„Eftir ár þá fann ég að þetta var kannski ekki alveg fyrir mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. maí 2022 10:31 Þráinn ákvað einn daginn að gerast atvinnuljósmyndari. Þráinn Kolbeinsson, er einn vinsælasti ævintýraljósmyndari landsins. Hann flakkar um landið og fangar fegurð þess á sinn einstaka hátt. Hann er sömuleiðis vinsæll á Instagram og er duglegur að gefa af sér þar, bæði að kenna fólki að vinna myndirnar sínar og sýna frá sínum störfum. En Þráinn ætlaði sér þó aðra hluti en hann byrjaði að glíma í bardagafélaginu Mjölni, þar sem hann ætlaði sér stóra hluti. Rætt var við Þráinn í Íslandi í dag. „Í tíu ár gerði ég í rauninni ekkert annað en að glíma og þetta var það sem ég ætlaði að gera. Svo byrjar maður að eldast og er orðinn 27 ára og byrjaður að vera aumur í hnjánum. Þá fór að læðast að manni sá grunur að maður gæti kannski ekki verið að gera þetta þangað til maður væri orðinn 75 ára,“ segir Þráinn sem skráði sig því næst í sálfræði í Háskóla Íslands og eftir að hann útskrifaðist þar hóf hann störf hjá Teigi, fíknideild landsspítalans, en hann fann sig samt ekki alveg á spítalanum. Ekki eftur snúið „Eftir ár þá fann ég að þetta var kannski ekki alveg fyrir mig. Á Teygi sem er deildin sem ég var að vinna hjá var ég að vinna með manni sem er mikill ljósmyndunaráhugamaður og hann var alltaf að sýna mér einhverjar linsur og annað sem ég hafði ekkert mikið vit á. Þetta endaði þannig að hann sannfærði mig um að kaupa myndavél.“ Og þá, var ekki aftur snúið, Þráinn var kominn með myndavél og fer að fikta enn meira í ljósmyndun, bæði ljósmyndaparturinn sjálfur og eftirvinnslan heillaði hann upp úr skónum. „Á þessum tímapunkti hafði ég ekki hugmynd um að ég gæti lifað á ljósmyndun. Ég hætti á Landspítala og fer að vinna á lítilli einkastofu, litlu kvíðameðferðastofunni með börnum og unglingum til að prófa það líka. Svo eftir ár þar var í raun sama sagan. Þá hætti ég og fór á fullt í ljósmyndun,“ segir Þráinn sem var þarna nýfluttur til Grindavíkur og ræddi hann við markaðsstofu Reykjaness og fékk hann stórt verkefni þar. Hann leyfir sínum fylgjendum á Instagram að fylgjast vel með því hvernig hann vinnur myndirnar í eftirvinnslu. Þráinn er nýkominn heim frá Bandaríkjunum, þar sem hann var á heldur óvenjulegu ferðalagi, en hann fór að hitta og ferðast með einum stærsta ævintýraljósmyndara heims, Chris Burkard. Í sumar fara þeir tveir saman í ferðalag með fram strandlengju Íslands á um 500 kílómetra kafla og ferðast þeir á hjólum og uppblásnum hjólum. Undirbúningur fyrir ferðina í sumar fór fram í Colorado í Bandaríkjunum en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Ljósmyndun Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Hann er sömuleiðis vinsæll á Instagram og er duglegur að gefa af sér þar, bæði að kenna fólki að vinna myndirnar sínar og sýna frá sínum störfum. En Þráinn ætlaði sér þó aðra hluti en hann byrjaði að glíma í bardagafélaginu Mjölni, þar sem hann ætlaði sér stóra hluti. Rætt var við Þráinn í Íslandi í dag. „Í tíu ár gerði ég í rauninni ekkert annað en að glíma og þetta var það sem ég ætlaði að gera. Svo byrjar maður að eldast og er orðinn 27 ára og byrjaður að vera aumur í hnjánum. Þá fór að læðast að manni sá grunur að maður gæti kannski ekki verið að gera þetta þangað til maður væri orðinn 75 ára,“ segir Þráinn sem skráði sig því næst í sálfræði í Háskóla Íslands og eftir að hann útskrifaðist þar hóf hann störf hjá Teigi, fíknideild landsspítalans, en hann fann sig samt ekki alveg á spítalanum. Ekki eftur snúið „Eftir ár þá fann ég að þetta var kannski ekki alveg fyrir mig. Á Teygi sem er deildin sem ég var að vinna hjá var ég að vinna með manni sem er mikill ljósmyndunaráhugamaður og hann var alltaf að sýna mér einhverjar linsur og annað sem ég hafði ekkert mikið vit á. Þetta endaði þannig að hann sannfærði mig um að kaupa myndavél.“ Og þá, var ekki aftur snúið, Þráinn var kominn með myndavél og fer að fikta enn meira í ljósmyndun, bæði ljósmyndaparturinn sjálfur og eftirvinnslan heillaði hann upp úr skónum. „Á þessum tímapunkti hafði ég ekki hugmynd um að ég gæti lifað á ljósmyndun. Ég hætti á Landspítala og fer að vinna á lítilli einkastofu, litlu kvíðameðferðastofunni með börnum og unglingum til að prófa það líka. Svo eftir ár þar var í raun sama sagan. Þá hætti ég og fór á fullt í ljósmyndun,“ segir Þráinn sem var þarna nýfluttur til Grindavíkur og ræddi hann við markaðsstofu Reykjaness og fékk hann stórt verkefni þar. Hann leyfir sínum fylgjendum á Instagram að fylgjast vel með því hvernig hann vinnur myndirnar í eftirvinnslu. Þráinn er nýkominn heim frá Bandaríkjunum, þar sem hann var á heldur óvenjulegu ferðalagi, en hann fór að hitta og ferðast með einum stærsta ævintýraljósmyndara heims, Chris Burkard. Í sumar fara þeir tveir saman í ferðalag með fram strandlengju Íslands á um 500 kílómetra kafla og ferðast þeir á hjólum og uppblásnum hjólum. Undirbúningur fyrir ferðina í sumar fór fram í Colorado í Bandaríkjunum en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Ljósmyndun Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira