Leikið var í Lissabon í Portúgal og var Íslendingalið Magdeburgar – sem situr á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar – sterkara frá upphafi til enda. Staðan í hálfleik var 18-13 og hélt Magdeburg þeim mun allt þangað til loka leiks.
Halbzeit in Lissabon!
— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) May 28, 2022
Wir liegen in unserem Halbfinalspiel der EHF European League Finals mit 18:13 gegen RK Nexe vorn!
Weiter geht´s - wir wollen ins Finale und den Pokal verteidigen! #scmhuja #missiontitelverteidigung
EHF / Kollektiff pic.twitter.com/gZfCNr5oDv
Lokatölur 34-29 þar sem þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu samtals sjö mörk. Ómar Ingi gerði fimm á meðan Gísli Þorgeir gerði tvö.
Í úrslitum mætir Magdeburg annað hvort Wisla Plock eða Benfica.