George Shapiro látinn Eiður Þór Árnason skrifar 29. maí 2022 09:19 George Shapiro við frumsýningu á kvikmyndinni If You're Not In The Obit, Eat Breakfast árið 2018. Getty/Michael Tullberg George Shapiro, umboðsmaður, framleiðandi og annar stofnanda umboðsskrifstofunnar Shapiro/West & Associates, er látinn 91 árs að aldri. Shapiro var auk æskuvinar síns Howard West umboðsmaður þekktra grínista á borð við Jerry Seinfeld, Andy Kaufman og Carl Reiner og margra annarra. Saman voru Shapiro og West aðalframleiðendur Seinfeld, einnar farsælustu gamanþáttaraðar í sögu Hollywood. Deadline greinir frá andláti Shapiro en hann fæddist í New York og kynntist listamönnum á borð við Dick Shawn, Pat Carroll, Carol Burnett, Barbara Cook og Herb Ross á unglingsárum sínum þegar hann starfaði sem gæslumaður á sundstað. Þar komst hann sömuleiðis í snertingu við hina ýmsu umboðsmenn. Hann hefur sagt í viðtölum að starf þeirra hafi fljótlega vakið áhuga sinn. „Ég vissi ekki einu sinni hvað umboðsmaður var, en þeir komu til að sjá sýninguna, tala við stelpurnar og grínistana. Ég spurði „Er þetta starfið þitt? Að horfa á sýninguna, borða góðan kvöldverð og mæta á sumardvalarstað við stöðuvatn? Ég þarf að kanna þetta.““ Norman Lear, handritshöfundur og framleiðandi, er meðal fjölmargra sem minnast Shapiro á samfélagsmiðlum. One of the dearest people I have ever known, George Shapiro, just passed. I bless our friendship and, at 99, I m sure I ll see him relatively soon. pic.twitter.com/3JGipf1P93— Norman Lear (@TheNormanLear) May 28, 2022 Shapiro hefur komið að framleiðslu fjölda þáttaraða, sjónvarpsviðburða og kvikmynda á löngum ferli sínum. Á seinustu árum hefur hann verið aðalframleiðandi þáttanna Comedians in Cars Getting Coffee sem stýrt var af Jerry Seinfeld og Netflix-uppistandsþáttanna Jerry Before Seinfeld og 23 Hours to Kill. Seinasta kvikmyndin sem hann framleiddi var The Super Bob Einstein Movie sem sýnd var á HBO í fyrra um líf leikarans og grínistans Bob Einstein. Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Shapiro var auk æskuvinar síns Howard West umboðsmaður þekktra grínista á borð við Jerry Seinfeld, Andy Kaufman og Carl Reiner og margra annarra. Saman voru Shapiro og West aðalframleiðendur Seinfeld, einnar farsælustu gamanþáttaraðar í sögu Hollywood. Deadline greinir frá andláti Shapiro en hann fæddist í New York og kynntist listamönnum á borð við Dick Shawn, Pat Carroll, Carol Burnett, Barbara Cook og Herb Ross á unglingsárum sínum þegar hann starfaði sem gæslumaður á sundstað. Þar komst hann sömuleiðis í snertingu við hina ýmsu umboðsmenn. Hann hefur sagt í viðtölum að starf þeirra hafi fljótlega vakið áhuga sinn. „Ég vissi ekki einu sinni hvað umboðsmaður var, en þeir komu til að sjá sýninguna, tala við stelpurnar og grínistana. Ég spurði „Er þetta starfið þitt? Að horfa á sýninguna, borða góðan kvöldverð og mæta á sumardvalarstað við stöðuvatn? Ég þarf að kanna þetta.““ Norman Lear, handritshöfundur og framleiðandi, er meðal fjölmargra sem minnast Shapiro á samfélagsmiðlum. One of the dearest people I have ever known, George Shapiro, just passed. I bless our friendship and, at 99, I m sure I ll see him relatively soon. pic.twitter.com/3JGipf1P93— Norman Lear (@TheNormanLear) May 28, 2022 Shapiro hefur komið að framleiðslu fjölda þáttaraða, sjónvarpsviðburða og kvikmynda á löngum ferli sínum. Á seinustu árum hefur hann verið aðalframleiðandi þáttanna Comedians in Cars Getting Coffee sem stýrt var af Jerry Seinfeld og Netflix-uppistandsþáttanna Jerry Before Seinfeld og 23 Hours to Kill. Seinasta kvikmyndin sem hann framleiddi var The Super Bob Einstein Movie sem sýnd var á HBO í fyrra um líf leikarans og grínistans Bob Einstein.
Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira