska landsliðinu. Hún lagði upp eina mark Íslands á síðasta EM.
Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Dagný framlengdi við West Ham: „Fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur“ Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir verður áfram í London næstu árin en hún hefur gengið frá nýjum samningi við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. 20. maí 2022 13:30 Dagný hélt að umbinn væri að grínast þegar hann sagði henni af áhuga West Ham Dagný Brynjarsdóttir fann að hún var ekki tilbúin að gefa atvinnumennskuna upp á bátinn þegar hún lék með Selfossi sumarið 2020. Hún hélt að umboðsmaðurinn sinn væri að grínast þegar hann sagði henni frá áhuga West Ham. 28. apríl 2022 09:00 Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Dagný framlengdi við West Ham: „Fullkomin fyrirmynd fyrir allar konur“ Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir verður áfram í London næstu árin en hún hefur gengið frá nýjum samningi við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham. 20. maí 2022 13:30
Dagný hélt að umbinn væri að grínast þegar hann sagði henni af áhuga West Ham Dagný Brynjarsdóttir fann að hún var ekki tilbúin að gefa atvinnumennskuna upp á bátinn þegar hún lék með Selfossi sumarið 2020. Hún hélt að umboðsmaðurinn sinn væri að grínast þegar hann sagði henni frá áhuga West Ham. 28. apríl 2022 09:00
Dagný: Væri ótrúlega gaman að ná Fríðu og skora fjörutíu landsliðsmörk Dagný Brynjarsdóttir lék landsleikur númer hundrað þegar Ísland vann stórsigur á Hvíta-Rússlandi, 0-5, í undankeppni HM á fimmtudaginn. Hún hélt upp á áfangann með því að skora. 10. apríl 2022 12:31